Fyrirgefðu, Hlynur en við sváfum á verðinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2020 13:00 Hlynur Bæringsson er hér búinn að taka eitt af þrjú þúsund fráköstum sínum í úrvalsdeild karla. Vísir/Vilhelm Hlynur Bæringsson er besti frákastari sem íslenskur körfubolti hefur alið og nú er það staðfest með tölfræðinni. Reyndar næstum því einu ári of seint en betra seint en aldrei. Þegar tölfræði úrvalsdeildarinnar var skoðuð betur kom í ljós að Hlynur sló frákastamet Guðmundar Bragasonar í úrvalsdeild karla í lok síðasta tímabils. Hann hafði áður aðeins verið sá þriðji í sögunni til að taka yfir þrjú þúsund fráköst í deildarkeppninni. Körfuknattleikssambandið hefur verið í fararbroddi hvað varðar tölfræðiskráningu en glímir enn við það vandamál að geta ekki tengt saman gamla og nýja tímann. Það þarf því að leggja saman tölur úr mismunandi gagnagrunnum til að fá heildartölur þeirra leikmanna sem hafa leikið lengst í deildinni. Þetta er skýring en ekki afsökun fyrir því að körfuboltaheimurinn missti af tímamótum Hlyns Bæringssonar á síðasta tímabili. Undirritaður fór að skoða tölur Hlyns betur eftir athyglisvert tölfræðispjall við þjálfara Hlyns hjá Stjörnunni, Arnar Guðjónsson. Arnar velti þar fyrir sér stöðu Hlyns Bæringssonar á frákastalistanum og ég vissi ekki betur en hann væri ekki búinn að ná Guðmundi. Allt annað kom hins vegar í ljós. Hlynur Bæringsson.Vísir/Bára Þegar gömlur tölurnar eru skoðaðar frá fyrstu árum Hlyns í úrvalsdeildinni þá kemur í ljós að Hlynur tók 2528 fráköst í 241 leik áður en hann fór út til Svíþjóðar í atvinnumennsku eða 10,5 fráköst í leik. Hlynur kom aftur heim fyrir 2016-17 tímabilið og gekk þá til liðs við Stjörnuna. Hlynur hefur tekið 904 fráköst í 79 leikjum undanfarin fjögur tímabil eða 11,4 í leik. Það gerir samtals 3432 fráköst í 320 leikjum eða 10,7 fráköst að meðaltali í leik. Hlynur er þegar kominn með 139 fráköst á þessu tímabili. Guðmundur Bragason tók alls 3260 fráköst í 348 leikjum eða 9,4 fráköst að meðaltali í leik. Þriðji maðurinn til að taka yfir þrjú þúsund fráköst í deildarkeppninni er síðan Friðrik Stefánsson sem tók 3212 fráköst í 359 deildarleik á sínum ferli. Hlynur Bæringsson sló frákastamet Guðmundar í leik á móti Njarðvík í Garðabænum 4. mars í fyrra. Hlynur tók 7 fráköst í leiknum en þurfti þrjú fráköst til að bæta metið. Það væri kannski vel við hæfi að verðlauna Hlyn þegar hann nær öðru frákastameti. Guðmundur Bragason er nefnilega enn með 43 fleiri sóknarfráköst en Hlynur. Hlynur á því enn nokkuð í land að ná fleiri sóknarfráköstum en Grindvíkingurinn og þeir fjórir leikir sem eru eftir af deildarkeppninni í ár duga nú varla. Hlynur þarf því að taka annað tímabil til að ná því meti af Guðmundi og miðað við formið á kappanum í vetur myndu allir fagna því. Vísir/Bára Flest fráköst í úrvalsdeild karla: 1. Hlynur Bæringsson 3432 2. Guðmundur Bragason 3260 3. Friðrik Stefánsson 3212 4. Ómar Örn Sævarsson 2847 5. John Kevin Rhodes 2548 6. Páll Axel Vilbergsson 2471 7. Rondey Robinson 2455Fráköst Hlyns Bæringssonar eftir tímabilum: 1997-1998 Skallagrímur 13 (0,8 í leik) 1998-1999 Skallagrímur 135 (6,4) 1999-2000 Skallagrímur 203 (9,2) 2000-2001 Skallagrímur 142 (12,9) 2001-2002 Skallagrímur 225 (10,2) 2002-2003 Snæfell 244 (12,2) 2003-2004 Snæfell 261 (11,9) 2004-2005 Snæfell 225 (10,2) 2006-2007 Snæfell 254 (11,5) 2007-2008 Snæfell 267 (12,1) 2008-2009 Snæfell 256 (12,2) 2009-2010 Snæfell 303 (15,2) 2016-2017 Stjarnan 282 (12,8) 2017-2018 Stjarnan 275 (12,5) 2018-2019 Stjarnan 208 (9,5) 2019-2020 Stjarnan 139 (10,7) Dominos-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Sjá meira
Hlynur Bæringsson er besti frákastari sem íslenskur körfubolti hefur alið og nú er það staðfest með tölfræðinni. Reyndar næstum því einu ári of seint en betra seint en aldrei. Þegar tölfræði úrvalsdeildarinnar var skoðuð betur kom í ljós að Hlynur sló frákastamet Guðmundar Bragasonar í úrvalsdeild karla í lok síðasta tímabils. Hann hafði áður aðeins verið sá þriðji í sögunni til að taka yfir þrjú þúsund fráköst í deildarkeppninni. Körfuknattleikssambandið hefur verið í fararbroddi hvað varðar tölfræðiskráningu en glímir enn við það vandamál að geta ekki tengt saman gamla og nýja tímann. Það þarf því að leggja saman tölur úr mismunandi gagnagrunnum til að fá heildartölur þeirra leikmanna sem hafa leikið lengst í deildinni. Þetta er skýring en ekki afsökun fyrir því að körfuboltaheimurinn missti af tímamótum Hlyns Bæringssonar á síðasta tímabili. Undirritaður fór að skoða tölur Hlyns betur eftir athyglisvert tölfræðispjall við þjálfara Hlyns hjá Stjörnunni, Arnar Guðjónsson. Arnar velti þar fyrir sér stöðu Hlyns Bæringssonar á frákastalistanum og ég vissi ekki betur en hann væri ekki búinn að ná Guðmundi. Allt annað kom hins vegar í ljós. Hlynur Bæringsson.Vísir/Bára Þegar gömlur tölurnar eru skoðaðar frá fyrstu árum Hlyns í úrvalsdeildinni þá kemur í ljós að Hlynur tók 2528 fráköst í 241 leik áður en hann fór út til Svíþjóðar í atvinnumennsku eða 10,5 fráköst í leik. Hlynur kom aftur heim fyrir 2016-17 tímabilið og gekk þá til liðs við Stjörnuna. Hlynur hefur tekið 904 fráköst í 79 leikjum undanfarin fjögur tímabil eða 11,4 í leik. Það gerir samtals 3432 fráköst í 320 leikjum eða 10,7 fráköst að meðaltali í leik. Hlynur er þegar kominn með 139 fráköst á þessu tímabili. Guðmundur Bragason tók alls 3260 fráköst í 348 leikjum eða 9,4 fráköst að meðaltali í leik. Þriðji maðurinn til að taka yfir þrjú þúsund fráköst í deildarkeppninni er síðan Friðrik Stefánsson sem tók 3212 fráköst í 359 deildarleik á sínum ferli. Hlynur Bæringsson sló frákastamet Guðmundar í leik á móti Njarðvík í Garðabænum 4. mars í fyrra. Hlynur tók 7 fráköst í leiknum en þurfti þrjú fráköst til að bæta metið. Það væri kannski vel við hæfi að verðlauna Hlyn þegar hann nær öðru frákastameti. Guðmundur Bragason er nefnilega enn með 43 fleiri sóknarfráköst en Hlynur. Hlynur á því enn nokkuð í land að ná fleiri sóknarfráköstum en Grindvíkingurinn og þeir fjórir leikir sem eru eftir af deildarkeppninni í ár duga nú varla. Hlynur þarf því að taka annað tímabil til að ná því meti af Guðmundi og miðað við formið á kappanum í vetur myndu allir fagna því. Vísir/Bára Flest fráköst í úrvalsdeild karla: 1. Hlynur Bæringsson 3432 2. Guðmundur Bragason 3260 3. Friðrik Stefánsson 3212 4. Ómar Örn Sævarsson 2847 5. John Kevin Rhodes 2548 6. Páll Axel Vilbergsson 2471 7. Rondey Robinson 2455Fráköst Hlyns Bæringssonar eftir tímabilum: 1997-1998 Skallagrímur 13 (0,8 í leik) 1998-1999 Skallagrímur 135 (6,4) 1999-2000 Skallagrímur 203 (9,2) 2000-2001 Skallagrímur 142 (12,9) 2001-2002 Skallagrímur 225 (10,2) 2002-2003 Snæfell 244 (12,2) 2003-2004 Snæfell 261 (11,9) 2004-2005 Snæfell 225 (10,2) 2006-2007 Snæfell 254 (11,5) 2007-2008 Snæfell 267 (12,1) 2008-2009 Snæfell 256 (12,2) 2009-2010 Snæfell 303 (15,2) 2016-2017 Stjarnan 282 (12,8) 2017-2018 Stjarnan 275 (12,5) 2018-2019 Stjarnan 208 (9,5) 2019-2020 Stjarnan 139 (10,7)
Dominos-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Sjá meira