Blaðamaður Jyllands-Posten lærir íslensku með því að hlusta á FM95BLÖ Stefán Árni Pálsson skrifar 30. janúar 2020 13:30 Berit leit við í hljóðveri FM957 í morgun. vísir/vilhelm „Ég hef verið að heimsækja fjölmiðla hér á landi og Háskóla Íslands til þess að verða betri blaðamaður,“ segir Berit Ertmann, blaðamaður Jyllands-Posten, sem hefur verið hér á landi síðustu daga og fengið að kynnast starfsemi íslenskra fjölmiðla. Berit hlustar reglulega á útvarpsþáttinn FM95BLÖ á FM957 og gerir hún það í gegnum hlaðvarpsveitur og á Vísi. Hún er aðdáandi þáttarins og lærir íslensku samhliða hlustuninni. FM95BLÖ hefur verið á dagskrá í að verða áratug og er þátturinn einn sá allra vinsælasti hér á landi. Auðunn Blöndal, Egill Einarsson og Steinþór Hróar Steinþórsson halda úti þættinum. „Ég fann þáttinn á Spotify og fannst strax gaman að hlusta á þessa stráka. Svo þegar þátturinn klárast á Spotify þá byrjar eldri þáttur strax að spilast í kjölfarið og ég bara hélt áfram. Ég var síðan allt í einu farin að keyra um á bílnum að hlusta á FM95BLÖ og að læra íslensku í leiðinni.“ Berit fékk auðvitað að hitta Auðunn Blöndal á Suðurlandsbrautinni í dag.vísir/sáp Berit hefur til að mynda tekið eftir því að við Íslendingar notum mikið orðið sko. „Stundum eru þeir að segja eitthvað rosalega fyndið sem ég kannski skil ekki alveg, en ég sit samt í bílnum og hlæ og veit samt ekkert almennilega hvað ég er að hlægja af. Það var mikið verið að tala um Jólajapl um jólin og ég skyldi það ekki. En það var samt mjög fyndið,“ segir Berit en aðallega talar Egill Einarsson um jólajapl í þáttunum og á hann þá við um munnmök yfir hátíðirnar. Berit fékk loksins útskýringu á orðinu í viðtalinu. „Ég er komin með túristaíslensku,“ segir Berit og það á íslensku. „Ég er mikið í hestamennsku og skil hestaíslenskuna nokkuð vel. Mamma mín talar íslensku því hún bjó hér í nokkur ár og þegar hún talar íslensku skil ég hana mjög vel. Við getum sagt að ég sé með ágæta barnaíslensku,“ segir Berit sem hefur hlustað á FM957 síðan árið 2003 og þá aðallega vegna tónlistarinnar á stöðinni til að byrja með. Berit hefur komið til Íslands sirka annað hvert ár frá árinu 2003 en móðir hennar varð ástfangin af íslenskum manni. „Ég er aðallega hér á sumrin og þetta er í fyrsta sinn sem ég kem hingað um vetur.“ Hér að neðan má hlusta á síðasta þátt af FM95BLÖ. FM95BLÖ Íslandsvinir Íslenska á tækniöld Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Nældi sér í einn umdeildan Lífið Fleiri fréttir Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Sjá meira
„Ég hef verið að heimsækja fjölmiðla hér á landi og Háskóla Íslands til þess að verða betri blaðamaður,“ segir Berit Ertmann, blaðamaður Jyllands-Posten, sem hefur verið hér á landi síðustu daga og fengið að kynnast starfsemi íslenskra fjölmiðla. Berit hlustar reglulega á útvarpsþáttinn FM95BLÖ á FM957 og gerir hún það í gegnum hlaðvarpsveitur og á Vísi. Hún er aðdáandi þáttarins og lærir íslensku samhliða hlustuninni. FM95BLÖ hefur verið á dagskrá í að verða áratug og er þátturinn einn sá allra vinsælasti hér á landi. Auðunn Blöndal, Egill Einarsson og Steinþór Hróar Steinþórsson halda úti þættinum. „Ég fann þáttinn á Spotify og fannst strax gaman að hlusta á þessa stráka. Svo þegar þátturinn klárast á Spotify þá byrjar eldri þáttur strax að spilast í kjölfarið og ég bara hélt áfram. Ég var síðan allt í einu farin að keyra um á bílnum að hlusta á FM95BLÖ og að læra íslensku í leiðinni.“ Berit fékk auðvitað að hitta Auðunn Blöndal á Suðurlandsbrautinni í dag.vísir/sáp Berit hefur til að mynda tekið eftir því að við Íslendingar notum mikið orðið sko. „Stundum eru þeir að segja eitthvað rosalega fyndið sem ég kannski skil ekki alveg, en ég sit samt í bílnum og hlæ og veit samt ekkert almennilega hvað ég er að hlægja af. Það var mikið verið að tala um Jólajapl um jólin og ég skyldi það ekki. En það var samt mjög fyndið,“ segir Berit en aðallega talar Egill Einarsson um jólajapl í þáttunum og á hann þá við um munnmök yfir hátíðirnar. Berit fékk loksins útskýringu á orðinu í viðtalinu. „Ég er komin með túristaíslensku,“ segir Berit og það á íslensku. „Ég er mikið í hestamennsku og skil hestaíslenskuna nokkuð vel. Mamma mín talar íslensku því hún bjó hér í nokkur ár og þegar hún talar íslensku skil ég hana mjög vel. Við getum sagt að ég sé með ágæta barnaíslensku,“ segir Berit sem hefur hlustað á FM957 síðan árið 2003 og þá aðallega vegna tónlistarinnar á stöðinni til að byrja með. Berit hefur komið til Íslands sirka annað hvert ár frá árinu 2003 en móðir hennar varð ástfangin af íslenskum manni. „Ég er aðallega hér á sumrin og þetta er í fyrsta sinn sem ég kem hingað um vetur.“ Hér að neðan má hlusta á síðasta þátt af FM95BLÖ.
FM95BLÖ Íslandsvinir Íslenska á tækniöld Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Nældi sér í einn umdeildan Lífið Fleiri fréttir Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Sjá meira