Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þór Ak. 107-86 | Stjörnumenn aftur á sigurbraut Andri Már Eggertsson skrifar 1. mars 2020 22:00 Nikolas Tomsick var stigahæstur í liði Stjörnunnar. Vísir/Bára Dominos deild karla er farinn af stað eftir langt hlé. Bikarmeistarar Stjörnunar fengu Þór Akureyri í heimsókn í kvöld. Gestirnir frá Akureyri byrjuð leikinn af krafti og voru komnir fljótlega með sjö stiga forskot. Stjarnan brást við með 12 - 0 viðsnúning Ægir Þór Steinarsson var öflugur í þessum viðsnúningi Stjörnunar. Restin af fyrsta leikhluta leiddi síðan Stjarnan en Þór var ekki langt á eftir og endaði fyrsti leikhluti á flautu þristi frá Tómasi Hilmarssyni. Jafnræði var með liðunnum lungað af öðrum leikhluta. Þór jafnar leikinn í stöðuna 39 -39. Stjarnan kom þá með rosalega sveiflu og hleður í 12 - 0 kafla þar sem útlendingarnir Urald King og Kyle Johnson voru allt í öllu á báðum endum vallarins. Í hálfleik stóðu leikar 51 - 39 fyrir Stjörnuna og var útlitið ekki gott fyrir Þór Akureyri. Þórsarar voru ekki tilbúnir að kasta fram handklæðinu og komu þeir sterkir inn í seinni hálfleik. Þór minnkar muninn í aðeins þrjú stig þegar seinni hálfleikur var tæplega hálfnaður. Þegar lítið var eftir af 3 leikhluta virtist krafturinn fara úr Þórs liðinu og Stjörnu menn gengu á lagið og settu fjóra þrista í röð og voru komnir með heldur þægilegt forskot þegar leikhlutinn kláraðist. Seinustu tíu mínútur leiksins voru heldur óspennandi. Stjarnan voru frábærir í öllum sínum aðgerðum og voru þeir með öll tök á leiknum. Leikurinn endaði í stórsigri Stjörnunar 107 - 86.Af hverju vann Stjarnan?Stjarnan sýndi styrk sinn þegar leið á leikinn. Barátta Stjörnunar inn í teignum skilaði sér í mörgum fráköstum enduðu þeir á að taka fimmtán fleiri fráköst en Þórsarar. Stjarnan hitti vel úr sínum þriggja stiga skotum í seinni hálfleik og var þetta aldrei spurning hver myndi vinna þegar líða tók á leikinn.Hverjir stóðu upp úr?Sem fyrr var Nikolas Tomsick frábær í liði Stjörnunar hann setti niður góða þrista á mikilvægum augnablikum og endaði leikinn með 23 stig. Urald King var góður á báðum endum vallarins hann skoraði 18 stig, tók 9 fráköst og var með 3 varða bolta. Í liði Þórs var Mantas Vrbalas góður hann setti 17 stig, tók 8 fráköst og varði 3 skot.Hvað gekk illa?Þór áttu í vandræðum með sóknarleik Stjörnunar. Stjarnan fengu mörg auðveld þriggjastiga skot sem þeir nýttu vel. Þór var undir í allri frákasta baráttu sem gerði Stjörnunni auðvelt fyrir sóknarlega að komast að hringnum fá villur og setja niður sniðskot.Hvað gerist næst?Nú er hafið ákveðið hraðmót þar sem síðustu leikir deildarinar verða kláraðir í þessum mánuði. Stjarnan mætir næst KR í hörkuleik í Vesturbænum. Þór Akureyri er enn að berjast fyrir lífi sínu í Dominos deildinni. Valur fer norður í næstu umferð í sannkallaðan fjögurra stiga leik. Liðin geta haft sætisskipti með sigri Þórs þar sem þeir eiga innbyrðis stöðuna á Val. Arnar var stuttorður eftir leik.vísir/bára Arnar: Náðum að sprengja leikinn upp „Tölurnar segja ekki allt við vorum í basli framan af og náðum síðan að sprengja leikinn upp,“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn gegn Þór. Stjarnan átti góða syrpu undir lok 3 leikhluta sem Arnar var ánægður með hann fannst sitt lið byrja báða hálfleikana mjög illa. „Við töpuðum boltanum mikið í fyrri hálfleik. Þriggja stiga skotin fóru ofan í hjá okkur og við fundum taktinn“ sagði Arnar. Arnar var nokkru sinum ósáttur út í dómara leiksins og þurfti oft á tíðum að ræða við þá og uppskar eina tækni villu. Arnar vildi hins vegar ekki tjá sig um dómgæslu leiksins eftir leik. Strákarnir hans Lárusar hafa tapað fjórum leikjum í röð.vísir/bára Lárus: Næsti leikur er úrslitaleikur fyrir félagið „Þetta var stórt tap en við vorum inn í þessu megnið af leiknum en síðan slökktu þeir í okkur með þriggja stiga skotum þegar við vorum að reyna koma til baka,“ sagði Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, eftir tapið fyrir Stjörnunni. Stjarnan voru heldur sterkari en Þórs liðið í allri frákasta baráttu og nefnir Lárus að þeir lögðu upp með fyrirleik að ef þeir ætla koma í Garðabæinn og fá eitthvað úr leiknum urðu þeir að hafa betur enn þeir í fráköstunum og ef mótherjinn fær tvo til þrjá sénsa í hverri sókn þá áttu aldrei möguleika. Þór á mikilvægan leik næst þegar þeir fá Val norður og geta með sigri komið sér úr fallsæti. „Þetta verður blóðug barátta. Leikur sem skiptir öllu máli fyrir bæði lið og skora ég á alla Akureyringa að mæta og troðfylla húsið,“ sagði Lárus. Dominos-deild karla
Dominos deild karla er farinn af stað eftir langt hlé. Bikarmeistarar Stjörnunar fengu Þór Akureyri í heimsókn í kvöld. Gestirnir frá Akureyri byrjuð leikinn af krafti og voru komnir fljótlega með sjö stiga forskot. Stjarnan brást við með 12 - 0 viðsnúning Ægir Þór Steinarsson var öflugur í þessum viðsnúningi Stjörnunar. Restin af fyrsta leikhluta leiddi síðan Stjarnan en Þór var ekki langt á eftir og endaði fyrsti leikhluti á flautu þristi frá Tómasi Hilmarssyni. Jafnræði var með liðunnum lungað af öðrum leikhluta. Þór jafnar leikinn í stöðuna 39 -39. Stjarnan kom þá með rosalega sveiflu og hleður í 12 - 0 kafla þar sem útlendingarnir Urald King og Kyle Johnson voru allt í öllu á báðum endum vallarins. Í hálfleik stóðu leikar 51 - 39 fyrir Stjörnuna og var útlitið ekki gott fyrir Þór Akureyri. Þórsarar voru ekki tilbúnir að kasta fram handklæðinu og komu þeir sterkir inn í seinni hálfleik. Þór minnkar muninn í aðeins þrjú stig þegar seinni hálfleikur var tæplega hálfnaður. Þegar lítið var eftir af 3 leikhluta virtist krafturinn fara úr Þórs liðinu og Stjörnu menn gengu á lagið og settu fjóra þrista í röð og voru komnir með heldur þægilegt forskot þegar leikhlutinn kláraðist. Seinustu tíu mínútur leiksins voru heldur óspennandi. Stjarnan voru frábærir í öllum sínum aðgerðum og voru þeir með öll tök á leiknum. Leikurinn endaði í stórsigri Stjörnunar 107 - 86.Af hverju vann Stjarnan?Stjarnan sýndi styrk sinn þegar leið á leikinn. Barátta Stjörnunar inn í teignum skilaði sér í mörgum fráköstum enduðu þeir á að taka fimmtán fleiri fráköst en Þórsarar. Stjarnan hitti vel úr sínum þriggja stiga skotum í seinni hálfleik og var þetta aldrei spurning hver myndi vinna þegar líða tók á leikinn.Hverjir stóðu upp úr?Sem fyrr var Nikolas Tomsick frábær í liði Stjörnunar hann setti niður góða þrista á mikilvægum augnablikum og endaði leikinn með 23 stig. Urald King var góður á báðum endum vallarins hann skoraði 18 stig, tók 9 fráköst og var með 3 varða bolta. Í liði Þórs var Mantas Vrbalas góður hann setti 17 stig, tók 8 fráköst og varði 3 skot.Hvað gekk illa?Þór áttu í vandræðum með sóknarleik Stjörnunar. Stjarnan fengu mörg auðveld þriggjastiga skot sem þeir nýttu vel. Þór var undir í allri frákasta baráttu sem gerði Stjörnunni auðvelt fyrir sóknarlega að komast að hringnum fá villur og setja niður sniðskot.Hvað gerist næst?Nú er hafið ákveðið hraðmót þar sem síðustu leikir deildarinar verða kláraðir í þessum mánuði. Stjarnan mætir næst KR í hörkuleik í Vesturbænum. Þór Akureyri er enn að berjast fyrir lífi sínu í Dominos deildinni. Valur fer norður í næstu umferð í sannkallaðan fjögurra stiga leik. Liðin geta haft sætisskipti með sigri Þórs þar sem þeir eiga innbyrðis stöðuna á Val. Arnar var stuttorður eftir leik.vísir/bára Arnar: Náðum að sprengja leikinn upp „Tölurnar segja ekki allt við vorum í basli framan af og náðum síðan að sprengja leikinn upp,“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn gegn Þór. Stjarnan átti góða syrpu undir lok 3 leikhluta sem Arnar var ánægður með hann fannst sitt lið byrja báða hálfleikana mjög illa. „Við töpuðum boltanum mikið í fyrri hálfleik. Þriggja stiga skotin fóru ofan í hjá okkur og við fundum taktinn“ sagði Arnar. Arnar var nokkru sinum ósáttur út í dómara leiksins og þurfti oft á tíðum að ræða við þá og uppskar eina tækni villu. Arnar vildi hins vegar ekki tjá sig um dómgæslu leiksins eftir leik. Strákarnir hans Lárusar hafa tapað fjórum leikjum í röð.vísir/bára Lárus: Næsti leikur er úrslitaleikur fyrir félagið „Þetta var stórt tap en við vorum inn í þessu megnið af leiknum en síðan slökktu þeir í okkur með þriggja stiga skotum þegar við vorum að reyna koma til baka,“ sagði Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, eftir tapið fyrir Stjörnunni. Stjarnan voru heldur sterkari en Þórs liðið í allri frákasta baráttu og nefnir Lárus að þeir lögðu upp með fyrirleik að ef þeir ætla koma í Garðabæinn og fá eitthvað úr leiknum urðu þeir að hafa betur enn þeir í fráköstunum og ef mótherjinn fær tvo til þrjá sénsa í hverri sókn þá áttu aldrei möguleika. Þór á mikilvægan leik næst þegar þeir fá Val norður og geta með sigri komið sér úr fallsæti. „Þetta verður blóðug barátta. Leikur sem skiptir öllu máli fyrir bæði lið og skora ég á alla Akureyringa að mæta og troðfylla húsið,“ sagði Lárus.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti