Dóttir LeBron James fékk hann til að velja númer Gigi Bryant Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2020 12:30 LeBron James og Zhuri. Getty/Thearon W. Henderson LeBron James fer ekkert í felur með það að allir leikirnir sem eru eftir á þessu tímabili munu reyna mikið á tilfinningar hans og annarra eftir að Kobe Bryant og dóttir hans fórust í þyrluslysi ásamt sjö öðrum. Einn af þessum leikjum verður Stjörnuleikurinn í Chicago seinna í þessum mánuði þar sem Kobe Bryant og Gigi Bryant verður minnst alla helgina. LeBron James fékk flest atkvæði í kjörinu á leikmönnum í Stjörnuleikinn og mun kjósa í sitt lið á móti Giannis Antetokounmpo hjá Milwaukee Bucks. Allir leikmenn í leiknum munu verða með sama númer því leikmenn annars liðsins verða númer 24 til heiðurs Kobe Bryant en leikmenn hins liðsins verða númer 2 til heiðurs Gigi Bryant. LeBron James said his daughter, Zhuri, is the reason his team will wear Gianna Bryant's No. 2 in this month's #NBAAllStar game. https://t.co/FfPvVxLfMJ— ESPN5 (@Sports5PH) February 4, 2020 LeBron James sagði að NBA hafi haft samband við sig í síðustu viku og hann beðinn um að velja númer fyrir sitt lið. LeBron valdi númer 2. En af hverju að velja ekki númer Kobe Bryant? „Vegna Zhuri,“ svaraði LeBron James en Zhuri er fimm ára dóttir hans. LeBron James hefur talað um það að hafa tekið eftir því hversu Kobe Bryant naut sín vel í föðurhlutverkinu. „Ég held að hann hafi aldrei verið ánægðari en þessi síðustu þrjú ár og ég held að við getum öll verið sammála því. Hann var svo ánægður að geta eytt tíma með dætrum sínum og fjölskyldunni,“ sagði LeBron James. „Við sjáum myllumerkið „girldad“ (stelpupabbi). Ég er stelpupabbi. Bróðir minn mér við hlið [Anthony Davis] er líka stelpupabbi,“ sagði LeBron James. Kobe Bryant eignaðist fjórar stelpur en LeBron James á þrjú börn. Tvo stráka sem eru fæddir 2004 og 2007 og svo Zhuri sem er fædd árið 2014. Andlát Kobe Bryant NBA Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjör: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Fleiri fréttir Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Sjá meira
LeBron James fer ekkert í felur með það að allir leikirnir sem eru eftir á þessu tímabili munu reyna mikið á tilfinningar hans og annarra eftir að Kobe Bryant og dóttir hans fórust í þyrluslysi ásamt sjö öðrum. Einn af þessum leikjum verður Stjörnuleikurinn í Chicago seinna í þessum mánuði þar sem Kobe Bryant og Gigi Bryant verður minnst alla helgina. LeBron James fékk flest atkvæði í kjörinu á leikmönnum í Stjörnuleikinn og mun kjósa í sitt lið á móti Giannis Antetokounmpo hjá Milwaukee Bucks. Allir leikmenn í leiknum munu verða með sama númer því leikmenn annars liðsins verða númer 24 til heiðurs Kobe Bryant en leikmenn hins liðsins verða númer 2 til heiðurs Gigi Bryant. LeBron James said his daughter, Zhuri, is the reason his team will wear Gianna Bryant's No. 2 in this month's #NBAAllStar game. https://t.co/FfPvVxLfMJ— ESPN5 (@Sports5PH) February 4, 2020 LeBron James sagði að NBA hafi haft samband við sig í síðustu viku og hann beðinn um að velja númer fyrir sitt lið. LeBron valdi númer 2. En af hverju að velja ekki númer Kobe Bryant? „Vegna Zhuri,“ svaraði LeBron James en Zhuri er fimm ára dóttir hans. LeBron James hefur talað um það að hafa tekið eftir því hversu Kobe Bryant naut sín vel í föðurhlutverkinu. „Ég held að hann hafi aldrei verið ánægðari en þessi síðustu þrjú ár og ég held að við getum öll verið sammála því. Hann var svo ánægður að geta eytt tíma með dætrum sínum og fjölskyldunni,“ sagði LeBron James. „Við sjáum myllumerkið „girldad“ (stelpupabbi). Ég er stelpupabbi. Bróðir minn mér við hlið [Anthony Davis] er líka stelpupabbi,“ sagði LeBron James. Kobe Bryant eignaðist fjórar stelpur en LeBron James á þrjú börn. Tvo stráka sem eru fæddir 2004 og 2007 og svo Zhuri sem er fædd árið 2014.
Andlát Kobe Bryant NBA Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjör: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Fleiri fréttir Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Sjá meira
Uppgjör: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjör: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti