Haukar burstuðu Breiðablik og spennusigrar hjá Snæfell og KR Anton Ingi Leifsson skrifar 29. janúar 2020 20:49 KR vann öflugan sigur í Borgarnesi í kvöld. vísir/bára Haukar, KR og Snæfell unnu sína leiki í Dominos-deild kvenna í kvöld er 18. umferðin fór fram. Leikur Vals og Keflavíkur er nú í gangi. Haukar eru í 4. sætinu með 24 stig, líkt og Keflavík sem leikur nú við Val, eftir stórsigur á Blikum, 79-42. Haukarnir lögðu grunninn að sigrinum. Blikarnir skoruðu einungis sjö stig í fyrsta leikhlutanum og Haukarnir leiddu 28-7 eftir hann. Eftirleikurinn auðveldur. Randi Keonsha Brown skoraði 30 stig, tók tíu fráköst og gaf átta stoðsendingar í liði Hauka. Lovísa Björt Henningsdóttir og Þóra Kristín Jónsdóttir bættu við tíu stigum hvor. Danni L Williams skoraði fimmtán stig í liði Blika sem eru í næst neðsta sæti deildarinnar með fjögur stig. KR hafði betur í Borgarnesi gegn heimastúlkum í Skallagrím, 77-72, eftir að allt hafi verið jafnt í hálfleik 38-38. Leikurinn var jafn nær allan leikinn en KR-liðið var sterkari á lokakaflanum og fór í bæinn með stigin tvö. Danielle Victoria Rodriguez skoraði 30 stig fyrir KR. Að auki tók hún fimm fráköst og gaf átta stoðsendingar. Sanja Orazovic gerði 16 stig og tók ellefu fráköst. Emilie Sofie Hesseldal skoraði 25 stig fyrir Skallagrím og tók 14 fráköst. Keira Breeanne Robinson bætti við 21 stigi, sex fráköstum og sex stoðsendingum. KR er í 2. sæti deildarinnar með 26 stig en Skallagrímur er í 5. sætinu með 20 stig. Snæfell marði Grindavík á Suðurnesjunum í kvöld en lokatölur urðu 59-57 eftir að Grindavík hafi leitt í hálfleik 38-29. Allt var jafnt er innan við ein mínúta var eftir, 57-57, en Veera Annika Pirttinen skoraði sigurkörfuna er 30 sekúndur voru eftir. Amarah Kiyana Coleman skoraði 18 stig, tók 14 fráköst og gaf átta stoðsendingar í liði Snæfells. Emese Vida bætti við 14 stigum og 19 fráköstum. Jordan Airess Reynolds skoraði 19 stig og tók 11 fráköst í liði Grindavíkur sem og að gefa sjö stoðsendingar. Snæfell er með tólf stig í sjötta sætinu en Grindavík er á botninum með tvö stig. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Í beinni: Valur - Keflavík | Stórleikur á Hlíðarenda Valur hefur unnið fimm leiki í röð og trónir á toppi Dominos-deildar kvenna. 29. janúar 2020 22:00 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
Haukar, KR og Snæfell unnu sína leiki í Dominos-deild kvenna í kvöld er 18. umferðin fór fram. Leikur Vals og Keflavíkur er nú í gangi. Haukar eru í 4. sætinu með 24 stig, líkt og Keflavík sem leikur nú við Val, eftir stórsigur á Blikum, 79-42. Haukarnir lögðu grunninn að sigrinum. Blikarnir skoruðu einungis sjö stig í fyrsta leikhlutanum og Haukarnir leiddu 28-7 eftir hann. Eftirleikurinn auðveldur. Randi Keonsha Brown skoraði 30 stig, tók tíu fráköst og gaf átta stoðsendingar í liði Hauka. Lovísa Björt Henningsdóttir og Þóra Kristín Jónsdóttir bættu við tíu stigum hvor. Danni L Williams skoraði fimmtán stig í liði Blika sem eru í næst neðsta sæti deildarinnar með fjögur stig. KR hafði betur í Borgarnesi gegn heimastúlkum í Skallagrím, 77-72, eftir að allt hafi verið jafnt í hálfleik 38-38. Leikurinn var jafn nær allan leikinn en KR-liðið var sterkari á lokakaflanum og fór í bæinn með stigin tvö. Danielle Victoria Rodriguez skoraði 30 stig fyrir KR. Að auki tók hún fimm fráköst og gaf átta stoðsendingar. Sanja Orazovic gerði 16 stig og tók ellefu fráköst. Emilie Sofie Hesseldal skoraði 25 stig fyrir Skallagrím og tók 14 fráköst. Keira Breeanne Robinson bætti við 21 stigi, sex fráköstum og sex stoðsendingum. KR er í 2. sæti deildarinnar með 26 stig en Skallagrímur er í 5. sætinu með 20 stig. Snæfell marði Grindavík á Suðurnesjunum í kvöld en lokatölur urðu 59-57 eftir að Grindavík hafi leitt í hálfleik 38-29. Allt var jafnt er innan við ein mínúta var eftir, 57-57, en Veera Annika Pirttinen skoraði sigurkörfuna er 30 sekúndur voru eftir. Amarah Kiyana Coleman skoraði 18 stig, tók 14 fráköst og gaf átta stoðsendingar í liði Snæfells. Emese Vida bætti við 14 stigum og 19 fráköstum. Jordan Airess Reynolds skoraði 19 stig og tók 11 fráköst í liði Grindavíkur sem og að gefa sjö stoðsendingar. Snæfell er með tólf stig í sjötta sætinu en Grindavík er á botninum með tvö stig.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Í beinni: Valur - Keflavík | Stórleikur á Hlíðarenda Valur hefur unnið fimm leiki í röð og trónir á toppi Dominos-deildar kvenna. 29. janúar 2020 22:00 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
Í beinni: Valur - Keflavík | Stórleikur á Hlíðarenda Valur hefur unnið fimm leiki í röð og trónir á toppi Dominos-deildar kvenna. 29. janúar 2020 22:00
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum