Séra Hildur segir frussandi fyllibyttum til syndanna Jakob Bjarnar skrifar 23. janúar 2020 15:25 Séra Hildur Eir lætur sig ekki muna um að lesa yfir fyllibyttunum í ádrepu sem hún skrifar á Facebook. Séra Hildur Eir Bolladóttir skrifar ádrepu á Facebooksíðu sína en þar beinir hún sjónum að atferli og framgöngu þeirra sem hafa drukkið sig mígandi fulla. Sjálfs segist hún nú hafa verið edrú í fimm ár og það hafi tekið sig þann tíma að segja hinum fullu hvað til síns friðar heyrir. „Af hverju er sjálfsagðara að ég drífi mig heim þegar fólk er orðið svo drukkið að það getur ekki haldið munnvatninu innan vara og frussar framan í mig í öðru hvoru orði, líka vegna þess að það er orðið ónæmt á líkamleg landamæri og stendur alltof nálægt manni?“ spyr Hildur Eir. Hún segir að hóflega drukkið vín gleðji mannsins hjarta en öðru máli gegnir um blindfulla fólkið. Næturlífið. Óþolandi leiðinlegir fylliraftar hafa gert það nánast ógerlegt fyrir allsgátt fólk að bregða undir sig betri fætinum, segir Séra Hildur Eirvisir/kolbeinn tumi Henni finnst gaman að fara út að skemmta sér en eftir að hún hætti að nota vín þá sé það alltaf hennar að flýja af hólmi eftir að fulla fólkið hefur hertekið stemminguna: „Tala um starfið mitt af því að þegar menn eru orðnir fullir verða þeir umsvifalaust ofsatrúaðir og vilja með öllum ráðum koma mér í skilning um að þeir séu ekki á leið til helvítis: Þjarma að mér af því að ég nota ekki vín og spyrja stanslaust hvort ég sé ekki hress, bara af því að auðvitað get ég ekki verið mojitohress af Pepsi Max en ég get samt verið að skemmta mér og tala um áhugaverða hluti: Hella yfir mig bjór af því að bæði gróf og fínhreyfingar eru lamaðar af ofdrykkju: Tala og hlæja ofan í skemmti og tónlistaratriði þannig að listamennirnir standa niðurlægðir á sviðinu og við sem erum edrú þjáumst með þeim,“ segir prestur. Hildur Eir telur víst að einhverjir muni taka pistli sínum sem svo að hún sé ógeðslega leiðinleg og hrokafull en hún bara nenni ekki lengur að bugta sig og beygja fyrir Bakkusi þegar hann er löngu horfinn úr lífi hennar. Hún dýrkar annan Guð og sig hafi lengi langað til að segja þetta. Næturlíf Þjóðkirkjan Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Sjá meira
Séra Hildur Eir Bolladóttir skrifar ádrepu á Facebooksíðu sína en þar beinir hún sjónum að atferli og framgöngu þeirra sem hafa drukkið sig mígandi fulla. Sjálfs segist hún nú hafa verið edrú í fimm ár og það hafi tekið sig þann tíma að segja hinum fullu hvað til síns friðar heyrir. „Af hverju er sjálfsagðara að ég drífi mig heim þegar fólk er orðið svo drukkið að það getur ekki haldið munnvatninu innan vara og frussar framan í mig í öðru hvoru orði, líka vegna þess að það er orðið ónæmt á líkamleg landamæri og stendur alltof nálægt manni?“ spyr Hildur Eir. Hún segir að hóflega drukkið vín gleðji mannsins hjarta en öðru máli gegnir um blindfulla fólkið. Næturlífið. Óþolandi leiðinlegir fylliraftar hafa gert það nánast ógerlegt fyrir allsgátt fólk að bregða undir sig betri fætinum, segir Séra Hildur Eirvisir/kolbeinn tumi Henni finnst gaman að fara út að skemmta sér en eftir að hún hætti að nota vín þá sé það alltaf hennar að flýja af hólmi eftir að fulla fólkið hefur hertekið stemminguna: „Tala um starfið mitt af því að þegar menn eru orðnir fullir verða þeir umsvifalaust ofsatrúaðir og vilja með öllum ráðum koma mér í skilning um að þeir séu ekki á leið til helvítis: Þjarma að mér af því að ég nota ekki vín og spyrja stanslaust hvort ég sé ekki hress, bara af því að auðvitað get ég ekki verið mojitohress af Pepsi Max en ég get samt verið að skemmta mér og tala um áhugaverða hluti: Hella yfir mig bjór af því að bæði gróf og fínhreyfingar eru lamaðar af ofdrykkju: Tala og hlæja ofan í skemmti og tónlistaratriði þannig að listamennirnir standa niðurlægðir á sviðinu og við sem erum edrú þjáumst með þeim,“ segir prestur. Hildur Eir telur víst að einhverjir muni taka pistli sínum sem svo að hún sé ógeðslega leiðinleg og hrokafull en hún bara nenni ekki lengur að bugta sig og beygja fyrir Bakkusi þegar hann er löngu horfinn úr lífi hennar. Hún dýrkar annan Guð og sig hafi lengi langað til að segja þetta.
Næturlíf Þjóðkirkjan Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Sjá meira