Los Angeles Lakers spilar í kvöld sinn fyrsta leik síðan að Kobe Bryant fórst í þyrluslysi ásamt dóttur sinni og sjö öðrum. LeBron James mun frumsýna nýtt húðflúr í kvöld sem er tileinkað minningu Kobe.
Kvöldið áður en körfuboltaheimurinn missti Kobe hafði LeBron James komist upp fyrir Kobe Bryant og upp í þriðja sætið á listanum yfir stigahæstu leikmennina í sögu NBA.
LeBron James vottaði Kobe virðingu sína eftir þann leik og talaði um heiðurinn að vera nefndur í sömu mund og Kobe Bryant.
James var eins og aðrir var í miklu áfalli eftir að fréttirnar bárust af örlögum Kobe en sendi frá sér hjartnæma yfirlýsingu á Instagram.
Leik Los Angeles Lakers og Los Angeles Clippers á þriðjudagskvöldið var frestað og fyrsti leikur Lakers liðsins eftir fráfall Kobe er á móti Portland Trail Blazers í Staples Center í kvöld.
Lakers liðið æfði saman í gær og þar mátti meðal annars sjá glitta í nýja húðflúrið hans LeBrons.
Hlúðflúrið er af svartri mömbu sem er afrísk eiturslanga og var gælunafn Kobe Bryant.
Liðsfélagi LeBrons James, Anthony Davis, fékk sér líka nýtt húðflúr tileinkað minningu Kobe Bryant.
LeBron James and Anthony Davis showed a peek of their Kobe Bryant tribute tattoos on their Instagram stories.https://t.co/qDxI8ns4H5
— Entertainment Tonight (@etnow) January 30, 2020
LeBron James Reveals Kobe Bryant Tribute Tattoo https://t.co/uh8vnSZPAz
— TMZ (@TMZ) January 30, 2020