Jonni: Er hreinn og beinn með það Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 29. janúar 2020 22:53 Jón Halldór Eðvaldsson. vísir/skjáskot Keflavík tapaði gegn Val í seinni leik tvíhöfða í Origo-höllinni að Hlíðarenda í kvöld. Leikurinn fór að lokum 80-67 fyrir Val en var á köflum miklu jafnari en svo. Jón Halldór Eðvaldsson þjálfari Keflavíkur, títt nefndur Jonni, ræddi um hvað hefði gerst í leiknum, en hans stúlkur komust nálægt því að taka forystuna í þriðja leihluta áður en þær misstu Valsara of langt frá sér enn á ný. Jonni vildi ekki gera of mikið úr þeim leikhluta. „Gerist svo sem ekki neitt. Valur var ekki að spila eins vel og þær voru að spila í fyrri hálfleik og við gengum á lagið. Svo hrukku þær bara aftur í gírinn,“ sagði hann um upp og niður leik beggja liða í þriðja leikhluta. „Eins og ég hef sagt áður, þær eru með besta liðið. Við þurfum að eiga ofboðslega góðan leik ef að við ætlum að vinna þær, það er bara þannig. Það vantaði herslumuninn, ég er þar.“ Keflavík átti afleitan skotleik í kvöld og þurftu að sætta sig við tap en Jonni hafði trú á sínu liði allt til enda. „Þetta er ekki nema þrettán stig, þær eru búnar að skipta helstu leikmönnum sínum út af í lokin og ég hélt áfram að keyra á mínu liði. Það vantaði bara herslumuninn, hann er þarna og við erum búin að sýna það einu sinni í vetur og við verðum bara að trúa því að þetta sé hægt,“ sagði hann og vísaði í sigur Keflavíkur á Val fyrr í vetur í framlengdum leik í Keflavík. „Ef við gerum það þá geta fallegir hlutir gerst. Erum með krosslagða fingur og sjáum hvað gerist.“ Í stöðunni 52-47 skipti Jonni á nokkrum leikmönnum sínum og spil liðsins hrundi í nokkrar mínútur. Jonni vildi samt ekki kenna því um, né slakri byrjun. „Þetta er ungt lið og við erum með óreyndar stelpur í stórum hlutverkum sem þær hafa ekki verið í áður. Við erum að spila við langbesta liðið á Íslandi og það er bara eðlilegt að hökta í þessu.“ Jonni hélt áfram að tala vel um sínar stelpur og fann ljósu punktana nokkuð hæglega. „Maður átti alveg von á því að þetta yrði erfitt í byrjun en við komum til baka. Það finnst mér skipta máli,“ sagði hann og hélt síðar áfram: „Við erum að reyna að byggja ofan á það sem við höfum verið að vinna með í vetur og mér finnst það vera að takast.“ Lið Keflavíkur er það eina í deildinni sem er aðeins að spila á einum erlendum leikmanni og félagaskiptaglugginn mun lokast á næstu dögum. Er enginn hugur í Keflvíkingum að styrkja liðið? „Nei, alls ekki. Ég er hreinn og beinn með það, sagði það í byrjun tímabilsins. Við erum að byggja upp lið. Það er staðan,“ sagði Jonni og fór yfir að Keflavík væri með tvö lið, Keflavík og Keflavík b í efstu deild og 1. deild. „Okkur gengur vel að byggja upp. Við þurfum að treysta þessum stelpum. Við erum að gera það. Tuttugu tapaðir boltar? Mér er skítsama. Það verður að koma og ef við trúum á þær þá trúi ég því að það á eftir að skila okkur góðum leikmönnum,“ sagði Jonni, fullviss um ágæti sinna uppöldu stelpna. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Keflavík 80-67 | Auðvelt hjá meisturunum Valur hefur unnið fimm leiki í röð og trónir á toppi Dominos-deildar kvenna. 29. janúar 2020 22:00 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira
Keflavík tapaði gegn Val í seinni leik tvíhöfða í Origo-höllinni að Hlíðarenda í kvöld. Leikurinn fór að lokum 80-67 fyrir Val en var á köflum miklu jafnari en svo. Jón Halldór Eðvaldsson þjálfari Keflavíkur, títt nefndur Jonni, ræddi um hvað hefði gerst í leiknum, en hans stúlkur komust nálægt því að taka forystuna í þriðja leihluta áður en þær misstu Valsara of langt frá sér enn á ný. Jonni vildi ekki gera of mikið úr þeim leikhluta. „Gerist svo sem ekki neitt. Valur var ekki að spila eins vel og þær voru að spila í fyrri hálfleik og við gengum á lagið. Svo hrukku þær bara aftur í gírinn,“ sagði hann um upp og niður leik beggja liða í þriðja leikhluta. „Eins og ég hef sagt áður, þær eru með besta liðið. Við þurfum að eiga ofboðslega góðan leik ef að við ætlum að vinna þær, það er bara þannig. Það vantaði herslumuninn, ég er þar.“ Keflavík átti afleitan skotleik í kvöld og þurftu að sætta sig við tap en Jonni hafði trú á sínu liði allt til enda. „Þetta er ekki nema þrettán stig, þær eru búnar að skipta helstu leikmönnum sínum út af í lokin og ég hélt áfram að keyra á mínu liði. Það vantaði bara herslumuninn, hann er þarna og við erum búin að sýna það einu sinni í vetur og við verðum bara að trúa því að þetta sé hægt,“ sagði hann og vísaði í sigur Keflavíkur á Val fyrr í vetur í framlengdum leik í Keflavík. „Ef við gerum það þá geta fallegir hlutir gerst. Erum með krosslagða fingur og sjáum hvað gerist.“ Í stöðunni 52-47 skipti Jonni á nokkrum leikmönnum sínum og spil liðsins hrundi í nokkrar mínútur. Jonni vildi samt ekki kenna því um, né slakri byrjun. „Þetta er ungt lið og við erum með óreyndar stelpur í stórum hlutverkum sem þær hafa ekki verið í áður. Við erum að spila við langbesta liðið á Íslandi og það er bara eðlilegt að hökta í þessu.“ Jonni hélt áfram að tala vel um sínar stelpur og fann ljósu punktana nokkuð hæglega. „Maður átti alveg von á því að þetta yrði erfitt í byrjun en við komum til baka. Það finnst mér skipta máli,“ sagði hann og hélt síðar áfram: „Við erum að reyna að byggja ofan á það sem við höfum verið að vinna með í vetur og mér finnst það vera að takast.“ Lið Keflavíkur er það eina í deildinni sem er aðeins að spila á einum erlendum leikmanni og félagaskiptaglugginn mun lokast á næstu dögum. Er enginn hugur í Keflvíkingum að styrkja liðið? „Nei, alls ekki. Ég er hreinn og beinn með það, sagði það í byrjun tímabilsins. Við erum að byggja upp lið. Það er staðan,“ sagði Jonni og fór yfir að Keflavík væri með tvö lið, Keflavík og Keflavík b í efstu deild og 1. deild. „Okkur gengur vel að byggja upp. Við þurfum að treysta þessum stelpum. Við erum að gera það. Tuttugu tapaðir boltar? Mér er skítsama. Það verður að koma og ef við trúum á þær þá trúi ég því að það á eftir að skila okkur góðum leikmönnum,“ sagði Jonni, fullviss um ágæti sinna uppöldu stelpna.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Keflavík 80-67 | Auðvelt hjá meisturunum Valur hefur unnið fimm leiki í röð og trónir á toppi Dominos-deildar kvenna. 29. janúar 2020 22:00 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira
Leik lokið: Valur - Keflavík 80-67 | Auðvelt hjá meisturunum Valur hefur unnið fimm leiki í röð og trónir á toppi Dominos-deildar kvenna. 29. janúar 2020 22:00