Sportpakkinn: „Íslendingurinn í manni tekur þessu rólega“ Anton Ingi Leifsson skrifar 27. febrúar 2020 18:45 Birkir Bjarnason segist spenntur fyrir leik Íslendinga og Rúmena 26. mars í umspili um sæti á EM í sumar. Hann yfirgaf Aston Villa síðasta sumar og eftir skamma dvöl hjá Al Arabi í Katar gerði hann í janúar eins og hálfs árs samning við Brescia á Ítalíu. Brescia er í næst neðsta sæti og hefur aðeins unnið fjóra leiki á leiktíðinni. Á liðið möguleika á að halda sér í deildinni? „Já. Við erum búnir að vera spila mjög vel þó að úrslitin hafi ekki verið þau bestu. Það er eitthvað sem við verðum að vinna í. Við erum með mjög gott lið og höfum verið að spila erfiða leiki að undanförnu en við verðum að fara taka stig og síðan kemur það í ljós. Það er enn mikið eftir,“ sagði Birkir. Birkir, sem er búinn að spila 84 landsleiki og skora í þeim 13 mörk, er þýðingarmikill hlekkur í landsliðinu og þess vegna eru það góð tíðindi að hann sé að spila reglulega í ítölsku úrvalsdeildinni. „Ég var hálf meiddur þegar ég kom fyrst og var að vinna í því en ég er að komast í gott form og byrjaður að spila. Mér líður mjög vel og mér líst mjög vel á stöðuna.“ Um síðustu helgi var fjórum leikjum í úrvalsdeildinni frestað vegna kórónuveirunnar en leikur Brescia og Napolí fór fram og um helgina sækir Brescia, Sassuolo heim. Eins og staðan er núna verða engir áhorfendur á vellinum. „Þetta byrjaði mest fyrir utan okkar svæði en ég held að þetta sé eitthvað komið inn í okkar bæ líka. Hversu mikið veit ég ekki en Ítalarnir taka þessu mjög alvarlega.“ „Íslendingurinn í manni tekur þessu rólega og reynir að lifa sínu lífi. Svo gerist það sem gerist en maður passar að þvo á sér hendurnar.“ Allt viðtalið má sjá hér að ofan. EM 2020 í fótbolta Ítalski boltinn Sportpakkinn Tengdar fréttir Kórónuveiran farin að hafa áhrif á íslenska kvennalandsliðið í fótbolta Berglind Björg Þorvaldsdóttir verður ekki með íslenska kvennalandsliðinu á Pinatar Cup æfingamótinu á Spáni sem hefst í byrjun næsta mánaðar. 27. febrúar 2020 10:32 Lukaku og samherjar leika fyrir luktum dyrum vegna kórónaveirunnar Leikur Inter Milan og Ludogorets verður leikinn fyrir luktum dyrum vegna kórónaveirunnar er liðin mætast í Evrópudeildinni á fimmtudaginn. 25. febrúar 2020 12:30 Útilokar ekki að fresta Ólympíuleikunum um eitt ár Ólympíuleikunum sem eiga að fara fram í Tókýó í sumar verður frestað ef þess gerist þörf, segir Dick Pound, meðlimur stjórnar Alþjóðlega Ólympíuráðsins. 27. febrúar 2020 15:00 Toppslagur Inter og Juventus fer fram fyrir luktum dyrum Engir áhorfendur verða á Allianz vellinum í Tórínó þegar Inter tekur á móti Juventus í toppslag í ítölsku úrvalsdeildinni á sunnudagskvöldið. 25. febrúar 2020 14:09 Sportpakkinn: Kórónaveiran hefur mikil áhrif á næstu leiki Inter Engir áhorfendur verða á næstu tveimur leikjum Inter. 25. febrúar 2020 15:30 Mest lesið Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Fleiri fréttir Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sjá meira
Birkir Bjarnason segist spenntur fyrir leik Íslendinga og Rúmena 26. mars í umspili um sæti á EM í sumar. Hann yfirgaf Aston Villa síðasta sumar og eftir skamma dvöl hjá Al Arabi í Katar gerði hann í janúar eins og hálfs árs samning við Brescia á Ítalíu. Brescia er í næst neðsta sæti og hefur aðeins unnið fjóra leiki á leiktíðinni. Á liðið möguleika á að halda sér í deildinni? „Já. Við erum búnir að vera spila mjög vel þó að úrslitin hafi ekki verið þau bestu. Það er eitthvað sem við verðum að vinna í. Við erum með mjög gott lið og höfum verið að spila erfiða leiki að undanförnu en við verðum að fara taka stig og síðan kemur það í ljós. Það er enn mikið eftir,“ sagði Birkir. Birkir, sem er búinn að spila 84 landsleiki og skora í þeim 13 mörk, er þýðingarmikill hlekkur í landsliðinu og þess vegna eru það góð tíðindi að hann sé að spila reglulega í ítölsku úrvalsdeildinni. „Ég var hálf meiddur þegar ég kom fyrst og var að vinna í því en ég er að komast í gott form og byrjaður að spila. Mér líður mjög vel og mér líst mjög vel á stöðuna.“ Um síðustu helgi var fjórum leikjum í úrvalsdeildinni frestað vegna kórónuveirunnar en leikur Brescia og Napolí fór fram og um helgina sækir Brescia, Sassuolo heim. Eins og staðan er núna verða engir áhorfendur á vellinum. „Þetta byrjaði mest fyrir utan okkar svæði en ég held að þetta sé eitthvað komið inn í okkar bæ líka. Hversu mikið veit ég ekki en Ítalarnir taka þessu mjög alvarlega.“ „Íslendingurinn í manni tekur þessu rólega og reynir að lifa sínu lífi. Svo gerist það sem gerist en maður passar að þvo á sér hendurnar.“ Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
EM 2020 í fótbolta Ítalski boltinn Sportpakkinn Tengdar fréttir Kórónuveiran farin að hafa áhrif á íslenska kvennalandsliðið í fótbolta Berglind Björg Þorvaldsdóttir verður ekki með íslenska kvennalandsliðinu á Pinatar Cup æfingamótinu á Spáni sem hefst í byrjun næsta mánaðar. 27. febrúar 2020 10:32 Lukaku og samherjar leika fyrir luktum dyrum vegna kórónaveirunnar Leikur Inter Milan og Ludogorets verður leikinn fyrir luktum dyrum vegna kórónaveirunnar er liðin mætast í Evrópudeildinni á fimmtudaginn. 25. febrúar 2020 12:30 Útilokar ekki að fresta Ólympíuleikunum um eitt ár Ólympíuleikunum sem eiga að fara fram í Tókýó í sumar verður frestað ef þess gerist þörf, segir Dick Pound, meðlimur stjórnar Alþjóðlega Ólympíuráðsins. 27. febrúar 2020 15:00 Toppslagur Inter og Juventus fer fram fyrir luktum dyrum Engir áhorfendur verða á Allianz vellinum í Tórínó þegar Inter tekur á móti Juventus í toppslag í ítölsku úrvalsdeildinni á sunnudagskvöldið. 25. febrúar 2020 14:09 Sportpakkinn: Kórónaveiran hefur mikil áhrif á næstu leiki Inter Engir áhorfendur verða á næstu tveimur leikjum Inter. 25. febrúar 2020 15:30 Mest lesið Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Fleiri fréttir Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sjá meira
Kórónuveiran farin að hafa áhrif á íslenska kvennalandsliðið í fótbolta Berglind Björg Þorvaldsdóttir verður ekki með íslenska kvennalandsliðinu á Pinatar Cup æfingamótinu á Spáni sem hefst í byrjun næsta mánaðar. 27. febrúar 2020 10:32
Lukaku og samherjar leika fyrir luktum dyrum vegna kórónaveirunnar Leikur Inter Milan og Ludogorets verður leikinn fyrir luktum dyrum vegna kórónaveirunnar er liðin mætast í Evrópudeildinni á fimmtudaginn. 25. febrúar 2020 12:30
Útilokar ekki að fresta Ólympíuleikunum um eitt ár Ólympíuleikunum sem eiga að fara fram í Tókýó í sumar verður frestað ef þess gerist þörf, segir Dick Pound, meðlimur stjórnar Alþjóðlega Ólympíuráðsins. 27. febrúar 2020 15:00
Toppslagur Inter og Juventus fer fram fyrir luktum dyrum Engir áhorfendur verða á Allianz vellinum í Tórínó þegar Inter tekur á móti Juventus í toppslag í ítölsku úrvalsdeildinni á sunnudagskvöldið. 25. febrúar 2020 14:09
Sportpakkinn: Kórónaveiran hefur mikil áhrif á næstu leiki Inter Engir áhorfendur verða á næstu tveimur leikjum Inter. 25. febrúar 2020 15:30