Það þarf að fara meira en þrjátíu ár aftur í tímann til að finna Boston Celtics lið sem gerði það sem sem Boston liðið gerði í NBA-deildinni í körfubolta síðustu nótt.
Boston Celtics vann þá 144-133 sigur á Los Angeles Clippers í tvíframlengdum leik en það voru framlög byrjunarliðsmanna liðsins sem fékk tölfræðinga til að fletta sögubókunum.
Byrjunarliðsmenn Boston Celtics skoruðu 122 stig í leiknum í nótt eða 54 stigum meira en byrjunarliðsmenn Los Angeles Clippers.
The Celtics' starting 5 outscored the Clippers' starters 122-68 last night. The 122 points are the most by Celtics starters since Feb. 10, 1988.
— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 14, 2020
The Celtics' starting 5 that day: Larry Bird (39), Kevin McHale (27), Robert Parish (26), Danny Ainge (14) and Dennis Johnson (16). pic.twitter.com/LFd2vITCYf
Byrjunarliðsmenn Boston hafa ekki skorað 122 stig í leik síðan 10. febrúar 1988 en það var á ferðinni goðsagnakennt lið sem vann þrjá NBA-titla á árunum 1981 til 1986. Byrjunarliðið í þeim leik voru Larry Bird (39 stig), Kevin McHale (27), Robert Parish (26), Danny Ainge (14) og Dennis Johnson (16).
Að þessu sinni skiluðu þeir Jayson Tatum (39), Marcus Smart (31), Gordon Hayward (21), Kemba Walker (19) og Daniel Theis (12) saman 122 stigum.
Boston Celtics liðið lítur afar vel út þessa stundina, liðið er búið að vinna sjö heimaleiki í röð og átta af síðustu níu leikjum.
@jaytatum0 (39 PTS) goes 14-23 from the field to power the @celtics to the double-OT win! pic.twitter.com/fg1Rz9TuTs
— NBA (@NBA) February 14, 2020