Stór dagur hjá Rúnari Rúnarssyni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. ágúst 2020 12:06 Rúnar Rúnarsson á kvikmyndahátíðinni Seminci á Spáni þar sem hann var valinn besti leikstjórinn. Getty/Juan Naharro Gimenez Rúnar Rúnarsson á möguleika á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum og Kvikmyndaverðlaunum Norðurlandaráðs í ár fyrir kvikmyndina Bergmál. Evrópsku kvikmyndaverðlaunin verða afhent í Hörpu í Reykjavík í ár og fara þau fram þann 12. desember næstkomandi. Í dag var birtur listi yfir 32 kvikmyndir sem koma til greina í vali dómnefndar. Íslendingar tóku þátt í tveimur þessara mynda. Endanlegar tilnefningar verða síðan tilkynntar þann 7. nóvember. Kvikmyndin Bergmál komst á listann í forvali verðlaunanna í ár. Rúnar skrifaði handritið og er einnig leikstjóri myndarinnar. Kvikmyndin Between Heaven and Earth er einnig á listanum en á meðal framleiðanda eru Elísabet Rónaldsdóttir, Eggert Ketilsson og Fahad Falur Jabali. Í dag var einnig tilkynnt hvaða fimm kvikmyndir eru tilnefndar til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2020. Bergmál er þar tilnefnd fyrir hönd Íslands en tilkynnt var um þetta á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Haugasundi í dag. Handhafi verðlaunanna verður kynntur í Reykjavík þann 27. október í tengslum við þing Norðurlandaráðs. Rúnar, Lilja Ósk Snorradóttir og Live Hide eru framleiðendur Bergmáls. Verðlaunaféð nemur 350 þúsundum danskra króna og skipta handritshöfundur, leikstjóri og framleiðandi upphæðinni á milli sín samkvæmt tilkynningu á vef Norðurlandaráðs. Bergmál vann til alþjóðlegra verðlauna á kvikmyndahátíðinni Locarno.Nimbus Iceland Rúnar hefur hlotið mikið lof fyrir Bergmál, á ensku Echo, og hann hefur meðal annars hlotið verðlaun fyrir bestu leikstjórn á Seminci, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Valladolid á Spáni. Hún mælist einnig vel fyrir hjá gagnrýnendum, þar á meðal í The Guardian fyrr í mánuðinum. Bergmál er kvikmynd þar sem örsögur úr samtímanum fléttast saman á ljóðrænan hátt og mynda samtímaspegil frá Íslandi í aðdraganda jóla. Menning Kvikmyndagerð á Íslandi Evrópsku kvikmyndaverðlaunin Tengdar fréttir Rúnar fær verðlaun á Spáni fyrir leikstjórn Um síðustu helgi lauk Seminci, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Valladolid á Spáni, sem er ein stærsta hátíðin á Spáni og var haldin í sextugasta og fjórða sinn í ár. 1. nóvember 2019 15:30 Bergmál Rúnars Rúnarssonar vann til alþjóðlegra kvikmyndaverðlauna Bergmál, ný kvikmynd Rúnars Rúnarssonar leikstjóra, vann til verðlauna á kvikmyndahátíðinni Locarno í Sviss. 17. ágúst 2019 16:36 Arctic og Bergmál á kvikmyndahátíðinni í Cannes Kvikmyndirnar Arctic og Bergmál hafa verið valdar til þátttöku á kvikmyndahátíðina í Cannes. 13. apríl 2018 16:15 Evrópsku kvikmyndaverðlaunin í Reykjavík árið 2020 Verðlaunahátíð Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna verður haldin í Hörpu í Reykjavík í desember árið 2020. 28. febrúar 2019 07:57 Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Rúnar Rúnarsson á möguleika á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum og Kvikmyndaverðlaunum Norðurlandaráðs í ár fyrir kvikmyndina Bergmál. Evrópsku kvikmyndaverðlaunin verða afhent í Hörpu í Reykjavík í ár og fara þau fram þann 12. desember næstkomandi. Í dag var birtur listi yfir 32 kvikmyndir sem koma til greina í vali dómnefndar. Íslendingar tóku þátt í tveimur þessara mynda. Endanlegar tilnefningar verða síðan tilkynntar þann 7. nóvember. Kvikmyndin Bergmál komst á listann í forvali verðlaunanna í ár. Rúnar skrifaði handritið og er einnig leikstjóri myndarinnar. Kvikmyndin Between Heaven and Earth er einnig á listanum en á meðal framleiðanda eru Elísabet Rónaldsdóttir, Eggert Ketilsson og Fahad Falur Jabali. Í dag var einnig tilkynnt hvaða fimm kvikmyndir eru tilnefndar til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2020. Bergmál er þar tilnefnd fyrir hönd Íslands en tilkynnt var um þetta á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Haugasundi í dag. Handhafi verðlaunanna verður kynntur í Reykjavík þann 27. október í tengslum við þing Norðurlandaráðs. Rúnar, Lilja Ósk Snorradóttir og Live Hide eru framleiðendur Bergmáls. Verðlaunaféð nemur 350 þúsundum danskra króna og skipta handritshöfundur, leikstjóri og framleiðandi upphæðinni á milli sín samkvæmt tilkynningu á vef Norðurlandaráðs. Bergmál vann til alþjóðlegra verðlauna á kvikmyndahátíðinni Locarno.Nimbus Iceland Rúnar hefur hlotið mikið lof fyrir Bergmál, á ensku Echo, og hann hefur meðal annars hlotið verðlaun fyrir bestu leikstjórn á Seminci, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Valladolid á Spáni. Hún mælist einnig vel fyrir hjá gagnrýnendum, þar á meðal í The Guardian fyrr í mánuðinum. Bergmál er kvikmynd þar sem örsögur úr samtímanum fléttast saman á ljóðrænan hátt og mynda samtímaspegil frá Íslandi í aðdraganda jóla.
Menning Kvikmyndagerð á Íslandi Evrópsku kvikmyndaverðlaunin Tengdar fréttir Rúnar fær verðlaun á Spáni fyrir leikstjórn Um síðustu helgi lauk Seminci, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Valladolid á Spáni, sem er ein stærsta hátíðin á Spáni og var haldin í sextugasta og fjórða sinn í ár. 1. nóvember 2019 15:30 Bergmál Rúnars Rúnarssonar vann til alþjóðlegra kvikmyndaverðlauna Bergmál, ný kvikmynd Rúnars Rúnarssonar leikstjóra, vann til verðlauna á kvikmyndahátíðinni Locarno í Sviss. 17. ágúst 2019 16:36 Arctic og Bergmál á kvikmyndahátíðinni í Cannes Kvikmyndirnar Arctic og Bergmál hafa verið valdar til þátttöku á kvikmyndahátíðina í Cannes. 13. apríl 2018 16:15 Evrópsku kvikmyndaverðlaunin í Reykjavík árið 2020 Verðlaunahátíð Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna verður haldin í Hörpu í Reykjavík í desember árið 2020. 28. febrúar 2019 07:57 Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Rúnar fær verðlaun á Spáni fyrir leikstjórn Um síðustu helgi lauk Seminci, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Valladolid á Spáni, sem er ein stærsta hátíðin á Spáni og var haldin í sextugasta og fjórða sinn í ár. 1. nóvember 2019 15:30
Bergmál Rúnars Rúnarssonar vann til alþjóðlegra kvikmyndaverðlauna Bergmál, ný kvikmynd Rúnars Rúnarssonar leikstjóra, vann til verðlauna á kvikmyndahátíðinni Locarno í Sviss. 17. ágúst 2019 16:36
Arctic og Bergmál á kvikmyndahátíðinni í Cannes Kvikmyndirnar Arctic og Bergmál hafa verið valdar til þátttöku á kvikmyndahátíðina í Cannes. 13. apríl 2018 16:15
Evrópsku kvikmyndaverðlaunin í Reykjavík árið 2020 Verðlaunahátíð Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna verður haldin í Hörpu í Reykjavík í desember árið 2020. 28. febrúar 2019 07:57