Bashir verður sendur til Haag Samúel Karl Ólason skrifar 11. febrúar 2020 15:53 Omar al-Bashir stjórnaði Súdan með harðri hendi um árabil. Vísir/AP Embættismenn í Súdan segja að Omar al-Bashir og aðrir fyrrverandi embættismenn í ríkisstjórn hans, verði framseldir til Alþjóðlega sakadómstólsins (ICC). Bashir hefur verið ákærður fyrir þjóðarmorð, stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu vegna fjöldamorða og ódæði í Darfur. Honum var velt úr sessi af hernum eftir umfangsmikil mótmæli í fyrra og hefur setið í fangelsi síðan. Minnst 300 þúsund manns dóu í átökunum í Darfur árið 2003. Um 2,5 milljónir manna þurftu að yfirgefa heimili sín. Ekki liggur fyrir hvenær Bashir verður sendur til Haag en starfsstjórn Súdan á eftir að skrifa undir Rómarsamþykktina um stofnun dómstólsins áður en hægt er verður að framselja forsetann fyrrverandi og aðra. Ákvörðunin var tekin í tengslum við friðarviðræður starfsstjórnarinnar við uppreisnarmenn í Darfur „Réttlæti verður ekki náð ef við græðum ekki gömul sár,“ sagði Hassan Eltaish, talsmaður stjórnarinnar. „Við samþykktum að allir þeir sem eiga handtökuskipun yfir höfði sér verði sendir fyrir Alþjóðlega sakamáladómstólinn.“ Hann nefndi Bashir ekki sérstaklega á nafn en hann var ákærður árið 2009. Bashir náði völdum í Súdan árið 1989 og stjórnaði ríkinu með harðri hendi. Hann var fyrsti maðurinn til að vera ákærður af ICC fyrir þjóðarmorð. Auk hans voru tveir aðrir háttsettir meðlimir í ríkisstjórn hans ákærðir. Abdeil-Rahim Muhammad Hussein, sem var innanríkis- og varnarmálaráðherra Súdan, og Ahmed Haroun, sem var háttsettur meðal öryggissveita Súdan. Bashir var um langt skeið talinn táknmynd vanmáttar Alþjóðlega sakamáladómstólsins þar sem hann ferðaðist víða um heim og var ekki handtekinn, þrátt fyrir að fara til landa sem eru aðilar að Rómarsamþykktinni. Súdan Tengdar fréttir Skrifað undir samkomulag herforingja og mótmælenda í Súdan Herforingjastjórnin í Súdan og mótmælendahreyfing almennings hafa undirritað samning um deilingu valda. 17. ágúst 2019 19:09 Súdan tekur skref í átt að lýðræði með skipan nýs forsætisráðherra Abdalla Hamdok hefur verið skipaður fimmtándi forsætisráðherra Súdan, ríkis sem hefur mátt þola erfiða, blóði drifna tíma undanfarið. Mótmælt hefur verið látlaust í ríkinu mánuði saman og hefur herforingjastjórnin tekið á mótmælendum af fullum krafti. 22. ágúst 2019 10:32 al-Bashir dæmdur í tveggja ára endurhæfingu vegna spillingar Omar al-Bashir, fyrrverandi forseti Súdan, hefur verið dæmdur til að afplána tveggja ára dóm í félagslegri endurhæfingarmiðstöð vegna spillingar. 14. desember 2019 14:49 Segir al-Bashir hafa þegið marga milljarða frá Sádi-Aröbum Súdanskur rannsóknarlögreglumaður bar í dag vitni fyrir dómi og sagði að Omar al-Bashir, fyrrverandi forseti Súdan, hafi þegið margar milljónir Bandaríkjadala í gjöf frá Sádi-Aröbum. 19. ágúst 2019 23:15 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Embættismenn í Súdan segja að Omar al-Bashir og aðrir fyrrverandi embættismenn í ríkisstjórn hans, verði framseldir til Alþjóðlega sakadómstólsins (ICC). Bashir hefur verið ákærður fyrir þjóðarmorð, stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu vegna fjöldamorða og ódæði í Darfur. Honum var velt úr sessi af hernum eftir umfangsmikil mótmæli í fyrra og hefur setið í fangelsi síðan. Minnst 300 þúsund manns dóu í átökunum í Darfur árið 2003. Um 2,5 milljónir manna þurftu að yfirgefa heimili sín. Ekki liggur fyrir hvenær Bashir verður sendur til Haag en starfsstjórn Súdan á eftir að skrifa undir Rómarsamþykktina um stofnun dómstólsins áður en hægt er verður að framselja forsetann fyrrverandi og aðra. Ákvörðunin var tekin í tengslum við friðarviðræður starfsstjórnarinnar við uppreisnarmenn í Darfur „Réttlæti verður ekki náð ef við græðum ekki gömul sár,“ sagði Hassan Eltaish, talsmaður stjórnarinnar. „Við samþykktum að allir þeir sem eiga handtökuskipun yfir höfði sér verði sendir fyrir Alþjóðlega sakamáladómstólinn.“ Hann nefndi Bashir ekki sérstaklega á nafn en hann var ákærður árið 2009. Bashir náði völdum í Súdan árið 1989 og stjórnaði ríkinu með harðri hendi. Hann var fyrsti maðurinn til að vera ákærður af ICC fyrir þjóðarmorð. Auk hans voru tveir aðrir háttsettir meðlimir í ríkisstjórn hans ákærðir. Abdeil-Rahim Muhammad Hussein, sem var innanríkis- og varnarmálaráðherra Súdan, og Ahmed Haroun, sem var háttsettur meðal öryggissveita Súdan. Bashir var um langt skeið talinn táknmynd vanmáttar Alþjóðlega sakamáladómstólsins þar sem hann ferðaðist víða um heim og var ekki handtekinn, þrátt fyrir að fara til landa sem eru aðilar að Rómarsamþykktinni.
Súdan Tengdar fréttir Skrifað undir samkomulag herforingja og mótmælenda í Súdan Herforingjastjórnin í Súdan og mótmælendahreyfing almennings hafa undirritað samning um deilingu valda. 17. ágúst 2019 19:09 Súdan tekur skref í átt að lýðræði með skipan nýs forsætisráðherra Abdalla Hamdok hefur verið skipaður fimmtándi forsætisráðherra Súdan, ríkis sem hefur mátt þola erfiða, blóði drifna tíma undanfarið. Mótmælt hefur verið látlaust í ríkinu mánuði saman og hefur herforingjastjórnin tekið á mótmælendum af fullum krafti. 22. ágúst 2019 10:32 al-Bashir dæmdur í tveggja ára endurhæfingu vegna spillingar Omar al-Bashir, fyrrverandi forseti Súdan, hefur verið dæmdur til að afplána tveggja ára dóm í félagslegri endurhæfingarmiðstöð vegna spillingar. 14. desember 2019 14:49 Segir al-Bashir hafa þegið marga milljarða frá Sádi-Aröbum Súdanskur rannsóknarlögreglumaður bar í dag vitni fyrir dómi og sagði að Omar al-Bashir, fyrrverandi forseti Súdan, hafi þegið margar milljónir Bandaríkjadala í gjöf frá Sádi-Aröbum. 19. ágúst 2019 23:15 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Skrifað undir samkomulag herforingja og mótmælenda í Súdan Herforingjastjórnin í Súdan og mótmælendahreyfing almennings hafa undirritað samning um deilingu valda. 17. ágúst 2019 19:09
Súdan tekur skref í átt að lýðræði með skipan nýs forsætisráðherra Abdalla Hamdok hefur verið skipaður fimmtándi forsætisráðherra Súdan, ríkis sem hefur mátt þola erfiða, blóði drifna tíma undanfarið. Mótmælt hefur verið látlaust í ríkinu mánuði saman og hefur herforingjastjórnin tekið á mótmælendum af fullum krafti. 22. ágúst 2019 10:32
al-Bashir dæmdur í tveggja ára endurhæfingu vegna spillingar Omar al-Bashir, fyrrverandi forseti Súdan, hefur verið dæmdur til að afplána tveggja ára dóm í félagslegri endurhæfingarmiðstöð vegna spillingar. 14. desember 2019 14:49
Segir al-Bashir hafa þegið marga milljarða frá Sádi-Aröbum Súdanskur rannsóknarlögreglumaður bar í dag vitni fyrir dómi og sagði að Omar al-Bashir, fyrrverandi forseti Súdan, hafi þegið margar milljónir Bandaríkjadala í gjöf frá Sádi-Aröbum. 19. ágúst 2019 23:15