Lofar leðurbuxum á sviðinu Stefán Árni Pálsson skrifar 24. janúar 2020 13:30 Einar Ágúst syngur Lenny Kravitz. Vísir/getty/einar ágúst „Það hefur lengi verið einn af mínum draumum að syngja tónlist Lenny Kravitz á tónleikum, enda hef ég alltaf verið mikill aðdáandi hans. Meira að segja munaði minnstu að ég hefði hitt kappann eftir tónleika hans í Barcelona fyrir nokkrum árum,” segir tónlistarmaðurinn Einar Ágúst Víðisson. Hann ætlar ásamt hljómsveitinni Dig In að flytja helstu lög Lenny Kravitz á heiðurstónleikum næstkomandi laugardagskvöld á Hard Rock Café. Ásamt Einari skipa hljómsveitina þeir Baldur Kristjánsson bassaleikari, Gunnar Leó Pálsson trommuleikari, Jón Ingimundarson hljómborðsleikari og gítarleikararnir Kristinn Sturluson og Sveinn Pálsson. Einar þekkir vel til tónlistar Lenny Kravitz og var til að mynda fararstjóri hjá hópi Íslendinga á tónleika Lenny Kravitz í Barcelona árið 2002. „Þetta voru frábærir tónleikar og ákaflega eftirminnilegir. Ég átti meira að segja svona VIP miða og mátti þar af leiðandi hitta kauða eftir tónleikana en það fór því miður forgörðum. Ég fékk þó áritað plakat í sárabætur,” segir Einar og hlær. Ætlar ekki að flexa magavöðvunum Lenny Kravitz, sem er fjórfaldur Grammy-verðlaunahafi, hefur í gegnum tíðina ekki eingöngu verið vinsæll fyrir tónlist sína, því hann hefur einnig vakið mikla athygli fyrir klæðaburð og stíl. „Jú, ætli Lenny eigi ekki einhvern þátt í því að maður pantaði sér útvíðar leðurbuxur á sínum tíma,” segir Einar kíminn, spurður út í tískuáhrifin frá bandaríska listamanninum. Einar segir enn óráðið hvort hann og félagarnir í hljómsveitinni ætli að gerast djarfir í klæðaburði á tónleikunum til að líkja enn frekar eftir Kravitz. „Ég get allavega lofað því að það verður einhver í leðurbuxum á sviðinu. Ég ætla samt ekki að flexa magavöðvunum” bætir Einar við sposkur á svip. Spurður út í sín uppáhalds Kravitz lög segir Einar að þau séu nú nokkur í uppáhaldi. „Lögin Again og Always on the Run eru líklega í mestu uppáhaldi en það síðarnefnda er að einhverju leyti þemalagið mitt,” segir Einar og glottir. Hann lofar hörku tónleikum á laugardagskvöldið en hægt er að kaupa miða á tónleikana á tix.is. Tónlist Mest lesið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira
„Það hefur lengi verið einn af mínum draumum að syngja tónlist Lenny Kravitz á tónleikum, enda hef ég alltaf verið mikill aðdáandi hans. Meira að segja munaði minnstu að ég hefði hitt kappann eftir tónleika hans í Barcelona fyrir nokkrum árum,” segir tónlistarmaðurinn Einar Ágúst Víðisson. Hann ætlar ásamt hljómsveitinni Dig In að flytja helstu lög Lenny Kravitz á heiðurstónleikum næstkomandi laugardagskvöld á Hard Rock Café. Ásamt Einari skipa hljómsveitina þeir Baldur Kristjánsson bassaleikari, Gunnar Leó Pálsson trommuleikari, Jón Ingimundarson hljómborðsleikari og gítarleikararnir Kristinn Sturluson og Sveinn Pálsson. Einar þekkir vel til tónlistar Lenny Kravitz og var til að mynda fararstjóri hjá hópi Íslendinga á tónleika Lenny Kravitz í Barcelona árið 2002. „Þetta voru frábærir tónleikar og ákaflega eftirminnilegir. Ég átti meira að segja svona VIP miða og mátti þar af leiðandi hitta kauða eftir tónleikana en það fór því miður forgörðum. Ég fékk þó áritað plakat í sárabætur,” segir Einar og hlær. Ætlar ekki að flexa magavöðvunum Lenny Kravitz, sem er fjórfaldur Grammy-verðlaunahafi, hefur í gegnum tíðina ekki eingöngu verið vinsæll fyrir tónlist sína, því hann hefur einnig vakið mikla athygli fyrir klæðaburð og stíl. „Jú, ætli Lenny eigi ekki einhvern þátt í því að maður pantaði sér útvíðar leðurbuxur á sínum tíma,” segir Einar kíminn, spurður út í tískuáhrifin frá bandaríska listamanninum. Einar segir enn óráðið hvort hann og félagarnir í hljómsveitinni ætli að gerast djarfir í klæðaburði á tónleikunum til að líkja enn frekar eftir Kravitz. „Ég get allavega lofað því að það verður einhver í leðurbuxum á sviðinu. Ég ætla samt ekki að flexa magavöðvunum” bætir Einar við sposkur á svip. Spurður út í sín uppáhalds Kravitz lög segir Einar að þau séu nú nokkur í uppáhaldi. „Lögin Again og Always on the Run eru líklega í mestu uppáhaldi en það síðarnefnda er að einhverju leyti þemalagið mitt,” segir Einar og glottir. Hann lofar hörku tónleikum á laugardagskvöldið en hægt er að kaupa miða á tónleikana á tix.is.
Tónlist Mest lesið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira