Vala Eiríks og Sigurður dönsuðu Foxtrott við lagið You Should be Dancing með Bee Gees í síðasta þætti síðastliðin föstudagskvöld og var þátturinn í beinni útsendingu á Stöð 2
Bæði voru þau eru fallega bláklædd og voru diskótaktarnir heldur betur góðir. Dómararnir voru hrifnir.
„Það er mikil pressa á ykkur eftir síðustu viku. Mér fannst þið halda ykkar striki býsna vel í kvöld. Ég sé alltaf vinnuna og svitann á bak við allt sem þið gerið. Var rosalega ánægð með ykkur í kvöld,“ sagði Selma sem gaf þeim 9 í einkunn.
„Er svo ánægður að þú hefur hlustað á okkur með líkamsstöðuna. Hefði samt viljað sjá þig rúlla aðeins betur á fætinum. Ótrúlega skemmtilegt að horfa á ykkur. Jóhann fór úr skónum til að sýna okkur hvernig á að rúlla fætinum, hann er svo frábær,“ sagði Jóhann og gaf hann þeim einnig 9 í einkunn.
„Þið voruð svolítið í því að stíga í staðinn fyrir að láta fótinn renna. Þið vinnið þetta rosalega vel. Gott samstarf og vel gert,“ sagði Karen Reeve sem gaf þeim 9 í einkunn eins og hinir dómarar.
Hér að neðan má sjá atriðið sjálft.