Ótrúlegur fjöldi meiðsla hjá KR í vetur | Eins og það séu álög á okkur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. febrúar 2020 10:30 Ingi Þór hefur eðlilega áhyggjur af stöðu síns liðs. vísir/daníel þór Ástandið í herbúðum Íslandsmeistara KR í körfubolta er ekki gott en nú síðast meiddist Króatinn Dino Cinac mjög alvarlega á auga. „Hann fékk þumalinn á Mike Craion á kaf í augað á æfingu. Hann fékk stóran skurð undir augað, himna rifnaði og augnbotninn brotnaði. Hann sér tvöfalt og ástandið á honum ekki gott,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR, áhyggjufullur. „Það kemur í ljós eftir viku hvort að hann þurfi að fara í aðgerð. Framhaldið er óljóst hjá honum en þetta eru erfið og alvarleg meiðsli.“ KR-ingar sömdu á dögunum aftur við Mike DiNunno sem var stórkostlegur með KR í fyrra. Hann var þá meiddur en átti að vera tilbúinn í mars. Það er ekki að fara að ganga eftir. „Hann fór í ökklaaðgerð á Spáni og fór svo heim til Bandaríkjanna. Hann ætlaði að vera kominn til okkar en læknirinn hans í Bandaríkjunum bannaði honum að fara. Hann átti að geta byrjað að spila í mars en það er ekki að fara að gerast. Mike er byrjaður að æfa en hvenær hann getur spilað körfubolta kemur í ljós síðar. Við höfum samt ekki afskrifað hann,“ segir þjálfari Íslandsmeistara síðustu sex ára. Meiðslasaga KR-liðsins í vetur er með ólíkindum en felstir lykilmenn liðsins hafa meira og minna verið laskaðir í vetur. Björn Kristjánsson mun ekki spila meira og bræðurnir Jakob Örn og Matthías Orri Sigurðarsynir eru báðir að glíma við meiðsli. Michael Craion er með beinbjúgu í hnénu og Jón Arnór er ekki upp á sitt besta frekar en Kristófer Acox sem var frá um tíma á dögunum. „Þetta er búinn að vera asnalegur vetur. Í raun hefur þetta verið algjört grín. Ég hef aldrei lent í svona á 30 ára ferli. Það er eins og það séu einhver álög á okkur. Eins og einhver sé með Vúdú-dúkkur að meiða okkur,“ segir Ingi Þór svekktur. KR á mjög mikilvæga leiki á næstu dögum. Um helgina spilar liðið í Njarðvík og á föstudaginn eftir viku tekur liðið á móti Stjörnunni í DHL-höllinni. Dominos-deild karla Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira
Ástandið í herbúðum Íslandsmeistara KR í körfubolta er ekki gott en nú síðast meiddist Króatinn Dino Cinac mjög alvarlega á auga. „Hann fékk þumalinn á Mike Craion á kaf í augað á æfingu. Hann fékk stóran skurð undir augað, himna rifnaði og augnbotninn brotnaði. Hann sér tvöfalt og ástandið á honum ekki gott,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR, áhyggjufullur. „Það kemur í ljós eftir viku hvort að hann þurfi að fara í aðgerð. Framhaldið er óljóst hjá honum en þetta eru erfið og alvarleg meiðsli.“ KR-ingar sömdu á dögunum aftur við Mike DiNunno sem var stórkostlegur með KR í fyrra. Hann var þá meiddur en átti að vera tilbúinn í mars. Það er ekki að fara að ganga eftir. „Hann fór í ökklaaðgerð á Spáni og fór svo heim til Bandaríkjanna. Hann ætlaði að vera kominn til okkar en læknirinn hans í Bandaríkjunum bannaði honum að fara. Hann átti að geta byrjað að spila í mars en það er ekki að fara að gerast. Mike er byrjaður að æfa en hvenær hann getur spilað körfubolta kemur í ljós síðar. Við höfum samt ekki afskrifað hann,“ segir þjálfari Íslandsmeistara síðustu sex ára. Meiðslasaga KR-liðsins í vetur er með ólíkindum en felstir lykilmenn liðsins hafa meira og minna verið laskaðir í vetur. Björn Kristjánsson mun ekki spila meira og bræðurnir Jakob Örn og Matthías Orri Sigurðarsynir eru báðir að glíma við meiðsli. Michael Craion er með beinbjúgu í hnénu og Jón Arnór er ekki upp á sitt besta frekar en Kristófer Acox sem var frá um tíma á dögunum. „Þetta er búinn að vera asnalegur vetur. Í raun hefur þetta verið algjört grín. Ég hef aldrei lent í svona á 30 ára ferli. Það er eins og það séu einhver álög á okkur. Eins og einhver sé með Vúdú-dúkkur að meiða okkur,“ segir Ingi Þór svekktur. KR á mjög mikilvæga leiki á næstu dögum. Um helgina spilar liðið í Njarðvík og á föstudaginn eftir viku tekur liðið á móti Stjörnunni í DHL-höllinni.
Dominos-deild karla Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti