Bestu alþjóðlegu landslagsmyndirnar voru teknar á Íslandi Kjartan Kjartansson skrifar 16. febrúar 2020 13:00 Ein sigurmynda Ershov var tekin í Kerlingarfjöllum. Oleg Ershov Þrjár af fjórum ljósmyndum sem rússneski ljósmyndarinnar Oleg Ershov hlaut verðlaun fyrir í samkeppni um bestu landslagsmyndir síðasta árs voru teknar í íslenskri náttúru. Ershov segir að Ísland sé á meðal uppáhaldsstaða hans fyrir myndatökur í heiminum. Um 3.400 ljósmyndir frá tæplega þúsund ljósmyndurum um allan heim öttu kappi í alþjóðlegu landslagsmyndakeppninni 2019 (The International Landscape Photographer of the Year) en tilkynnt var um úrslit hennar í Sydney í Ástralíu í byrjun þessa mánaðar. Ershov, sem er áhugaljósmyndari sem fjármagnar áhugamálið með því að vinna í matvæladreifingarfyrirtæki, bar sigur úr býtum í keppninni um landslagsljósmyndara ársins. Frá Háafossi.Oleg Ershov Af myndunum fjórum sem Ershov lagði fram í keppnina voru þrjár teknar á Íslandi, við Bláfellsá, í Kerlingarfjöllum og við Háafoss. Dómnefnd taldi Ershov hafa sýnt bæði hæfileika og ímyndunarafl með röð stórbrotinna landslagsmynda. Frá Bláfellsá.Oleg Ershov Í tilkynningu frá keppnishöldurum er haft eftir Ershov að ástríða hans fyrir landslagsljósmyndun byggist á ást á náttúrunni, sérstaklega þó stöðum sem eru enn ósnortnir af athöfnum manna. Uppáhaldsstaðirnir hans til að taka myndir séu Ísland, Skotland og suðvesturríki Bandaríkjanna. „Ég fer alltaf aftur á uppáhaldsstaðina mína því það gerir mér kleift að kynnast landinu betur og að finna nýtt sjónaspil og staði til að mynda,“ segir Ershov. Hægt er að skoða fleiri myndir Ershov á myndasíðu hans. Frá Kerlingarfjöllum.Oleg Ershov Fjórða myndin í röðinni sem Ershov hlaut verðlaunin fyrir var tekin í Fleswick-flóa á Englandi.Oleg Ershov Myndlist Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fleiri fréttir Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Sjá meira
Þrjár af fjórum ljósmyndum sem rússneski ljósmyndarinnar Oleg Ershov hlaut verðlaun fyrir í samkeppni um bestu landslagsmyndir síðasta árs voru teknar í íslenskri náttúru. Ershov segir að Ísland sé á meðal uppáhaldsstaða hans fyrir myndatökur í heiminum. Um 3.400 ljósmyndir frá tæplega þúsund ljósmyndurum um allan heim öttu kappi í alþjóðlegu landslagsmyndakeppninni 2019 (The International Landscape Photographer of the Year) en tilkynnt var um úrslit hennar í Sydney í Ástralíu í byrjun þessa mánaðar. Ershov, sem er áhugaljósmyndari sem fjármagnar áhugamálið með því að vinna í matvæladreifingarfyrirtæki, bar sigur úr býtum í keppninni um landslagsljósmyndara ársins. Frá Háafossi.Oleg Ershov Af myndunum fjórum sem Ershov lagði fram í keppnina voru þrjár teknar á Íslandi, við Bláfellsá, í Kerlingarfjöllum og við Háafoss. Dómnefnd taldi Ershov hafa sýnt bæði hæfileika og ímyndunarafl með röð stórbrotinna landslagsmynda. Frá Bláfellsá.Oleg Ershov Í tilkynningu frá keppnishöldurum er haft eftir Ershov að ástríða hans fyrir landslagsljósmyndun byggist á ást á náttúrunni, sérstaklega þó stöðum sem eru enn ósnortnir af athöfnum manna. Uppáhaldsstaðirnir hans til að taka myndir séu Ísland, Skotland og suðvesturríki Bandaríkjanna. „Ég fer alltaf aftur á uppáhaldsstaðina mína því það gerir mér kleift að kynnast landinu betur og að finna nýtt sjónaspil og staði til að mynda,“ segir Ershov. Hægt er að skoða fleiri myndir Ershov á myndasíðu hans. Frá Kerlingarfjöllum.Oleg Ershov Fjórða myndin í röðinni sem Ershov hlaut verðlaunin fyrir var tekin í Fleswick-flóa á Englandi.Oleg Ershov
Myndlist Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fleiri fréttir Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Sjá meira