27 dagar í Rúmeníuleikinn: Þegar rúmenska stórstjarnan varð undir í baráttunni við Eið Smára Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2020 10:00 Eiður Smári Guðjohsen og Adrian Mutu. Samsett/Getty Einn af eftirminnilegustu „sigrum“ Íslendinga á Rúmenum var þegar kom í baráttunni um sæti í framlínu Chelsea liðsins á fyrsta áratug aldarinnar. Eiður Smári Guðjohnsen hélt þá sinni stöðu þótt að Chelsea eyddi miklum pening í rúmenskan framherja sem átti að taka við af íslenska landsliðsmanninum. Ísland tekur á móti Rúmeníu á Laugardalsvellinum í undanúrslitaleik í umspili um laust sæti á EM 2020 og sigurvegarinn kemst í hreinan úrslitaleik um sæti á EM. Vísir telur niður í leikinn með því að skoða betur þennan stærsta heimaleik í sögu íslenska landsliðsins eða líta til baka á söguleg tengsl þjóðanna á knattspyrnuvellinum. 12. ágúst 2003 borgaði Chelsea ítalska félaginu Parma 22,5 milljónir evra fyrir rúmenska framherjann Adrian Mutu og hann gerði fimm ára samning við Chelsea. Rússinn Roman Abramovich var nýbúinn að eignast Chelsea og dældi strax peningum inn í félagið. Adrian Mutu byrjaði frábærlega með Chelsea liðinu, skoraði sigurmark í fyrsta leik og alls fjögur mörk í fyrstu þremur leikjum sínum með Chelsea. Eiður Smári hafði skorað tíu deildarmörk tímabilið á undan en var kominn á bekkinn í fyrsta leik Mutu. Eiður Smári var aðeins fjórum sinnum í byrjunarliðinu í nítján deildarleikjum fram að áramótum. Adrian Mutu skoraði hins vegar aðeins 2 mörk í síðustu 22 leikjum sínum á leiktíðinni og var orðin algjör aukaleikari undir loka tímabilsins. Á sama tíma var Eiður Smári aftur orðinn fastagestur í Chelsea liðinu. Eiði Smára tókst að standast samkeppnina og gott betur. Adrian Mutu og Eiður Smári Guðjohnsen í leik með Chelsra á móti Arsenal.Getty/Mike Egerton Mótlætið fór greinilega illa í Adrian Mutu og í september 2004 þá var hann dæmdur í sjö mánaða bann eftir að kókaín fannst í blóði hans í lyfjaprófi. Mutu lenti síðan upp á kant við knattspyrnustjórann Jose Mourinho og Chelsea sagði á endanum upp samningnum við hann eftir að upp komst um kókaíneysluna. Adrian Mutu fór til Juventus og þaðan til Fiorentina þar sem hann átti sín bestu ár. Adrian Mutu lék einnig stórt hlutverk með rúmenska landsliðinu og er markahæsti leikmaður liðsins frá upphafi ásamt Gheorghe Hagi. Eiður Smári Guðjohnsen upplifði aftur á móti sína skemmtilegustu tíma á Brúnni eftir þetta því hann varð tvisvar sinnum enskur meistari með Chelsea áður en félagið seldi hann til spænska stórliðsins Barcelona haustið 2006. Ísland og Rúmenía mætast í umspili um laust sæti á EM 2020 á Laugardalsvelli 26. mars. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en sérstakur upphitunarþáttur fyrir leikinn verður á dagskrá 16. mars á Stöð 2 Sport. Adrian Mutu fagnar Eiði Smári Guðjohnsen.Getty/ Tony Marshall EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 29 dagar í Rúmeníuleikinn: Ársmiðahafarnir eru heppnustu menn dagsins Miðasala á leik Íslands og Rúmeníu í umspili undankeppni EM 2020 hefst í dag en aðeins útvaldir mega þó kaupa miða á leikinn í dag. 26. febrúar 2020 10:00 28 dagar í Rúmeníuleikinn: Nýr þjálfari Rúmena er aðeins einu ári eldri en Kári Árna Þjálfari Rúmena endaði sextán ára leikmannaferilinn sinn hjá liði þeirra Aron Einars Gunnarssonar og Heimis Hallgrímssonar í Katar. Ísland mætir rúmenska landsliðinu í umspili um sæti á EM 2020 eftir 28 daga. 27. febrúar 2020 10:00 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Mourinho strax kominn með nýtt starf Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sædís aftur í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Sjá meira
Einn af eftirminnilegustu „sigrum“ Íslendinga á Rúmenum var þegar kom í baráttunni um sæti í framlínu Chelsea liðsins á fyrsta áratug aldarinnar. Eiður Smári Guðjohnsen hélt þá sinni stöðu þótt að Chelsea eyddi miklum pening í rúmenskan framherja sem átti að taka við af íslenska landsliðsmanninum. Ísland tekur á móti Rúmeníu á Laugardalsvellinum í undanúrslitaleik í umspili um laust sæti á EM 2020 og sigurvegarinn kemst í hreinan úrslitaleik um sæti á EM. Vísir telur niður í leikinn með því að skoða betur þennan stærsta heimaleik í sögu íslenska landsliðsins eða líta til baka á söguleg tengsl þjóðanna á knattspyrnuvellinum. 12. ágúst 2003 borgaði Chelsea ítalska félaginu Parma 22,5 milljónir evra fyrir rúmenska framherjann Adrian Mutu og hann gerði fimm ára samning við Chelsea. Rússinn Roman Abramovich var nýbúinn að eignast Chelsea og dældi strax peningum inn í félagið. Adrian Mutu byrjaði frábærlega með Chelsea liðinu, skoraði sigurmark í fyrsta leik og alls fjögur mörk í fyrstu þremur leikjum sínum með Chelsea. Eiður Smári hafði skorað tíu deildarmörk tímabilið á undan en var kominn á bekkinn í fyrsta leik Mutu. Eiður Smári var aðeins fjórum sinnum í byrjunarliðinu í nítján deildarleikjum fram að áramótum. Adrian Mutu skoraði hins vegar aðeins 2 mörk í síðustu 22 leikjum sínum á leiktíðinni og var orðin algjör aukaleikari undir loka tímabilsins. Á sama tíma var Eiður Smári aftur orðinn fastagestur í Chelsea liðinu. Eiði Smára tókst að standast samkeppnina og gott betur. Adrian Mutu og Eiður Smári Guðjohnsen í leik með Chelsra á móti Arsenal.Getty/Mike Egerton Mótlætið fór greinilega illa í Adrian Mutu og í september 2004 þá var hann dæmdur í sjö mánaða bann eftir að kókaín fannst í blóði hans í lyfjaprófi. Mutu lenti síðan upp á kant við knattspyrnustjórann Jose Mourinho og Chelsea sagði á endanum upp samningnum við hann eftir að upp komst um kókaíneysluna. Adrian Mutu fór til Juventus og þaðan til Fiorentina þar sem hann átti sín bestu ár. Adrian Mutu lék einnig stórt hlutverk með rúmenska landsliðinu og er markahæsti leikmaður liðsins frá upphafi ásamt Gheorghe Hagi. Eiður Smári Guðjohnsen upplifði aftur á móti sína skemmtilegustu tíma á Brúnni eftir þetta því hann varð tvisvar sinnum enskur meistari með Chelsea áður en félagið seldi hann til spænska stórliðsins Barcelona haustið 2006. Ísland og Rúmenía mætast í umspili um laust sæti á EM 2020 á Laugardalsvelli 26. mars. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en sérstakur upphitunarþáttur fyrir leikinn verður á dagskrá 16. mars á Stöð 2 Sport. Adrian Mutu fagnar Eiði Smári Guðjohnsen.Getty/ Tony Marshall
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 29 dagar í Rúmeníuleikinn: Ársmiðahafarnir eru heppnustu menn dagsins Miðasala á leik Íslands og Rúmeníu í umspili undankeppni EM 2020 hefst í dag en aðeins útvaldir mega þó kaupa miða á leikinn í dag. 26. febrúar 2020 10:00 28 dagar í Rúmeníuleikinn: Nýr þjálfari Rúmena er aðeins einu ári eldri en Kári Árna Þjálfari Rúmena endaði sextán ára leikmannaferilinn sinn hjá liði þeirra Aron Einars Gunnarssonar og Heimis Hallgrímssonar í Katar. Ísland mætir rúmenska landsliðinu í umspili um sæti á EM 2020 eftir 28 daga. 27. febrúar 2020 10:00 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Mourinho strax kominn með nýtt starf Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sædís aftur í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Sjá meira
29 dagar í Rúmeníuleikinn: Ársmiðahafarnir eru heppnustu menn dagsins Miðasala á leik Íslands og Rúmeníu í umspili undankeppni EM 2020 hefst í dag en aðeins útvaldir mega þó kaupa miða á leikinn í dag. 26. febrúar 2020 10:00
28 dagar í Rúmeníuleikinn: Nýr þjálfari Rúmena er aðeins einu ári eldri en Kári Árna Þjálfari Rúmena endaði sextán ára leikmannaferilinn sinn hjá liði þeirra Aron Einars Gunnarssonar og Heimis Hallgrímssonar í Katar. Ísland mætir rúmenska landsliðinu í umspili um sæti á EM 2020 eftir 28 daga. 27. febrúar 2020 10:00
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann