Litla föndurhornið: Endurunninn bakki í jólagjöf til vinkonu Kristbjörg Ólafsdóttir skrifar 13. janúar 2020 11:00 Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. Munið þið í síðustu viku að ég ætlaði að byrja 2020 á því að sýna ykkur hvað kom upp úr jólapökkunum frá mér? Jæja, hérna er næsta gjöf. Þegar ég sá þennan litla trébakka og þessa jólatrékúlu... Æi, mig vantar íslenskt orð fyrir þetta, á ensku kallast þetta garland, en jæja, þegar ég sá þetta þá vissi ég hvað vinkona mín fengi í jólagjöf frá mér. Ég byrjaði á því að mála bakkann grænan, beið þangað til að málingin þornaði, bar á Crackle medium, beið þangað til að það þornaði og málaði svo yfir með hvítri málningu. Þetta Crackle medium er eitthvað töfraefni, ef maður ber það á milli málingarlaga þá koma rákir í efri lag málningarinnar þannig að sú neðri kemur í gegn. Ég veit að það er kannski erfitt að trúa því að það geti verið spennandi að horfa á málningu þorna en þegar þú notar Crackle medium, þá er ótrúlega flott að sjá sprungurnar myndast. Ég klippti á þráðinn á kúlunum og tók nokkrar þeirra og þræddi upp á grillteina. Ég sá þessa aðferð við að mála kúlur á Youtube, og þetta er án efa besta aðferðin til þess. Kúlurnar urðu sem sagt grænar og svo rétt þurrburstaði ég yfir þær með hvítu. Ég mældi og boraði í bakkann þar sem ég vildi fá handföngin. Ég átti þennan blómavír, vafði þremur þeirra saman til að styrkja hann aðeins og þræddi kúlurnar upp á vírinn. Svo stakk ég endunum á vírunum niður í gegnum götin á bakkanum og gekk frá þeim. Til að gera fráganginn aðeins snyrtilegri þá málaði ég fjórar íspinnaspýtur og límdi neðan á bakkann. Ég ætlaði fyrst bara að hafa spýtur þar sem vírinn kom niður en komst að því að bakkinn var pínu valtur þannig svo að ég bætti við tveimur spýtum til viðbótar. Og svo til að kóróna verkið þá setti ég fyrsta stafinn í nafninu hennar á miðjan bakkann. Ég veit ekki um ykkur en ég væri alveg til í svona jólagjöf. Föndur Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Gjöf til stórrar fjölskyldu Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 2. janúar 2020 20:00 Mest lesið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Fleiri fréttir Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Sjá meira
Munið þið í síðustu viku að ég ætlaði að byrja 2020 á því að sýna ykkur hvað kom upp úr jólapökkunum frá mér? Jæja, hérna er næsta gjöf. Þegar ég sá þennan litla trébakka og þessa jólatrékúlu... Æi, mig vantar íslenskt orð fyrir þetta, á ensku kallast þetta garland, en jæja, þegar ég sá þetta þá vissi ég hvað vinkona mín fengi í jólagjöf frá mér. Ég byrjaði á því að mála bakkann grænan, beið þangað til að málingin þornaði, bar á Crackle medium, beið þangað til að það þornaði og málaði svo yfir með hvítri málningu. Þetta Crackle medium er eitthvað töfraefni, ef maður ber það á milli málingarlaga þá koma rákir í efri lag málningarinnar þannig að sú neðri kemur í gegn. Ég veit að það er kannski erfitt að trúa því að það geti verið spennandi að horfa á málningu þorna en þegar þú notar Crackle medium, þá er ótrúlega flott að sjá sprungurnar myndast. Ég klippti á þráðinn á kúlunum og tók nokkrar þeirra og þræddi upp á grillteina. Ég sá þessa aðferð við að mála kúlur á Youtube, og þetta er án efa besta aðferðin til þess. Kúlurnar urðu sem sagt grænar og svo rétt þurrburstaði ég yfir þær með hvítu. Ég mældi og boraði í bakkann þar sem ég vildi fá handföngin. Ég átti þennan blómavír, vafði þremur þeirra saman til að styrkja hann aðeins og þræddi kúlurnar upp á vírinn. Svo stakk ég endunum á vírunum niður í gegnum götin á bakkanum og gekk frá þeim. Til að gera fráganginn aðeins snyrtilegri þá málaði ég fjórar íspinnaspýtur og límdi neðan á bakkann. Ég ætlaði fyrst bara að hafa spýtur þar sem vírinn kom niður en komst að því að bakkinn var pínu valtur þannig svo að ég bætti við tveimur spýtum til viðbótar. Og svo til að kóróna verkið þá setti ég fyrsta stafinn í nafninu hennar á miðjan bakkann. Ég veit ekki um ykkur en ég væri alveg til í svona jólagjöf.
Föndur Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Gjöf til stórrar fjölskyldu Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 2. janúar 2020 20:00 Mest lesið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Fleiri fréttir Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Sjá meira
Litla föndurhornið: Gjöf til stórrar fjölskyldu Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 2. janúar 2020 20:00