Úr blokkaríbúð í Mosfellsbæ yfir í þessa villu í Kansas Stefán Árni Pálsson skrifar 5. febrúar 2020 11:30 Brittany Matthews og Patrick Mahomes þurfa ekki að hafa miklar fjárhagsáhyggjur í framtíðinni. Patrick Mahomes leiddi Kansas City Chiefs til sigurs í NFL-deildinni á sunnudaginn þegar liðið vann San Francisco 49ers í Super Bowl í Miami. Patrick Mahomes, leikstjórnandi Kansas City Chiefs og maður sem við Íslendingar þekkjum sem tengdason Mosfellsbæjar, dvaldi hér á landi með unnustu sinni Brittany Matthews árið 2017 þegar hún lék með knattspyrnuliði Aftureldingar. Þar bjó hún í blokkaríbúð og eyddi Mahomes töluverðum tíma hér á landi með þykka NFL-möppu þar sem hann var að undirbúa sig fyrir sitt fyrsta tímabil í NFL. Leikstjórnendur þurfa að vera með ótal leikkerfi á hreinu í NFL og þurfa því að muna margt. Í dag er Mahomes einn besti leikmaður NFL-deildarinnar og sá yngsti til að vera valinn besti leikmaður tímabilsins og sá yngsti til að vera valinn besti leikmaður úrslitaleiksins. Talið er að leikmaðurinn geri gríðarlega stóran samning við Kansas City Chiefs á næstu misserum og segja sérfræðingar að Mahomes verði fyrsti leikstjórnandinn í sögunni til að fá 40 milljónir dollara á ári í laun í næsta samningi. Síðasta sumar bauð parið Bleacher Report í heimsókn í nýja húsið í Kansas sem er enginn smásmíði eins og sjá má hér að neðan. Til að mynda eru þau með risastórt rými aðeins fyrir skó Mahomes en hann á yfir 180 skópör. Hús og heimili Tengdar fréttir Nýbakaður Super Bowl-meistari var of stór fyrir rúmin í Mosfellsbæ og þurfti að sofa á sófanum Sigurbjartur Sigurjónsson í Mosfellsbæ hýsti Patrick Mahomes, nýbakaðan Super Bowl meistara, í Mosfellsbæ fyrir þremur árum síðan. 3. febrúar 2020 20:00 Sá yngsti frá upphafi til að ná því að verða bæði bestur í NFL og NFL-meistari Patrick Mahomes leiddi Kansas City Chiefs til sigurs í Super Bowl og það kom fáum á óvart að hann hafi verið kosinn mikilvægasti leikmaður úrslitaleiksins. Með því skrifaði hann NFL-söguna. 3. febrúar 2020 03:48 Tengdasonur Mosfellsbæjar leiddi endurkomuna og lið Höfðingjanna til sigurs í Super Bowl Kansas City Chiefs fagnaði sínum fyrsta NFL-titli í hálfa öld í nótt þegar liðið vann 31-20 sigur á San Francisco 49ers í Super Bowl í Miami. Leikurinn var frábær skemmtun þar sem sigurvegararnir litu ekki alltof vel út þegar langt var liðið á lokaleikhlutann. 3. febrúar 2020 03:16 Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Sjá meira
Patrick Mahomes leiddi Kansas City Chiefs til sigurs í NFL-deildinni á sunnudaginn þegar liðið vann San Francisco 49ers í Super Bowl í Miami. Patrick Mahomes, leikstjórnandi Kansas City Chiefs og maður sem við Íslendingar þekkjum sem tengdason Mosfellsbæjar, dvaldi hér á landi með unnustu sinni Brittany Matthews árið 2017 þegar hún lék með knattspyrnuliði Aftureldingar. Þar bjó hún í blokkaríbúð og eyddi Mahomes töluverðum tíma hér á landi með þykka NFL-möppu þar sem hann var að undirbúa sig fyrir sitt fyrsta tímabil í NFL. Leikstjórnendur þurfa að vera með ótal leikkerfi á hreinu í NFL og þurfa því að muna margt. Í dag er Mahomes einn besti leikmaður NFL-deildarinnar og sá yngsti til að vera valinn besti leikmaður tímabilsins og sá yngsti til að vera valinn besti leikmaður úrslitaleiksins. Talið er að leikmaðurinn geri gríðarlega stóran samning við Kansas City Chiefs á næstu misserum og segja sérfræðingar að Mahomes verði fyrsti leikstjórnandinn í sögunni til að fá 40 milljónir dollara á ári í laun í næsta samningi. Síðasta sumar bauð parið Bleacher Report í heimsókn í nýja húsið í Kansas sem er enginn smásmíði eins og sjá má hér að neðan. Til að mynda eru þau með risastórt rými aðeins fyrir skó Mahomes en hann á yfir 180 skópör.
Hús og heimili Tengdar fréttir Nýbakaður Super Bowl-meistari var of stór fyrir rúmin í Mosfellsbæ og þurfti að sofa á sófanum Sigurbjartur Sigurjónsson í Mosfellsbæ hýsti Patrick Mahomes, nýbakaðan Super Bowl meistara, í Mosfellsbæ fyrir þremur árum síðan. 3. febrúar 2020 20:00 Sá yngsti frá upphafi til að ná því að verða bæði bestur í NFL og NFL-meistari Patrick Mahomes leiddi Kansas City Chiefs til sigurs í Super Bowl og það kom fáum á óvart að hann hafi verið kosinn mikilvægasti leikmaður úrslitaleiksins. Með því skrifaði hann NFL-söguna. 3. febrúar 2020 03:48 Tengdasonur Mosfellsbæjar leiddi endurkomuna og lið Höfðingjanna til sigurs í Super Bowl Kansas City Chiefs fagnaði sínum fyrsta NFL-titli í hálfa öld í nótt þegar liðið vann 31-20 sigur á San Francisco 49ers í Super Bowl í Miami. Leikurinn var frábær skemmtun þar sem sigurvegararnir litu ekki alltof vel út þegar langt var liðið á lokaleikhlutann. 3. febrúar 2020 03:16 Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Sjá meira
Nýbakaður Super Bowl-meistari var of stór fyrir rúmin í Mosfellsbæ og þurfti að sofa á sófanum Sigurbjartur Sigurjónsson í Mosfellsbæ hýsti Patrick Mahomes, nýbakaðan Super Bowl meistara, í Mosfellsbæ fyrir þremur árum síðan. 3. febrúar 2020 20:00
Sá yngsti frá upphafi til að ná því að verða bæði bestur í NFL og NFL-meistari Patrick Mahomes leiddi Kansas City Chiefs til sigurs í Super Bowl og það kom fáum á óvart að hann hafi verið kosinn mikilvægasti leikmaður úrslitaleiksins. Með því skrifaði hann NFL-söguna. 3. febrúar 2020 03:48
Tengdasonur Mosfellsbæjar leiddi endurkomuna og lið Höfðingjanna til sigurs í Super Bowl Kansas City Chiefs fagnaði sínum fyrsta NFL-titli í hálfa öld í nótt þegar liðið vann 31-20 sigur á San Francisco 49ers í Super Bowl í Miami. Leikurinn var frábær skemmtun þar sem sigurvegararnir litu ekki alltof vel út þegar langt var liðið á lokaleikhlutann. 3. febrúar 2020 03:16