Ferrari stöðvar framleiðslu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. mars 2020 12:15 Ferrari hefur stöðvað framleiðslu á Formúlu 1 bílum sínum. Chris Putnam/Barcroft Media/Getty Images Ítalski bílaframleiðandinn Ferrari hefur stöðvað framleiðslu á Formúla 1 bílum, sem og götubílum, vegna kórónuveirunnar. Faraldurinn hefur verið einkar skæður á Ítalíu og alls hafa 1440 dáið þar til þessa. Ferrari hefur sagt að ákvörðunin, að loka verksmiðjum sínum, sé tekin með velferð starfsmanna fyrirtækisins að leiðarljósi. Bílaframleiðandinn vill koma til móts við ítölsk stjórnvöld í von um að þetta hefti frekari útbreiðslu veirunnar. Aðrir Formúlu 1 bílaframleiðendur ætla sem stendur að halda áfram vinnu sinni. Til að mynda munu báðar verksmiðjur Mercedes á Bretlandseyjum halda áfram starfsemi sinni en allir starfsmenn Formúlu liðs Mercedes sem lögðu land undir fót og fóru til Melbourne í Ástralíu þurfa að sitja tvær vikur í einangrun eftir heimkomu. Ferrari has shut down production at its Formula 1 and road-car factories in Italy for two weeks as a result of the #coronavirus crisis. #F1 #bbcf1— BBC Sport (@BBCSport) March 15, 2020 Ákvörðun Ferrari kemur í kjölfar ótímabundinnar frestunar á keppnistímabili Formúlu 1 en keppni átti að fara fram í Melbourne í Ástralíu um helgina. Keppninni var frestað og í kjölfar var hætt við keppnir í Bahrain sem og Víetnam. Fjórða keppni ársins hefði átt að vera í Kína en henni var frestað strax í febrúar. Óljóst er hvenær keppni mun hefjast á ný en mismunandi upplýsingar koma frá ráðamönnum Formúlu 1. Federation Internationale de l´Automobile (FIA) segir eitt á meðan F1 hópurinn, eigandi auglýsingaréttar Formúlu 1, segir annað. FIA vonast til þess að hægt verði að hefja keppni í Evrópu þann 1. maí. Hins vegar telur FI hópurinn að ekki sé mögulegt að hefja keppni fyrr en í lok maí vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar í Evrópu. Þá væri möguleiki á að fresta þyrfti enn frekar og ómögulegt væri að taka ákvörðun þess efnis að svo stöddu. Í frétt BBC um málið eru Formúlu 1 lið að undirbúa sig undir að fyrsta keppnin verði í Azerbaídjan þann 7. júní næstkomandi. Formúla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Chelsea mætir Real Betis Sport „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Fleiri fréttir Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Ítalski bílaframleiðandinn Ferrari hefur stöðvað framleiðslu á Formúla 1 bílum, sem og götubílum, vegna kórónuveirunnar. Faraldurinn hefur verið einkar skæður á Ítalíu og alls hafa 1440 dáið þar til þessa. Ferrari hefur sagt að ákvörðunin, að loka verksmiðjum sínum, sé tekin með velferð starfsmanna fyrirtækisins að leiðarljósi. Bílaframleiðandinn vill koma til móts við ítölsk stjórnvöld í von um að þetta hefti frekari útbreiðslu veirunnar. Aðrir Formúlu 1 bílaframleiðendur ætla sem stendur að halda áfram vinnu sinni. Til að mynda munu báðar verksmiðjur Mercedes á Bretlandseyjum halda áfram starfsemi sinni en allir starfsmenn Formúlu liðs Mercedes sem lögðu land undir fót og fóru til Melbourne í Ástralíu þurfa að sitja tvær vikur í einangrun eftir heimkomu. Ferrari has shut down production at its Formula 1 and road-car factories in Italy for two weeks as a result of the #coronavirus crisis. #F1 #bbcf1— BBC Sport (@BBCSport) March 15, 2020 Ákvörðun Ferrari kemur í kjölfar ótímabundinnar frestunar á keppnistímabili Formúlu 1 en keppni átti að fara fram í Melbourne í Ástralíu um helgina. Keppninni var frestað og í kjölfar var hætt við keppnir í Bahrain sem og Víetnam. Fjórða keppni ársins hefði átt að vera í Kína en henni var frestað strax í febrúar. Óljóst er hvenær keppni mun hefjast á ný en mismunandi upplýsingar koma frá ráðamönnum Formúlu 1. Federation Internationale de l´Automobile (FIA) segir eitt á meðan F1 hópurinn, eigandi auglýsingaréttar Formúlu 1, segir annað. FIA vonast til þess að hægt verði að hefja keppni í Evrópu þann 1. maí. Hins vegar telur FI hópurinn að ekki sé mögulegt að hefja keppni fyrr en í lok maí vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar í Evrópu. Þá væri möguleiki á að fresta þyrfti enn frekar og ómögulegt væri að taka ákvörðun þess efnis að svo stöddu. Í frétt BBC um málið eru Formúlu 1 lið að undirbúa sig undir að fyrsta keppnin verði í Azerbaídjan þann 7. júní næstkomandi.
Formúla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Chelsea mætir Real Betis Sport „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Fleiri fréttir Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira