Fyrsta stiklan úr Steinda Con: „Heyrði sögur sem breyttu lífi mínu til frambúðar“ Stefán Árni Pálsson skrifar 31. janúar 2020 16:30 Þættirnir fara í loftið á Stöð 2 14.febrúar. Steinþór Hróar Steinþórsson fer af stað með nýja þætti á Stöð 2 þann 14. febrúar og bera þeir nafnið Steindacon. Um er að ræða sex þætti þar sem hann fer með sex mismunandi gestum á hátíðir og ráðstefnur víða um heim. „Tilgangur ferðarinnar hverju sinni er að komast að því hvers vegna umrædd hátíð sé til og hvers vegna fólk sækir þessar ráðstefnu árlega,“ segir Steindi. „Ég og flestir gestir mínir förum alveg fordómalaus á þessar hátíðir. Pælingin er að vera mjög opinn fyrir hátíðinni og leyfa sér að sogast inn í þetta. Prófa allt sem er í boði, hitta fólk og kynnast því. Svo má velta steinum yfir því hvort þetta sé fyrir mann eða ekki.“ Steindi fór með Önnu Svövu á BronyCon sem er My Little Pony ráðstefna fyrir fullorðna. Hann skellti sér á Drekahátíð með Hugleiki Dagssyni sem er ein stærsta larphátíð heims. Hræddur við tvennt og því varð Dóri DNA fyrir valinu Svo fór hann á heimsmeistaramótið í luftgítar í Finnlandi með móður sinni. Einnig skellti Steindi sér á geimveruráðstefnu með Bergi Ebba og reyndu þeir að komast alla leið að area 51 í Bandaríkjunum. Dóri DNA fékk að fara með honum til Ástralíu á Redneck leika og kassabílarallý. „Dóri er hræddur við tvennt. Hann er sjúklega flughræddur og er hræddur við köngulær. Til að komast í lítinn bæ í Ástralíu sem heitir Winton þurftum við að fara í fjögur flug og það var gjörsamlega allt morandi í köngulóm,“ segir Steindi. Svo að lokum fer Steindi með kærustinni sinni Sigrúnu á FetishCon. „Þar eru bara hlutir sem ég sá og heyrði sögur sem breyttu lífi mínu til frambúðar, alls ekki til hins betra neitt.“ Skot framleiðir þættina og Ragnar Hansson leikstýrir en hér að neðan má sjá fyrstu stikluna. Bíó og sjónvarp Steinda Con Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Steinþór Hróar Steinþórsson fer af stað með nýja þætti á Stöð 2 þann 14. febrúar og bera þeir nafnið Steindacon. Um er að ræða sex þætti þar sem hann fer með sex mismunandi gestum á hátíðir og ráðstefnur víða um heim. „Tilgangur ferðarinnar hverju sinni er að komast að því hvers vegna umrædd hátíð sé til og hvers vegna fólk sækir þessar ráðstefnu árlega,“ segir Steindi. „Ég og flestir gestir mínir förum alveg fordómalaus á þessar hátíðir. Pælingin er að vera mjög opinn fyrir hátíðinni og leyfa sér að sogast inn í þetta. Prófa allt sem er í boði, hitta fólk og kynnast því. Svo má velta steinum yfir því hvort þetta sé fyrir mann eða ekki.“ Steindi fór með Önnu Svövu á BronyCon sem er My Little Pony ráðstefna fyrir fullorðna. Hann skellti sér á Drekahátíð með Hugleiki Dagssyni sem er ein stærsta larphátíð heims. Hræddur við tvennt og því varð Dóri DNA fyrir valinu Svo fór hann á heimsmeistaramótið í luftgítar í Finnlandi með móður sinni. Einnig skellti Steindi sér á geimveruráðstefnu með Bergi Ebba og reyndu þeir að komast alla leið að area 51 í Bandaríkjunum. Dóri DNA fékk að fara með honum til Ástralíu á Redneck leika og kassabílarallý. „Dóri er hræddur við tvennt. Hann er sjúklega flughræddur og er hræddur við köngulær. Til að komast í lítinn bæ í Ástralíu sem heitir Winton þurftum við að fara í fjögur flug og það var gjörsamlega allt morandi í köngulóm,“ segir Steindi. Svo að lokum fer Steindi með kærustinni sinni Sigrúnu á FetishCon. „Þar eru bara hlutir sem ég sá og heyrði sögur sem breyttu lífi mínu til frambúðar, alls ekki til hins betra neitt.“ Skot framleiðir þættina og Ragnar Hansson leikstýrir en hér að neðan má sjá fyrstu stikluna.
Bíó og sjónvarp Steinda Con Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira