Sportpakkinn: Mercedes í sérflokki enn eina ferðina Arnar Björnsson skrifar 19. febrúar 2020 22:30 Fyrsta æfing fyrir Ástralíukappaksturinn í formúlunni var í Barcelona í dag. Þar fengu ökuþórarnir að reyna vélfákana sem nota á keppnistíðinni. Fyrsti kappaksturinn verður í Ástralíu 15. mars og keppnistíðinni lýkur í Abu Dhabi 29. nóvember, þá verður 21. umferðin. Þegar er búið að blása af kappakurinn í Kína sem fyrirhugaður var um miðjan apríl. Keppnin í ár verður sú 71. í röðinni. Núna hefur æfingadögunum verið fækkað niður í 6 og því skiptir máli að nýta þá vel. Einn þeirra sem ekki gat æft í dag var Sebastian Vettel, hann var veikur. Liðsfélagi hans hjá Ferrari Charles Leclerc náði sjöunda besta tíma á æfingunni í dag. Miðað við æfinguna í dag eru Mercedes-mennirnir Lewis Hamilton og Valteri Bottas í sérflokki. Heimsmeistarinn Hamilton náði bestum tíma í dag, varð 0,337 sekúndum á undan félaga sínum Bottas. Mexikóinn, Sergio Perez, náði þriðja besta tímanum. Perez varð í tíunda sæti á síðustu keppnistíð þar sem hann endaði tvisvar í sjötta sæti. Hann ekur fyrir Racing Point-liðið. Max Verstappen á Red Bull náði fjórða besta tímanum á æfingunum í dag. Hann endaði í fjórða sæti á síðustu keppnistíð, varð 48 stigum á eftir Bottas í keppni um heimsmeistaratitilinn. Í næstu sætum komu Daniil Kvyat (Alpha Tauri), Carlos Sainz (McLaren) og Renault ökumennirnir Daniel Ricciardo og Esteban Ocon sem náðu sjöunda og áttunda besta tímanum í dag. Æfingar halda áfram í Barcelona til 21. febrúar. Formúla Sportpakkinn Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Stjarnan - Breiðablik | Úrslitaleikur en heimamenn í mun betri stöðu Íslenski boltinn Arsenal - Crystal Palace | Sjóðheitar skyttur gegn örnum sem fatast flugið Enski boltinn Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Fleiri fréttir Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Fyrsta æfing fyrir Ástralíukappaksturinn í formúlunni var í Barcelona í dag. Þar fengu ökuþórarnir að reyna vélfákana sem nota á keppnistíðinni. Fyrsti kappaksturinn verður í Ástralíu 15. mars og keppnistíðinni lýkur í Abu Dhabi 29. nóvember, þá verður 21. umferðin. Þegar er búið að blása af kappakurinn í Kína sem fyrirhugaður var um miðjan apríl. Keppnin í ár verður sú 71. í röðinni. Núna hefur æfingadögunum verið fækkað niður í 6 og því skiptir máli að nýta þá vel. Einn þeirra sem ekki gat æft í dag var Sebastian Vettel, hann var veikur. Liðsfélagi hans hjá Ferrari Charles Leclerc náði sjöunda besta tíma á æfingunni í dag. Miðað við æfinguna í dag eru Mercedes-mennirnir Lewis Hamilton og Valteri Bottas í sérflokki. Heimsmeistarinn Hamilton náði bestum tíma í dag, varð 0,337 sekúndum á undan félaga sínum Bottas. Mexikóinn, Sergio Perez, náði þriðja besta tímanum. Perez varð í tíunda sæti á síðustu keppnistíð þar sem hann endaði tvisvar í sjötta sæti. Hann ekur fyrir Racing Point-liðið. Max Verstappen á Red Bull náði fjórða besta tímanum á æfingunum í dag. Hann endaði í fjórða sæti á síðustu keppnistíð, varð 48 stigum á eftir Bottas í keppni um heimsmeistaratitilinn. Í næstu sætum komu Daniil Kvyat (Alpha Tauri), Carlos Sainz (McLaren) og Renault ökumennirnir Daniel Ricciardo og Esteban Ocon sem náðu sjöunda og áttunda besta tímanum í dag. Æfingar halda áfram í Barcelona til 21. febrúar.
Formúla Sportpakkinn Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Stjarnan - Breiðablik | Úrslitaleikur en heimamenn í mun betri stöðu Íslenski boltinn Arsenal - Crystal Palace | Sjóðheitar skyttur gegn örnum sem fatast flugið Enski boltinn Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Fleiri fréttir Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira