Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grindavík 99-85 | Ekkert fær Stjörnuna stöðvað Ísak Hallmundarson skrifar 3. febrúar 2020 22:00 Stjarnan tók á móti Grindavík í Dominos-deild karla í körfubolta núna í kvöld. Fyrir leikinn sátu Garðbæingar á toppi deildarinnar og búnir að vinna 12 leiki í röð á meðan Grindvíkingar voru í 9. sæti, tveimur stigum frá fallsæti. Leiknum lauk með 14 stiga sigri toppliðsins, 99-85. Heimamenn skoruðu fyrstu 9 stig leiksins og héldu þeirri forystu nánast út fyrsta leikhlutann. Grindvíkingum gekk illa að ráða við hraðan sóknarleik Stjörnunnar og komust 7 leikmenn úr heimaliðinu á blað strax í fyrsta leikhluta, staðan að honum loknum 30-22. Garðabæjarliðið náði 11 stiga forystu um miðbik annars leikhluta, 35-24, en í kjölfarið kom góður kafli fyrir Grindvíkinga sem náðu að minnka muninn í 5 stig, 41-36. Nick Tomsick sem var frábær í leiknum setti niður 3 stiga flautukörfu til að loka fyrri hálfleiknum og kom Stjörnunni í 50-41. Í þriðja leikhluta komst Stjarnan í 59-48 en þó tóku gestirnir við sér og minnkuðu muninn í þrjú stig, 61-58. Stjarnan var 4 stigum yfir þegar þriðja leikhluta lauk, staðan 71-67 og Grindavík þá vel inni í leiknum. Eins og svo oft áður í vetur náðu Stjörnumenn að gera út um leikinn í 4. leikhluta áður en andstæðingurinn gat sett frekari spennu í leikinn. Lokatölur urðu 99-85 og er þetta þrettándi sigur Stjörnunnar í röð í deildinni, þeir hafa ekki tapað síðan í lok október. Grindvíkingar eru hinsvegar í bullandi fallbaráttu og sitja í 9. sæti.Af hverju vann Stjarnan? Besta lið deildarinnar. Það er gríðarlega erfitt að vinna þetta Stjörnulið sem er að allan tímann og er bæði með eitt besta byrjunarlið og besta bekkinn í deildinni. Þeir byrjuðu á því að komast í 9-0 og eftir það þurfti Grindavík að elta þá allan tímann, sem er ekkert grín á móti svona góðu liði. Alltaf þegar manni leið eins og Grindavík væri að koma sér aftur inn í leikinn settu Stjörnumenn í annan gír og skoruðu nokkrar körfur í röð.Hverjir stóðu upp úr? Nick Tomsick og Hlynur Bærings voru frábærir fyrir Stjörnuna eins og vanalega. Nick var með 26 stig og 4 stoðsendingar og Hlynur var með 16 stig, 13 fráköst og stal 2 boltum. Þá var Ægir Þór Steinarsson flottur með 12 stoðsendingar. Ingvi Þór Guðmundsson átti góðan leik fyrir gestina í Grindavík og var með 24 stig og 5 stoðsendingar og nýji leikmaðurinn þeirra, Seth Le Day, var með 20 stig og 8 fráköst.Hvað gerist næst? Stjarnan fer á Hlíðarenda til að keppa á móti Val sem situr í fallsæti. Munu flestir eflaust búast við Stjörnusigri í þeim leik. Grindavík á heimaleik við Þór Þorlákshöfn í næstu umferð, en það er gríðarlega mikilvægur leikur sem þeir verða að vinna ef þeir ætla að vera með í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni og einnig ef þeir ætla að þoka sér frá fallsætinu. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar.vísir/bára Arnar: Þetta er ekki History Channel Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, gat verið sáttur með sigur sinna manna gegn Grindavík í kvöld en sagði þó enga ástæðu til að fagna og að margt væri hægt að bæta í leik síns liðs. „Mér fannst við sóknarlega mjög góðir í fyrri hálfleik en varnarlega réðum við ekkert við þá, Ingvi Þór Guðmundsson var algjörlega frábær, Seth er mjög góður, þetta er lið sem er með ótrúlega mikið af vopnum og vel þjálfað, eru að spila vel núna, það hefði verið voða fínt að fá þá þegar þeim gekk illa en þeir líta mjög vel út,“ sagði Arnar. Stjarnan hefur unnið 13 leiki í röð og hafa haft lag á því að klára leiki í 4. leikhluta. Arnar segir það vera vegna dýptarinnar í liðinu: „Það er dýptin. Menn eru tilbúnir að sitja á bekknum til að geta verið inná með fulla orku og þurfa ekki að spila 35 mínútur í leik því þeir treysta samherjum sínum.“ Hann segir liðið sitt þó ekki fullkomið þrátt fyrir þessa miklu sigurgöngu: „Ekkert körfuboltalið er óaðfinnanlegt. Í hreinskilni sagt er mér alveg sama þó við séum búnir að vinna 13 leiki í röð, núna erum við að fara að keppa á móti Val sem við höfum strögglað á móti tvisvar, við erum búnir að vinna einhverja 13 leiki í röð, við byrjum ekki 13-0 yfir á móti Val sko, við erum að byrja 0-0 og erum búnir að spila tvo mjög erfiða leiki við þá. Þetta snýst bara um að við séum klárir í þann leik, þetta er ekki History Channel, þessi leikur er búinn og við þurfum að læra af honum og gera betur, næsti leikur áfram gakk,“ segir Arnar ákveðinn. En hvar vill hann sjá bætingu hjá liðinu sínu? „Við vorum daprir varnarlega í dag, þeir fóru illa með okkur í fráköstum í dag sem eru vonbrigði, við lentum í vandræðum á móti svæðunum og hreyfðum boltann illa, þó við leystum það mjög vel þegar leið á. En þetta er eitthvað sem þarf að bæta.“ „Það er engu að fagna, þetta er deildarsigur. Það eru öll lið búinn að vinna leik í deildinni,“ sagði Arnar að lokum. Daníel Guðni: Sáttur með 30 mínútur af þessum leik Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur gat tekið eitthvað jákvætt út úr þessum leik þrátt fyrir tap: „Súrt að þetta hafi endað svona eftir að við komumst í séns í seinni hálfleik. Þeir eru með rosalega gott lið og rosalega góða skotmenn þannig þeir gerðu þetta erfitt fyrir, við reyndum að trufla aðeins með svæðisvörn en þeir byrjuðu síðan að hitta og því fór sem fór.“ „Mér fannst við gera vel varnarlega á mörgum köflum en þeir bara hittu yfir okkur og skoruðu úr erfiðum skotum, það er líka einkenni góðra liða að geta gert það þegar þeir eru kannski að ströggla í sókninni, að skora samt sem áður í endann. Við vinnum ekki ef við fáum yfir 90 stig á okkur og þeir gerðu bara mjög vel að skora á okkur.“ Daníel segist hafa verið ánægður með spilamennskuna stærstan hluta leiksins: „Ég er alveg sáttur með 30 mínútur í þessum leik þannig séð, við þurfum bara að byggja ofan á þær mínútur og þá verðum við betri. Það sem ég tek frá þessu er baráttan og hópurinn bara vel stilltur saman og allir að leggja sig fram, þannig að þá geta góðir hlutir gerst og við þurfum að byggja ofan á þá frammistöðu.“ Dominos-deild karla
Stjarnan tók á móti Grindavík í Dominos-deild karla í körfubolta núna í kvöld. Fyrir leikinn sátu Garðbæingar á toppi deildarinnar og búnir að vinna 12 leiki í röð á meðan Grindvíkingar voru í 9. sæti, tveimur stigum frá fallsæti. Leiknum lauk með 14 stiga sigri toppliðsins, 99-85. Heimamenn skoruðu fyrstu 9 stig leiksins og héldu þeirri forystu nánast út fyrsta leikhlutann. Grindvíkingum gekk illa að ráða við hraðan sóknarleik Stjörnunnar og komust 7 leikmenn úr heimaliðinu á blað strax í fyrsta leikhluta, staðan að honum loknum 30-22. Garðabæjarliðið náði 11 stiga forystu um miðbik annars leikhluta, 35-24, en í kjölfarið kom góður kafli fyrir Grindvíkinga sem náðu að minnka muninn í 5 stig, 41-36. Nick Tomsick sem var frábær í leiknum setti niður 3 stiga flautukörfu til að loka fyrri hálfleiknum og kom Stjörnunni í 50-41. Í þriðja leikhluta komst Stjarnan í 59-48 en þó tóku gestirnir við sér og minnkuðu muninn í þrjú stig, 61-58. Stjarnan var 4 stigum yfir þegar þriðja leikhluta lauk, staðan 71-67 og Grindavík þá vel inni í leiknum. Eins og svo oft áður í vetur náðu Stjörnumenn að gera út um leikinn í 4. leikhluta áður en andstæðingurinn gat sett frekari spennu í leikinn. Lokatölur urðu 99-85 og er þetta þrettándi sigur Stjörnunnar í röð í deildinni, þeir hafa ekki tapað síðan í lok október. Grindvíkingar eru hinsvegar í bullandi fallbaráttu og sitja í 9. sæti.Af hverju vann Stjarnan? Besta lið deildarinnar. Það er gríðarlega erfitt að vinna þetta Stjörnulið sem er að allan tímann og er bæði með eitt besta byrjunarlið og besta bekkinn í deildinni. Þeir byrjuðu á því að komast í 9-0 og eftir það þurfti Grindavík að elta þá allan tímann, sem er ekkert grín á móti svona góðu liði. Alltaf þegar manni leið eins og Grindavík væri að koma sér aftur inn í leikinn settu Stjörnumenn í annan gír og skoruðu nokkrar körfur í röð.Hverjir stóðu upp úr? Nick Tomsick og Hlynur Bærings voru frábærir fyrir Stjörnuna eins og vanalega. Nick var með 26 stig og 4 stoðsendingar og Hlynur var með 16 stig, 13 fráköst og stal 2 boltum. Þá var Ægir Þór Steinarsson flottur með 12 stoðsendingar. Ingvi Þór Guðmundsson átti góðan leik fyrir gestina í Grindavík og var með 24 stig og 5 stoðsendingar og nýji leikmaðurinn þeirra, Seth Le Day, var með 20 stig og 8 fráköst.Hvað gerist næst? Stjarnan fer á Hlíðarenda til að keppa á móti Val sem situr í fallsæti. Munu flestir eflaust búast við Stjörnusigri í þeim leik. Grindavík á heimaleik við Þór Þorlákshöfn í næstu umferð, en það er gríðarlega mikilvægur leikur sem þeir verða að vinna ef þeir ætla að vera með í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni og einnig ef þeir ætla að þoka sér frá fallsætinu. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar.vísir/bára Arnar: Þetta er ekki History Channel Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, gat verið sáttur með sigur sinna manna gegn Grindavík í kvöld en sagði þó enga ástæðu til að fagna og að margt væri hægt að bæta í leik síns liðs. „Mér fannst við sóknarlega mjög góðir í fyrri hálfleik en varnarlega réðum við ekkert við þá, Ingvi Þór Guðmundsson var algjörlega frábær, Seth er mjög góður, þetta er lið sem er með ótrúlega mikið af vopnum og vel þjálfað, eru að spila vel núna, það hefði verið voða fínt að fá þá þegar þeim gekk illa en þeir líta mjög vel út,“ sagði Arnar. Stjarnan hefur unnið 13 leiki í röð og hafa haft lag á því að klára leiki í 4. leikhluta. Arnar segir það vera vegna dýptarinnar í liðinu: „Það er dýptin. Menn eru tilbúnir að sitja á bekknum til að geta verið inná með fulla orku og þurfa ekki að spila 35 mínútur í leik því þeir treysta samherjum sínum.“ Hann segir liðið sitt þó ekki fullkomið þrátt fyrir þessa miklu sigurgöngu: „Ekkert körfuboltalið er óaðfinnanlegt. Í hreinskilni sagt er mér alveg sama þó við séum búnir að vinna 13 leiki í röð, núna erum við að fara að keppa á móti Val sem við höfum strögglað á móti tvisvar, við erum búnir að vinna einhverja 13 leiki í röð, við byrjum ekki 13-0 yfir á móti Val sko, við erum að byrja 0-0 og erum búnir að spila tvo mjög erfiða leiki við þá. Þetta snýst bara um að við séum klárir í þann leik, þetta er ekki History Channel, þessi leikur er búinn og við þurfum að læra af honum og gera betur, næsti leikur áfram gakk,“ segir Arnar ákveðinn. En hvar vill hann sjá bætingu hjá liðinu sínu? „Við vorum daprir varnarlega í dag, þeir fóru illa með okkur í fráköstum í dag sem eru vonbrigði, við lentum í vandræðum á móti svæðunum og hreyfðum boltann illa, þó við leystum það mjög vel þegar leið á. En þetta er eitthvað sem þarf að bæta.“ „Það er engu að fagna, þetta er deildarsigur. Það eru öll lið búinn að vinna leik í deildinni,“ sagði Arnar að lokum. Daníel Guðni: Sáttur með 30 mínútur af þessum leik Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur gat tekið eitthvað jákvætt út úr þessum leik þrátt fyrir tap: „Súrt að þetta hafi endað svona eftir að við komumst í séns í seinni hálfleik. Þeir eru með rosalega gott lið og rosalega góða skotmenn þannig þeir gerðu þetta erfitt fyrir, við reyndum að trufla aðeins með svæðisvörn en þeir byrjuðu síðan að hitta og því fór sem fór.“ „Mér fannst við gera vel varnarlega á mörgum köflum en þeir bara hittu yfir okkur og skoruðu úr erfiðum skotum, það er líka einkenni góðra liða að geta gert það þegar þeir eru kannski að ströggla í sókninni, að skora samt sem áður í endann. Við vinnum ekki ef við fáum yfir 90 stig á okkur og þeir gerðu bara mjög vel að skora á okkur.“ Daníel segist hafa verið ánægður með spilamennskuna stærstan hluta leiksins: „Ég er alveg sáttur með 30 mínútur í þessum leik þannig séð, við þurfum bara að byggja ofan á þær mínútur og þá verðum við betri. Það sem ég tek frá þessu er baráttan og hópurinn bara vel stilltur saman og allir að leggja sig fram, þannig að þá geta góðir hlutir gerst og við þurfum að byggja ofan á þá frammistöðu.“
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti