Starfsmenn Advania lokuðust inni í brugghúsi Stefán Árni Pálsson skrifar 10. janúar 2020 12:30 Bruggarar Advania eru spenntir að reiða fram sérstakan bjór fyrirtækisins sem kallast Ölgjörvi. Frá vinstri: Ægir Már Þórisson forstjóri Advania, Ásgeir Freyr Kristinsson, Andri Örn Sigurðsson, Steingrímur Óskarsson og Hákon Róbert Jónsson. mynd/advania „Við vorum nokkrir að brugga þennan dag inni í brugghúsi og það skall á brjálað veður. Sumir voru í vandræðum að komast heim og einfaldlega festust inni. En allt saman reddaðist þetta að lokum og það þurfti enginn að gista þarna yfir nótt, en sumir voru fastir þarna í nokkrar klukkustundir,“ segir Ásgeir Freyr Kristinsson, hugbúnaðarsérfræðingur í veflausnum hjá Advania, og formaður bjórklúbbsins sem upplýsingatæknifyrirtækið Advania heldur úti en klúbburinn langstærsti klúbbur fyrirtækisins en um 250 starfsmenn eru skráðir meðlimir. Atvikið áttu sér stað þann 10. desember þegar bandbrjálað veður var um land allt. „Það skapaðist einhver menning hjá fyrirtækinu á sínum tíma og margir höfðu mikinn áhuga á því að brugga. Það var því ákveðið að stofna klúbb sem er mjög virkur innan fyrirtækisins. Töluvert margir starfsmenn hafa verið að prófa sig áfram heima fyrir og brugga þar eigin bjóra. Það lá því beinast við að reyna sameina krafta okkar.“ Klúbburinn hefur bruggað fimm tegundir af bjórum en aðal bjór þeirra nefnist Ölgjörvi. „Hann er svona flaggskip okkar og er bjór sem flestallir geta drukkið. Hann er ekki ýkja þungur eða sterkur,“ segir Ásgeir en bjórinn hefur verið bruggaður í samstarfi við hin ýmsu brugghús í landinu og hefur Ölgjörvinn fengið frábæra dóma frá bjórunnendum á snjallforritinu Untapped. Nú hefur bjórklúbbur Advania bruggað um 1200 lítra af fimmtu uppskeru Ölgjörva. Bjórinn verður borinn fram á hinni árlegu nýársgleði Advania þegar fyrirtækið býður til sín mörg hundruð viðskiptavinum. Stormtrooper varð til í óveðrinu Ölgjörvi 5,0 er léttur og ríkulega humlaður Session IPA bjór og var bruggaður í samstarfi við RVK Brewing. Þá var einnig brugguð önnur tegund af bjór, svokölluð New England IPA sem er örlítið sterkari. Hann var blandaður á óveðursdaginn mikla, þann 10.desember, og lokuðust bjórsérfræðingar Advania inni í brugghúsinu af þeim sökum. Bjórinn fékk því nafnið Stormtrooper. Bjórklúbbur Advania hverfist um jákvæða og heilbrigða bjórmenningu, hófsama drykkju og sjaldgæf blæbrigði bjórs. Íslenskur bjór Óveður 10. og 11. desember 2019 Mest lesið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Sjá meira
„Við vorum nokkrir að brugga þennan dag inni í brugghúsi og það skall á brjálað veður. Sumir voru í vandræðum að komast heim og einfaldlega festust inni. En allt saman reddaðist þetta að lokum og það þurfti enginn að gista þarna yfir nótt, en sumir voru fastir þarna í nokkrar klukkustundir,“ segir Ásgeir Freyr Kristinsson, hugbúnaðarsérfræðingur í veflausnum hjá Advania, og formaður bjórklúbbsins sem upplýsingatæknifyrirtækið Advania heldur úti en klúbburinn langstærsti klúbbur fyrirtækisins en um 250 starfsmenn eru skráðir meðlimir. Atvikið áttu sér stað þann 10. desember þegar bandbrjálað veður var um land allt. „Það skapaðist einhver menning hjá fyrirtækinu á sínum tíma og margir höfðu mikinn áhuga á því að brugga. Það var því ákveðið að stofna klúbb sem er mjög virkur innan fyrirtækisins. Töluvert margir starfsmenn hafa verið að prófa sig áfram heima fyrir og brugga þar eigin bjóra. Það lá því beinast við að reyna sameina krafta okkar.“ Klúbburinn hefur bruggað fimm tegundir af bjórum en aðal bjór þeirra nefnist Ölgjörvi. „Hann er svona flaggskip okkar og er bjór sem flestallir geta drukkið. Hann er ekki ýkja þungur eða sterkur,“ segir Ásgeir en bjórinn hefur verið bruggaður í samstarfi við hin ýmsu brugghús í landinu og hefur Ölgjörvinn fengið frábæra dóma frá bjórunnendum á snjallforritinu Untapped. Nú hefur bjórklúbbur Advania bruggað um 1200 lítra af fimmtu uppskeru Ölgjörva. Bjórinn verður borinn fram á hinni árlegu nýársgleði Advania þegar fyrirtækið býður til sín mörg hundruð viðskiptavinum. Stormtrooper varð til í óveðrinu Ölgjörvi 5,0 er léttur og ríkulega humlaður Session IPA bjór og var bruggaður í samstarfi við RVK Brewing. Þá var einnig brugguð önnur tegund af bjór, svokölluð New England IPA sem er örlítið sterkari. Hann var blandaður á óveðursdaginn mikla, þann 10.desember, og lokuðust bjórsérfræðingar Advania inni í brugghúsinu af þeim sökum. Bjórinn fékk því nafnið Stormtrooper. Bjórklúbbur Advania hverfist um jákvæða og heilbrigða bjórmenningu, hófsama drykkju og sjaldgæf blæbrigði bjórs.
Íslenskur bjór Óveður 10. og 11. desember 2019 Mest lesið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Sjá meira