Tomsick: Finnum alltaf leiðir til að vinna Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 31. janúar 2020 22:50 Tomsick í leik með Stjörnunni fyrr í vetur. vísir/bára Nick Tomsick var að vonum kátur með seiglusigur gegn Njarðvík í kvöld í sveiflukenndum leik. Stjarnan vann að lokum 89-84. Njarðvíkingar tóku snemma forystuna í leiknum en þeir gerðu vel í að halda Tomsick í skefjum framan af. „Þeir gerðu vel í því að klippa mig út úr sókninni en aðrir í liðinu stigu upp á móti,“ sagði Tomsick um fyrsta leikhlutann. Hann skoraði ekki fyrr en á lokasekúndu fyrri hálfleiksins þegar hann setti flautuþrist. Nick hafði engar sérstakar áhyggjur þó að staðan hafi á tímabili verið erfið og kvaðst hafa treyst sínu liði til að tryggja þennan sigur. „Sama sagan hjá liðinu okkar á tímabilinu, við finnum alltaf leiðir til að vinna.“ Í seinni hálfleik tók Stjarnan öll völd fyrstu tíu mínúturnar og unnu þriðja leikhlutann með 17 stigum, 33-16. Nick þakkaði vörninni gegn Njarðvík og því að Stjarnan keyrði upp hraðann. „Við förum að þröngva þá í fleiri mistök, pössuðum upp á að þeir næðu ekki sóknarfráköstum og vorum duglegir að keyra í hraðaupphlaupin,“ sagði Tomsick um leikhlutann. „Þegar við náum að hlaupa á lið þá erum við besta liðið í deildinni. Njarðvíkingar voru þó ekki af baki dottnir og náðu næstum því að stela sigrinum á lokamínútunum með feiknargóðum endaspretti. Chaz Williams var þar í fararbroddi, en hann skoraði m.a. ellefu stig í röð. „Þeir eru með gott lið og Chaz er flottur leikmaður, það er ekki hægt að halda svona góðum spilara í skefjum í heilan leik,“ sagði Nick um lokakafla leiksins. Njarðvík náði eins stiga forystu með rúma mínútu til leiksloka. Hlynur Bæringsson náði hins vegar að setja mikilvæga körfu í næstu sókn til að taka forystuna á ný og Stjörnumenn unnu leikinn á lokametrunum. „Við gerðum vel í að standa af okkur áhlaup þeirra í lokin, höfðum góða leiðtoga inn á vellinum til að halda okkur á beinu brautinni og við náðum í þennan sigu,“ sagði Tomsick um seinustu móment leiksins. Stjarnan hefur núna unnið tólf sigra í röð sem byrjaði einmitt á sigri gegn Njarðvík fyrir þremur mánuðum síðan. Það er ekki úr vegi að spyrja hvort að þeir muni tapa leik það sem eftir er af tímabilinu? „Við ætlum bara að horfa fram til næsta leiks, ekki lengra í bili,“ segir Nick Tomsick brosandi og heldur inn í búningsklefann eftir góðan sigur í mjög skemmtilegum leik. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Njarðvík 89-84 | Tólfti sigur Stjörnunnar í röð Stjarnan náði aftur fjögurra stiga forskoti á toppi Domino's deildar karla með sigri á Njarðvík. 31. janúar 2020 22:00 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Sjá meira
Nick Tomsick var að vonum kátur með seiglusigur gegn Njarðvík í kvöld í sveiflukenndum leik. Stjarnan vann að lokum 89-84. Njarðvíkingar tóku snemma forystuna í leiknum en þeir gerðu vel í að halda Tomsick í skefjum framan af. „Þeir gerðu vel í því að klippa mig út úr sókninni en aðrir í liðinu stigu upp á móti,“ sagði Tomsick um fyrsta leikhlutann. Hann skoraði ekki fyrr en á lokasekúndu fyrri hálfleiksins þegar hann setti flautuþrist. Nick hafði engar sérstakar áhyggjur þó að staðan hafi á tímabili verið erfið og kvaðst hafa treyst sínu liði til að tryggja þennan sigur. „Sama sagan hjá liðinu okkar á tímabilinu, við finnum alltaf leiðir til að vinna.“ Í seinni hálfleik tók Stjarnan öll völd fyrstu tíu mínúturnar og unnu þriðja leikhlutann með 17 stigum, 33-16. Nick þakkaði vörninni gegn Njarðvík og því að Stjarnan keyrði upp hraðann. „Við förum að þröngva þá í fleiri mistök, pössuðum upp á að þeir næðu ekki sóknarfráköstum og vorum duglegir að keyra í hraðaupphlaupin,“ sagði Tomsick um leikhlutann. „Þegar við náum að hlaupa á lið þá erum við besta liðið í deildinni. Njarðvíkingar voru þó ekki af baki dottnir og náðu næstum því að stela sigrinum á lokamínútunum með feiknargóðum endaspretti. Chaz Williams var þar í fararbroddi, en hann skoraði m.a. ellefu stig í röð. „Þeir eru með gott lið og Chaz er flottur leikmaður, það er ekki hægt að halda svona góðum spilara í skefjum í heilan leik,“ sagði Nick um lokakafla leiksins. Njarðvík náði eins stiga forystu með rúma mínútu til leiksloka. Hlynur Bæringsson náði hins vegar að setja mikilvæga körfu í næstu sókn til að taka forystuna á ný og Stjörnumenn unnu leikinn á lokametrunum. „Við gerðum vel í að standa af okkur áhlaup þeirra í lokin, höfðum góða leiðtoga inn á vellinum til að halda okkur á beinu brautinni og við náðum í þennan sigu,“ sagði Tomsick um seinustu móment leiksins. Stjarnan hefur núna unnið tólf sigra í röð sem byrjaði einmitt á sigri gegn Njarðvík fyrir þremur mánuðum síðan. Það er ekki úr vegi að spyrja hvort að þeir muni tapa leik það sem eftir er af tímabilinu? „Við ætlum bara að horfa fram til næsta leiks, ekki lengra í bili,“ segir Nick Tomsick brosandi og heldur inn í búningsklefann eftir góðan sigur í mjög skemmtilegum leik.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Njarðvík 89-84 | Tólfti sigur Stjörnunnar í röð Stjarnan náði aftur fjögurra stiga forskoti á toppi Domino's deildar karla með sigri á Njarðvík. 31. janúar 2020 22:00 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Njarðvík 89-84 | Tólfti sigur Stjörnunnar í röð Stjarnan náði aftur fjögurra stiga forskoti á toppi Domino's deildar karla með sigri á Njarðvík. 31. janúar 2020 22:00