Miles Bridges úr Charlotte Hornets var valinn maður leiksins þegar ungstirnaleikur NBA-deildarinnar fór fram.
Í leiknum mættust úrvalslið Bandaríkjanna og úrvalslið erlendra leikmanna í deildinni, en aðeins leikmenn á fyrsta eða öðru ári í deildinni voru gjaldgengir. Aðstoðarþjálfarar liðanna í deildinni völdu úrvalsliðin en Bandaríkjamenn fögnuðu sigri, 151-131.
Bridges skoraði 20 stig, tók fimm fráköst og átti fimm stoðsendingar og sýndi oft góð tilþrif.
MILES ISN’T PLAYING AROUND #NBARisingStarspic.twitter.com/MVMhmy1T9U
— NBA on TNT (@NBAonTNT) February 15, 2020
Luka Doncic og Trae Young tóku báðir þátt í leiknum en verða einnig með í stjörnuleiknum á morgun. Doncic setti meðal annars niður þrist í rólegheitum af eigin vallarhelmingi:
Luka’s half-court heave had Trae speechless pic.twitter.com/aqeMV51c7z
— NBA on TNT (@NBAonTNT) February 15, 2020
Zion Williamson lét reyna duglega á burðarþol körfuhringsins og þurftu vallarstarfsmenn að laga hringinn til þegar liðin fóru til búningsklefa. Williamson skoraði 14 stig í leiknum.
Zion is so strong he’s just bending the rim now
— The Crossover (@TheCrossover) February 15, 2020
(via @NBAonTNT)
pic.twitter.com/LmTe8g8yYr