Stjarnan hefur aldrei tapað í bikarúrslitum í Höllinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2020 15:30 Hlynur Elías Bæringsson lyfti bikarnum í fyrra. Vísir/Bára Stjörnumenn mæta í kvöld í Laugardalshöllina og eiga góða möguleika á því að halda þar áfram sigurgöngu sinni í bikarúrslitum. Leikurinn á móti Tindastól í Höllinni í kvöld verður sjötti leikur Stjörnunnar í bikarúrslitum í Höllinni og hinir fimm hafa allir unnist. Stjarnan vann bikarkeppnina í fyrra og er á toppi Domino´s deildarinnar í dag. Liðið vann fimmtán leiki í röð þar til að liðið steinlá í síðasta leik á móti Val. Undanúrslitaleikur Stjörnunnar og Tindastóls hefst klukkan 20.15 en á undan (Kl. 17.30) spila Grindavík og Fjölnir hinn undanúrslitaleikinn.Fyrsti bikarúrslitaleikur Stjörnumanna var fyrir ellefu árum síðan og þar innu Garðbæingar einn óvæntasta sigurinn í sögu bikarúrslitanna. Stjarnan vann þá 78-76 sigur á stórstjörnuliði KR-inga sem var meðal annars með þá Jón Arnór Stefánsson og Jakob Örn Sigurðarson á toppi síns ferils. Jovan Zdravevski var þá atkvæðamestur í Stjörnuliðinu með 23 stig, 11 fráköst og 5 stoðsendingar en Justin Shouse bætti við 22 stigum og 9 stoðsendingum. Kjartan Atli Kjartansson, núverandi umsjónarmaður Domino´s Körfuboltakvölds skoraði 11 stig í úrslitaleiknum eins og Fannar Freyr Helgason sem var líka með 19 fráköst. Justin Shouse varð þrisvar sinnum bikarmeistari með Stjörnunni.Mynd/Daníel Fjórum árum síðar komust Stjörnumenn aftur í bikarúrslitin og unnu þá tólf stiga sigur á Grindavík, 91-79. Jarrid Frye var þa langstigahæstur með 32 stig, Brian Mills skoraði 17 stig og svo voru þeir Jovan Zdravevski (15 stig) og Justin Shouse (14 stig og 9 stoðsendingar) áfram í stórum hlutverkum.Stjarnan vann síðan aftur tveggja stiga sigur á KR þegar liðin mættust í bikarúrslitaleiknum árið 2015. Justin Shouse náði þar að verða bikarmeistari með Stjörnunni í þriðja sinn en hann var með 19 stig og 10 stoðsendingar í bikaúrslitaleiknum. Jeremy Atkinson var hins vegar atkvæðamestur með 31 stig og 9 fráköst en Dagur Kár Jónsson skoraði síðan 14 stig.Stjörnumenn geta nú leikið eftir afrek sitt síðan í fyrra sem var í fyrsta sinn sem þeir komust í bikarúrslitin í Laugardalshöllinni síðan að undanúrslitaleikirnir urðu hluti af bikarúrslitunum. Stjarnan vann þá fjórtán stiga sigur á ÍR-ingum í undanúrslitunum og lék sér síðan að Njarðvíkurliðinu í bikarúrslitaleiknum sem Stjarnan vann 84-68. Brandon Rozzell var með 30 stig í bikarúrslitaleiknum og Hlynur Elías Bæringsson bauð upp á 13 stig og 14 fráköst. Einn allra besti maður vallarins var hins vegar Ægir Þór Steinarsson sem auk 8 stig og 8 stoðsendinga hélt aðalstjörnu Njarðvíkurliðsins, Elvari Má Friðrikssyni, í 8 stigum og 14 prósent skotnýtingu. Ægir Þór Steinarsson var frábær í bikarúrslitaleiknum í fyrra.Vísir/Bára Margir úr Stjörnuliðinu í fyrra fá nú tækifæri til að verða bikarmeistarar annað árið í röð. Hlynur Elías Bæringsson og Ægir Þór Steinarsson eru áfram í lykilhlutverkum og þeir Tómas Þórður Hilmarsson og Arnþór Freyr Guðmundsson eru líka áfram að skila mikilvægum mínútum. Dúi Þór Jónsson, Ingimundur Orri Jóhannsson og Ágúst Angantýsson voru líka með í bikarúrslitunum í fyrra. Það eru aftur á móti nýir erlendir leikmenn hjá Stjörnunni, því þeir Urald King, Nikolas Tomsick og Kyle Johnson eru á sínu fyrsta tímabili í Garðabænum. Landsliðsmaðurinn Gunnar Ólafsson kom síðan til liðsins um áramótin.Stjarnan í bikarúrslitum í Laugardalshöllinni: 2009 - Bikarúrslit - 78-76 sigur á KR 2013 - Bikarúrslit - 91-79 sigur á Grindavík 2015 - Bikarúrslit - 85-83 sigur á KR 2019 - Undanúrslit - 87-73 sigur á ÍR 2019 - Bikarúrslit - 84-68 sigur á Njarðvík Dominos-deild karla Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Sjá meira
Stjörnumenn mæta í kvöld í Laugardalshöllina og eiga góða möguleika á því að halda þar áfram sigurgöngu sinni í bikarúrslitum. Leikurinn á móti Tindastól í Höllinni í kvöld verður sjötti leikur Stjörnunnar í bikarúrslitum í Höllinni og hinir fimm hafa allir unnist. Stjarnan vann bikarkeppnina í fyrra og er á toppi Domino´s deildarinnar í dag. Liðið vann fimmtán leiki í röð þar til að liðið steinlá í síðasta leik á móti Val. Undanúrslitaleikur Stjörnunnar og Tindastóls hefst klukkan 20.15 en á undan (Kl. 17.30) spila Grindavík og Fjölnir hinn undanúrslitaleikinn.Fyrsti bikarúrslitaleikur Stjörnumanna var fyrir ellefu árum síðan og þar innu Garðbæingar einn óvæntasta sigurinn í sögu bikarúrslitanna. Stjarnan vann þá 78-76 sigur á stórstjörnuliði KR-inga sem var meðal annars með þá Jón Arnór Stefánsson og Jakob Örn Sigurðarson á toppi síns ferils. Jovan Zdravevski var þá atkvæðamestur í Stjörnuliðinu með 23 stig, 11 fráköst og 5 stoðsendingar en Justin Shouse bætti við 22 stigum og 9 stoðsendingum. Kjartan Atli Kjartansson, núverandi umsjónarmaður Domino´s Körfuboltakvölds skoraði 11 stig í úrslitaleiknum eins og Fannar Freyr Helgason sem var líka með 19 fráköst. Justin Shouse varð þrisvar sinnum bikarmeistari með Stjörnunni.Mynd/Daníel Fjórum árum síðar komust Stjörnumenn aftur í bikarúrslitin og unnu þá tólf stiga sigur á Grindavík, 91-79. Jarrid Frye var þa langstigahæstur með 32 stig, Brian Mills skoraði 17 stig og svo voru þeir Jovan Zdravevski (15 stig) og Justin Shouse (14 stig og 9 stoðsendingar) áfram í stórum hlutverkum.Stjarnan vann síðan aftur tveggja stiga sigur á KR þegar liðin mættust í bikarúrslitaleiknum árið 2015. Justin Shouse náði þar að verða bikarmeistari með Stjörnunni í þriðja sinn en hann var með 19 stig og 10 stoðsendingar í bikaúrslitaleiknum. Jeremy Atkinson var hins vegar atkvæðamestur með 31 stig og 9 fráköst en Dagur Kár Jónsson skoraði síðan 14 stig.Stjörnumenn geta nú leikið eftir afrek sitt síðan í fyrra sem var í fyrsta sinn sem þeir komust í bikarúrslitin í Laugardalshöllinni síðan að undanúrslitaleikirnir urðu hluti af bikarúrslitunum. Stjarnan vann þá fjórtán stiga sigur á ÍR-ingum í undanúrslitunum og lék sér síðan að Njarðvíkurliðinu í bikarúrslitaleiknum sem Stjarnan vann 84-68. Brandon Rozzell var með 30 stig í bikarúrslitaleiknum og Hlynur Elías Bæringsson bauð upp á 13 stig og 14 fráköst. Einn allra besti maður vallarins var hins vegar Ægir Þór Steinarsson sem auk 8 stig og 8 stoðsendinga hélt aðalstjörnu Njarðvíkurliðsins, Elvari Má Friðrikssyni, í 8 stigum og 14 prósent skotnýtingu. Ægir Þór Steinarsson var frábær í bikarúrslitaleiknum í fyrra.Vísir/Bára Margir úr Stjörnuliðinu í fyrra fá nú tækifæri til að verða bikarmeistarar annað árið í röð. Hlynur Elías Bæringsson og Ægir Þór Steinarsson eru áfram í lykilhlutverkum og þeir Tómas Þórður Hilmarsson og Arnþór Freyr Guðmundsson eru líka áfram að skila mikilvægum mínútum. Dúi Þór Jónsson, Ingimundur Orri Jóhannsson og Ágúst Angantýsson voru líka með í bikarúrslitunum í fyrra. Það eru aftur á móti nýir erlendir leikmenn hjá Stjörnunni, því þeir Urald King, Nikolas Tomsick og Kyle Johnson eru á sínu fyrsta tímabili í Garðabænum. Landsliðsmaðurinn Gunnar Ólafsson kom síðan til liðsins um áramótin.Stjarnan í bikarúrslitum í Laugardalshöllinni: 2009 - Bikarúrslit - 78-76 sigur á KR 2013 - Bikarúrslit - 91-79 sigur á Grindavík 2015 - Bikarúrslit - 85-83 sigur á KR 2019 - Undanúrslit - 87-73 sigur á ÍR 2019 - Bikarúrslit - 84-68 sigur á Njarðvík
Dominos-deild karla Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Sjá meira