AC Milan er komið áfram í ítalska bikarnum eftir að liðið vann 4-2 sigur á Torino í framlengdum leik í kvöld.
Fyrir leikinn heiðruðu stuðningsmenn AC Milan minningu Kobe Bryant sem lést á sunnudag en hann var mikill stuðningsmaður ítalska stórliðsins.
Kobe Bryant, who grew up in Italy, was a football and AC Milan fan.
— ESPN (@espn) January 28, 2020
The club paid tribute to him ahead of today's match. https://t.co/qtstzq6jcPpic.twitter.com/c0jxO8YKD3
Giacomo Bonaventura kom Milan yfir á 12. mínútu en Bremer jafnaði fyrir Torino á 34. mínútu.
Bremer var aftur á ferðinni á 71. mínútu er hann virtist vera tryggja Torino sigurinn en á elleftu stundu í uppbótartíma jafnaði Hakan Calhanoglu og tryggði Milan framlengingu.
Tyrkinn skoraði aftur á 106. mínútu og Zlatan Ibrahimovic tryggði AC svo 4-2 sigur með marki á 108. mínútu en Svíinn hafði komið inn á sem varamaður á 65. mínútu.
ZLATAN! #MilanTorino 4-2 #CoppaItalia#SempreMilan@officialpespic.twitter.com/7t6PgFSxPq
— AC Milan (@acmilan) January 28, 2020
Milan er þar af leiðandi komið í undanúrslitn þar sem þeir mæta Napoli í tveimur leikjum.