Manuela Ósk og Jón Eyþór: Ósátt með að detta út þar sem rangt símanúmer birtist á skjánum Atli Ísleifsson skrifar 25. janúar 2020 19:29 Þarna hefði átt að standa 900 9004. Manuela Ósk Harðardóttir og Jón Eyþór Gottskálksson þykir leitt með málavexti eftir að þau duttu út úr þættinum Allir geta dansað sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi. Í samantekt dansanna, þegar símakosning var hafin, birtist fyrir mistök símanúmer annars danspars þegar sýnt var úr dansatriði þeirra Manuelu og Jóns Eyþórs. Parið ræddi reynslu sína af þáttunum í þættinum Bakaríinu á Bylgjunni í morgun. Þau segjast hafa verið mjög sátt með atriði sitt í gær. Jón Eyþór segir dansinn sem Manuela skilaði í gær hafa verið ótrúlega góðan. „Dómarar sögðu að þetta væri langbesta atriðið sem við höfðum nokkurn tímann dansað í keppninni. En það vantaði samt greinilega eitthvað, hjá þeim til þess að verðlauna Manuelu, eða okkur, fyrir það. Ég veit ekki hvað það var sem vantaði,“ segir Jón Eyþór. Símanúmer Völu og Sigga birtist Barst þá talið að atvikinu sem annar þátttastjórnandanna, Auðunn Blöndal, minntist á í miðri símakosningu – að rangt númer hafi fyrir mistök birst á skjánum. Manuela hefur einnig rætt mistökin á samfélagsmiðlum í dag. Jón Eyþór segir það hafa verið mjög leiðinlegt. „Á undanúrslitakvöldi, á mikilvægasta punktinum í þættinum þá gerist það að þegar þau opna á símakosningu og rúlla atriðin þá kemur vitlaust númer og kemur símanúmerið hjá Völu [Eiríks] og Sigga [Sigurður Már Atlason] sem voru á undan okkur. Og nöfnin þeirra yfir okkar atriði,“ segir Jón. „Þeirra kom þá tvisvar. Okkar kom aldrei,“ segir Manuela þá. Þannig að það útskýrir kannski að einhverju leyti af hverju þið voruð þarna í botninum? „Það… Einmitt. Það er svoleiðis búið að rigna yfir okkur skilaboðum um að það hafi verið ruglingur og margir kosið vitlaust og svoleiðis,“ segir Jón Eyþór. „Það er eiginlega það sárasta í þessu. Af því að við vorum bæði í rauninni orðin mjög sátt með okkar árangur í keppninni, en við vildum fara út sanngjarnan hátt.“ Jón Eyþór segir að þau hefðu í raun verið sátt með að detta úr keppninni á þessum tímapunkti ef allt hefði verið eðlilegt, og allt rétt. „En nú efumst við. Kannski, miðað við viðtökurnar og miðað við allt sem við erum búin að fá sent á okkur eftir þetta, finnst okkur þetta gríðarlega leiðinlegt.“ VÍSIR/M. FLÓVENT Í viðtalinu ræddu þau einnig að nú væru þau orðin eitthvað aðeins meira en dansfélagar. Rifjaði Jón Eyþór upp að þau hafi fyrst kynnst í þessu ferli, og nefnir svo í gamansömum tón að samfélagsmiðlastjarnan Manuela hafi ekki verið neitt svakalega ánægð með það að hann hafi ekki fylgt henni á Instagram áður en þau kynntust. Hann gekkst þó við að hafa á árum áður flett í gegnum auglýsingabæklinga þar sem finna mátti myndir af Manuela sem hefur lengi starfað sem fyrirsæta. Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan. Allir geta dansað Bakaríið Tengdar fréttir Manuela og Jón Eyþór send heim í undanúrslitaþættinum Keppnin var hnífjöfn þegar Manuela og Jón Eyþór voru send heim. 24. janúar 2020 21:45 Manuela Ósk fann ástina á dansgólfinu Manuela Ósk og Jón Eyþór ná vel saman á dansgólfinu og utan þess. 24. janúar 2020 09:02 Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Fleiri fréttir Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Sjá meira
Manuela Ósk Harðardóttir og Jón Eyþór Gottskálksson þykir leitt með málavexti eftir að þau duttu út úr þættinum Allir geta dansað sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi. Í samantekt dansanna, þegar símakosning var hafin, birtist fyrir mistök símanúmer annars danspars þegar sýnt var úr dansatriði þeirra Manuelu og Jóns Eyþórs. Parið ræddi reynslu sína af þáttunum í þættinum Bakaríinu á Bylgjunni í morgun. Þau segjast hafa verið mjög sátt með atriði sitt í gær. Jón Eyþór segir dansinn sem Manuela skilaði í gær hafa verið ótrúlega góðan. „Dómarar sögðu að þetta væri langbesta atriðið sem við höfðum nokkurn tímann dansað í keppninni. En það vantaði samt greinilega eitthvað, hjá þeim til þess að verðlauna Manuelu, eða okkur, fyrir það. Ég veit ekki hvað það var sem vantaði,“ segir Jón Eyþór. Símanúmer Völu og Sigga birtist Barst þá talið að atvikinu sem annar þátttastjórnandanna, Auðunn Blöndal, minntist á í miðri símakosningu – að rangt númer hafi fyrir mistök birst á skjánum. Manuela hefur einnig rætt mistökin á samfélagsmiðlum í dag. Jón Eyþór segir það hafa verið mjög leiðinlegt. „Á undanúrslitakvöldi, á mikilvægasta punktinum í þættinum þá gerist það að þegar þau opna á símakosningu og rúlla atriðin þá kemur vitlaust númer og kemur símanúmerið hjá Völu [Eiríks] og Sigga [Sigurður Már Atlason] sem voru á undan okkur. Og nöfnin þeirra yfir okkar atriði,“ segir Jón. „Þeirra kom þá tvisvar. Okkar kom aldrei,“ segir Manuela þá. Þannig að það útskýrir kannski að einhverju leyti af hverju þið voruð þarna í botninum? „Það… Einmitt. Það er svoleiðis búið að rigna yfir okkur skilaboðum um að það hafi verið ruglingur og margir kosið vitlaust og svoleiðis,“ segir Jón Eyþór. „Það er eiginlega það sárasta í þessu. Af því að við vorum bæði í rauninni orðin mjög sátt með okkar árangur í keppninni, en við vildum fara út sanngjarnan hátt.“ Jón Eyþór segir að þau hefðu í raun verið sátt með að detta úr keppninni á þessum tímapunkti ef allt hefði verið eðlilegt, og allt rétt. „En nú efumst við. Kannski, miðað við viðtökurnar og miðað við allt sem við erum búin að fá sent á okkur eftir þetta, finnst okkur þetta gríðarlega leiðinlegt.“ VÍSIR/M. FLÓVENT Í viðtalinu ræddu þau einnig að nú væru þau orðin eitthvað aðeins meira en dansfélagar. Rifjaði Jón Eyþór upp að þau hafi fyrst kynnst í þessu ferli, og nefnir svo í gamansömum tón að samfélagsmiðlastjarnan Manuela hafi ekki verið neitt svakalega ánægð með það að hann hafi ekki fylgt henni á Instagram áður en þau kynntust. Hann gekkst þó við að hafa á árum áður flett í gegnum auglýsingabæklinga þar sem finna mátti myndir af Manuela sem hefur lengi starfað sem fyrirsæta. Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan.
Allir geta dansað Bakaríið Tengdar fréttir Manuela og Jón Eyþór send heim í undanúrslitaþættinum Keppnin var hnífjöfn þegar Manuela og Jón Eyþór voru send heim. 24. janúar 2020 21:45 Manuela Ósk fann ástina á dansgólfinu Manuela Ósk og Jón Eyþór ná vel saman á dansgólfinu og utan þess. 24. janúar 2020 09:02 Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Fleiri fréttir Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Sjá meira
Manuela og Jón Eyþór send heim í undanúrslitaþættinum Keppnin var hnífjöfn þegar Manuela og Jón Eyþór voru send heim. 24. janúar 2020 21:45
Manuela Ósk fann ástina á dansgólfinu Manuela Ósk og Jón Eyþór ná vel saman á dansgólfinu og utan þess. 24. janúar 2020 09:02