Benedikt Guðmundsson: Virkilega miður mín núna Ísak Hallmundarson skrifar 15. febrúar 2020 22:45 Benedikt að reyna stappa stálinu í leikmenn sína fyrr í dag. Vísir/Daníel Benedikt Guðmundsson, eða einfaldlega Benni Gumm, var eðlilega ekki manna kátastur eftir stórtap KR í bikarúrslitum Geysisbikarsins fyrr í dag. Skallagrímur landaði sínum fyrsta bikarmeistaratitli með 17 stiga sigri, 66-49. KR-liðið var hvorki fugl né fiskur og náði engan veginn sömu hæðum og í rafmögnuðum undanúrslitaleik gegn Val í fyrradag. „Ég er virkilega miður mín núna. Löngunin til þess að gera vel og vinna þennan leik var hrikalega mikil. Mig langaði að taka kvennalið KR á þann stall að taka titil en það gekk því miður ekki,‘‘ sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari KR. KR skoraði 49 stig í leiknum sem er töluvert undir meðaltali hjá þeim. „Ég á svosem eftir að greina þetta og fara yfir þetta en auðvitað ætla ég ekki að taka neitt frá varnarleiknum hjá þeim en ég veit bara hvað fór mikil orka í leikinn á fimmtudaginn, fyrir 36 klukkutímum. Ég hafði áhyggjur af því að það hefði kannski farið fullmikil orka í þann leik en var að vona að hún yrði meiri en í dag en ég ætla ekki að vera með einhverjar afsakanir. Þær voru bara betri hérna í dag.‘‘ KR sló einmitt út feykisterkt lið Vals í undanúrslitum síðasta fimmtudag.„Við vorum svo nálægt. Við tökum út Keflavík og tökum að okkur að slá út þetta stórkostlega Valslið, það er leiðinlegt að fá síðan ekkert út úr því. Við vorum búin að gera alla þessa vinnu og endum svo með ekki neitt. Hvað getur maður sagt, leikmenn voru að reyna og maður biður ekki um meira.‘‘ KR-konur eru enn í góðri stöðu í Dominos-deildinni í öðru sætinu og ætla sér væntanlega að gera góða hluti þar.„Það er bara áfram gakk, maður verður fúll eitthvað núna á næstunni, síðan er bara að rífa sig í gang og snúa sér að næsta leik, það er toppbaráttuslagur á móti Haukum á miðvikudaginn,‘‘ sagði Benedikt að lokum. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Guðrún: Sætasti sigur sem ég hef unnið Guðrún Ósk Ámundadóttir gerði Skallagrím að bikarmeisturum á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari liðsins. Þá lék systir hennar, Sigrún Sjöfn, stóra rullu í sigrinum inn á vellinum en hún er fyrirliði liðsins. 15. febrúar 2020 20:30 Skallagrímur bikarmeistari í fyrsta skipti í sögunni Skallagrímur vann öruggan sigur á KR í úrslitum Geysisbikar kvenna. Fyrsti bikarmeistaratitill Skallagríms í sögunni staðreynd eftir öruggan 17 stiga sigur, 66-49. Frekari umfjöllun og viðtöl væntanleg. 15. febrúar 2020 19:30 Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Fleiri fréttir „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Sjá meira
Benedikt Guðmundsson, eða einfaldlega Benni Gumm, var eðlilega ekki manna kátastur eftir stórtap KR í bikarúrslitum Geysisbikarsins fyrr í dag. Skallagrímur landaði sínum fyrsta bikarmeistaratitli með 17 stiga sigri, 66-49. KR-liðið var hvorki fugl né fiskur og náði engan veginn sömu hæðum og í rafmögnuðum undanúrslitaleik gegn Val í fyrradag. „Ég er virkilega miður mín núna. Löngunin til þess að gera vel og vinna þennan leik var hrikalega mikil. Mig langaði að taka kvennalið KR á þann stall að taka titil en það gekk því miður ekki,‘‘ sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari KR. KR skoraði 49 stig í leiknum sem er töluvert undir meðaltali hjá þeim. „Ég á svosem eftir að greina þetta og fara yfir þetta en auðvitað ætla ég ekki að taka neitt frá varnarleiknum hjá þeim en ég veit bara hvað fór mikil orka í leikinn á fimmtudaginn, fyrir 36 klukkutímum. Ég hafði áhyggjur af því að það hefði kannski farið fullmikil orka í þann leik en var að vona að hún yrði meiri en í dag en ég ætla ekki að vera með einhverjar afsakanir. Þær voru bara betri hérna í dag.‘‘ KR sló einmitt út feykisterkt lið Vals í undanúrslitum síðasta fimmtudag.„Við vorum svo nálægt. Við tökum út Keflavík og tökum að okkur að slá út þetta stórkostlega Valslið, það er leiðinlegt að fá síðan ekkert út úr því. Við vorum búin að gera alla þessa vinnu og endum svo með ekki neitt. Hvað getur maður sagt, leikmenn voru að reyna og maður biður ekki um meira.‘‘ KR-konur eru enn í góðri stöðu í Dominos-deildinni í öðru sætinu og ætla sér væntanlega að gera góða hluti þar.„Það er bara áfram gakk, maður verður fúll eitthvað núna á næstunni, síðan er bara að rífa sig í gang og snúa sér að næsta leik, það er toppbaráttuslagur á móti Haukum á miðvikudaginn,‘‘ sagði Benedikt að lokum.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Guðrún: Sætasti sigur sem ég hef unnið Guðrún Ósk Ámundadóttir gerði Skallagrím að bikarmeisturum á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari liðsins. Þá lék systir hennar, Sigrún Sjöfn, stóra rullu í sigrinum inn á vellinum en hún er fyrirliði liðsins. 15. febrúar 2020 20:30 Skallagrímur bikarmeistari í fyrsta skipti í sögunni Skallagrímur vann öruggan sigur á KR í úrslitum Geysisbikar kvenna. Fyrsti bikarmeistaratitill Skallagríms í sögunni staðreynd eftir öruggan 17 stiga sigur, 66-49. Frekari umfjöllun og viðtöl væntanleg. 15. febrúar 2020 19:30 Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Fleiri fréttir „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Sjá meira
Guðrún: Sætasti sigur sem ég hef unnið Guðrún Ósk Ámundadóttir gerði Skallagrím að bikarmeisturum á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari liðsins. Þá lék systir hennar, Sigrún Sjöfn, stóra rullu í sigrinum inn á vellinum en hún er fyrirliði liðsins. 15. febrúar 2020 20:30
Skallagrímur bikarmeistari í fyrsta skipti í sögunni Skallagrímur vann öruggan sigur á KR í úrslitum Geysisbikar kvenna. Fyrsti bikarmeistaratitill Skallagríms í sögunni staðreynd eftir öruggan 17 stiga sigur, 66-49. Frekari umfjöllun og viðtöl væntanleg. 15. febrúar 2020 19:30