Shaquille O'Neal er í hópi þeirra sem þekktu Kobe Bryant hvað best og eftir að þeir fóru saman fyrir gullaldarliði Los Angeles Lakers í upphafi aldarinnar verða þeir alltaf tengdir böndum í NBA sögunni.
Shaquille O'Neal og Kobe Bryant unnu þrjá NBA-titla saman og litu út fyrir að ætla bæta mörgum við þegar allt fór í bál og brand. Þeir félagar voru þó búnir að sættast fyrir löngu og það fór vel á með þeim síðustu ár.
Shaquille var einn af þeim sem á sínum tíma náði ekki að ráða við metnað og keppnisskap Kobe Bryant sem var alltaf mjög kröfuharður samherji. Kobe vann tvo titla eftir að Shaquille O'Neal fór frá Lakers en Shaquille O'Neal vann áður titil með Miami Heat.
“I haven’t felt a pain that sharp in a while.. it definitely changes me.”’@SHAQ on the loss of his brother, Kobe. pic.twitter.com/dM5i0DDgGK
— NBA on TNT (@NBAonTNT) January 29, 2020
Shaquille O'Neal mætti í viðtal á TNT í gær og þar mátti sjá að hann var óánægður með að þeirra yrði aðallega minnst vegna ósættisins í stað titlanna sem þeir unnu saman.
„Ég hef verið að skoða netið og fólk vill tala um okkar samband. Ég er hér til að koma einu á hreint. Þetta var bræðrasamband, hann var litli bróðir minn. Ég á bróður og við erum alltaf að rífast,“ sagði Shaquille O'Neal og bætti við:
„Ég á líka eldri bróður í Charles Barkley og við erum alltaf að rífast en við berum virðingu fyrir hvorum öðrum,“ sagði Shaquille O'Neal.
„Ef þið haldið að virðingin hafi ekki verið til staðar þegar við unnum fyrsta titilinn árið 2000. Sjáið bara hver var fyrstu til að stökkva upp í fangið á mér? Þegar hann snéri sig á ökkla í lokaúrslitunum 2002 og gat ekki gengið. Hver var gæinn sem bar hann inn í klefa,“ sagði Shaquille O'Neal.
„Héðan í frá vil ég því ekki heyra neitt um ósætti sem þið hélduð að væri á milli okkar,“ sagði Shaq sem átti greinilega erfitt með sig.
Aðdáendur Kobe Bryant hafa síðustu daga safnast saman fyrir framan Staples Center, heimavöll Los Angeles Lakers, til að vinna saman úr áfallinu að missa, eina mestu goðsögnina í sögu félagsins, langt fyrir aldur fram.
Shaquille O'Neal mætti í þáttinn sem fór fram í Staples Center og þegar hann koma þangað þá stjórnaði hann Kobe söngvum fyrir framan höllina eins og sjá má hér fyrir neðan.
.@SHAQ leading "Kobe" chants near Staples Center.
— SportsCenter (@SportsCenter) January 29, 2020
(via omerdrinks/Instagram) pic.twitter.com/oIGQdPuzC2