Talið að börnunum hafi verið byrluð ólyfjan og þau kæfð Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. janúar 2020 13:43 Conor, Darragh og Carla McGinley ásamt föður sínum, Andrew. Írska lögreglan Faðir þriggja írskra systkina, sem fundust látin á heimili sínu í úthverfi Dyflinnar á föstudagskvöld, segir að hver einasti andardráttur sé „barátta“ í kjölfar andláts þeirra. Talið er að börnunum hafi verið byrlað og þau svo kæfð. Lögregla bíður nú eftir að ræða við móður barnanna, sem liggur þungt haldin á sjúkrahúsi. Sjá einnig: Sagt að fara ekki upp á efri hæðina heldur hringja í neyðarlínu Systkinin hétu Conor, Darragh og Carla McGinley. Þau voru níu, sjö og þriggja ára. Móðir barnanna, Deirdre Morley, fannst í miklu uppnámi fyrir utan heimilið á föstudagskvöld. Líkin fundust skömmu síðar. Morley var flutt á sjúkrahús og er enn þar til meðferðar. Eyðilegging, sorg og örvænting Andrew McGinley, faðir barnanna, sendi frá sér yfirlýsingu í morgun sem írska lögreglan hafði milligöngu um. „Það eru engin orð. Það er aðeins eyðilegging, sorg og örvænting. Hver einasti andardráttur er barátta. Conor, Darragh og Carla eru elskuð. Þau áttu öll fallega, bjarta framtíð fyrir höndum með fjölskyldu, vinum og samfélagi sem elskaði þau,“ segir í yfirlýsingunni. „Til allra foreldra, faðmið börnin ykkar þegar þið fáið tækifæri til þess, segið þeim hversu heitt þið elskið þau eins oft og þið getið. […] Framtíðin er nú orðin óvinur okkar en við munum berjast við hana hvern einasta dag til að halda minningu Conor, Darragh og Cörlu á lofti.“ Komast til botns í því hvaða lyf voru í húsinu Eins og áður segir fannst Deirdre Morley, móðir barnanna, í uppnámi fyrir utan heimilið á föstudag. Í frétt Irish Times segir að hún liggi nú meðvitundarlaus á sjúkrahúsi. Haft hefur verið eftir lögreglu að ekki verði unnt að ræða við hana fyrr en henni batni. Þá sé hún alvarlega veik en búist er við því að hún lifi af. Frá vettvangi við heimili fjölskyldunnar aðfaranótt laugardags.Vísir/getty Morley er hjúkrunarfræðingur og starfar á barnaspítala í úthverfi Dyflinnar. Hún var send í „streitutengt“ leyfi frá störfum á síðasta ári, að því er fram kemur í frétt Irish Times. Enn hefur ekkert verið staðfest um dánarorsök barnanna en lögregla segir rannsókn málsins „sakamálalegs eðlis“. Málið verði ekki formlega rannsakað sem morð fyrr en lögreglu gefst tækifæri til að ræða við móður barnanna. Biðin eftir því gæti tekið nokkra daga. Þá hefur Irish Times eftir lögreglu að nú sé talið að börnunum hafi verið byrluð ólyfjan, mögulega róandi lyf. Þau hafi svo verið kæfð. Þá muni rannsókn m.a. beinast að því hvaða lyf voru í húsinu þegar börnin létust. Fyrsta tilkynning um málið barst frá leigubílstjóra, sem kom að Morley seint á föstudagskvöld. Hann fylgdi henni heim en þegar þangað var komið blasti við honum miði með fyrirmælum um að fara ekki upp á efri hæðina heldur hringja á neyðarlínu, sem hann gerði. Í frétt Irish Times segir að annar miði hafi fundist á vettvangi, þar sem „lýst var yfir áhyggjum af framtíð barnanna“. Írland Tengdar fréttir Lík þriggja barna fundust í Dyflinni Gert er ráð fyrir að lögregla rannsaki andlát þeirra sem morð. 25. janúar 2020 12:08 Sagt að fara ekki upp á efri hæðina heldur hringja í neyðarlínu Írsku systkinin sem fundust látin á heimili sínu í úthverfi Dyflinnar á Írlandi á föstudagskvöld hétu Conor, Darragh og Carla McGinley. 26. janúar 2020 08:48 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira
Faðir þriggja írskra systkina, sem fundust látin á heimili sínu í úthverfi Dyflinnar á föstudagskvöld, segir að hver einasti andardráttur sé „barátta“ í kjölfar andláts þeirra. Talið er að börnunum hafi verið byrlað og þau svo kæfð. Lögregla bíður nú eftir að ræða við móður barnanna, sem liggur þungt haldin á sjúkrahúsi. Sjá einnig: Sagt að fara ekki upp á efri hæðina heldur hringja í neyðarlínu Systkinin hétu Conor, Darragh og Carla McGinley. Þau voru níu, sjö og þriggja ára. Móðir barnanna, Deirdre Morley, fannst í miklu uppnámi fyrir utan heimilið á föstudagskvöld. Líkin fundust skömmu síðar. Morley var flutt á sjúkrahús og er enn þar til meðferðar. Eyðilegging, sorg og örvænting Andrew McGinley, faðir barnanna, sendi frá sér yfirlýsingu í morgun sem írska lögreglan hafði milligöngu um. „Það eru engin orð. Það er aðeins eyðilegging, sorg og örvænting. Hver einasti andardráttur er barátta. Conor, Darragh og Carla eru elskuð. Þau áttu öll fallega, bjarta framtíð fyrir höndum með fjölskyldu, vinum og samfélagi sem elskaði þau,“ segir í yfirlýsingunni. „Til allra foreldra, faðmið börnin ykkar þegar þið fáið tækifæri til þess, segið þeim hversu heitt þið elskið þau eins oft og þið getið. […] Framtíðin er nú orðin óvinur okkar en við munum berjast við hana hvern einasta dag til að halda minningu Conor, Darragh og Cörlu á lofti.“ Komast til botns í því hvaða lyf voru í húsinu Eins og áður segir fannst Deirdre Morley, móðir barnanna, í uppnámi fyrir utan heimilið á föstudag. Í frétt Irish Times segir að hún liggi nú meðvitundarlaus á sjúkrahúsi. Haft hefur verið eftir lögreglu að ekki verði unnt að ræða við hana fyrr en henni batni. Þá sé hún alvarlega veik en búist er við því að hún lifi af. Frá vettvangi við heimili fjölskyldunnar aðfaranótt laugardags.Vísir/getty Morley er hjúkrunarfræðingur og starfar á barnaspítala í úthverfi Dyflinnar. Hún var send í „streitutengt“ leyfi frá störfum á síðasta ári, að því er fram kemur í frétt Irish Times. Enn hefur ekkert verið staðfest um dánarorsök barnanna en lögregla segir rannsókn málsins „sakamálalegs eðlis“. Málið verði ekki formlega rannsakað sem morð fyrr en lögreglu gefst tækifæri til að ræða við móður barnanna. Biðin eftir því gæti tekið nokkra daga. Þá hefur Irish Times eftir lögreglu að nú sé talið að börnunum hafi verið byrluð ólyfjan, mögulega róandi lyf. Þau hafi svo verið kæfð. Þá muni rannsókn m.a. beinast að því hvaða lyf voru í húsinu þegar börnin létust. Fyrsta tilkynning um málið barst frá leigubílstjóra, sem kom að Morley seint á föstudagskvöld. Hann fylgdi henni heim en þegar þangað var komið blasti við honum miði með fyrirmælum um að fara ekki upp á efri hæðina heldur hringja á neyðarlínu, sem hann gerði. Í frétt Irish Times segir að annar miði hafi fundist á vettvangi, þar sem „lýst var yfir áhyggjum af framtíð barnanna“.
Írland Tengdar fréttir Lík þriggja barna fundust í Dyflinni Gert er ráð fyrir að lögregla rannsaki andlát þeirra sem morð. 25. janúar 2020 12:08 Sagt að fara ekki upp á efri hæðina heldur hringja í neyðarlínu Írsku systkinin sem fundust látin á heimili sínu í úthverfi Dyflinnar á Írlandi á föstudagskvöld hétu Conor, Darragh og Carla McGinley. 26. janúar 2020 08:48 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira
Lík þriggja barna fundust í Dyflinni Gert er ráð fyrir að lögregla rannsaki andlát þeirra sem morð. 25. janúar 2020 12:08
Sagt að fara ekki upp á efri hæðina heldur hringja í neyðarlínu Írsku systkinin sem fundust látin á heimili sínu í úthverfi Dyflinnar á Írlandi á föstudagskvöld hétu Conor, Darragh og Carla McGinley. 26. janúar 2020 08:48