Fannst það óraunverulegt þegar henni var óskað til hamingju hjá lækninum Eiður Þór Árnason skrifar 13. janúar 2020 23:15 Hildur Guðnadóttir hefur gert það gott síðustu misseri. Ap/richard shotwell Hildur Guðnadóttir tónskáld segist varla hafa verið búin að ná andanum eftir Golden Globe-verðlaunahátíðina í síðustu viku þegar henni var tilkynnt um tilnefningu sína til Óskarsverðlaunana fyrr í dag. Hún segir í samtali við bandaríska dægurmiðilinn Rolling Stone að hún sé meðvituð um þá miklu þýðingu sem velgengni hennar gæti haft fyrir aðrar konur í faginu og vonast til þess að þetta verði til að fjölga tækifærum fyrir þær.Sjá einnig: Hollywood-tónskáldið úr Hafnarfirði: Tónlistaruppeldið, Rúnk og vinskapurinn við Jóhann JóhannssonÍ því samhengi lýsir Hildur því hvernig hún hafi fyrir tíu árum fundið fyrir ákveðinni tregðu innan Hollywood gagnvart því að treysta kvenkyns tónskáldum fyrir stórum verkefnum. Hún var stödd með eiginmanni sínum, bandaríska tónskáldinu Sam Slater, hjá lækni á dögunum þegar hjúkrunarfræðingur nálgaðist hana og óskaði henni til hamingju með Golden Globe-verðlaunin. „Fyrir stelpu frá litlum bæ á Íslandi, þá er það frekar óraunverulegt að vera sitjandi á læknastofu í Los Angeles og fá hamingjuóskir frá hjúkrunarfræðingnum.“ Hildur þakkaði fyrir alla ástina og heillaóskirnar sem hún hafi fengið síðastliðna viku á Twitter-síðu sinni í dag. THANK YOU for all the well wishing and love this last week! I haven't gotten my head around everything that's been happening, it was wonderful to celebrate so many of my colleagues work in person & it's wonderful to feel all this love from family and friends from afar! LOVE WINS!— Hildur Gudnadottir (@hildurness) January 13, 2020 Hún er sjöundi Íslendingurinn til þess að fá tilnefningu til Óskarsverðlauna en Jóhann Jóhannsson fékk til að mynda tilnefningar árin 2015 og 2016 fyrir tónlist sína í kvikmyndunum The Theory of Everything og Sicario. Jóhann og Hildur unnu mikið saman á sínum tíma. Rétt um vika er síðan Hildur vann Golden Globe verðlaunin fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker og þykir hún einnig líkleg til þess að hljóta Óskarinn. Hildur yrði þá fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarsverðlaun. Bíó og sjónvarp Hildur Guðnadóttir Menning Óskarinn Tónlist Tengdar fréttir Hildur Guðnadóttir tilnefnd til Óskarsverðlauna Hildur Guðnadóttir var rétt í þessu tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni um Jókerinn. 13. janúar 2020 13:24 Sigurganga Hildar heldur áfram Hildur Guðnadóttir hreppti tvenn stór verðlaun á verðlaunahátíð Samtaka tónskálda og textahöfunda í Los Angeles, sem fram fóru á þriðjudag. 10. janúar 2020 08:02 Hildur Guðnadóttir vann Golden Globe Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut í nótt Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker. 6. janúar 2020 06:26 Hildur valin tónlistarmaður ársins: „Fann mikla breytingu eftir #metoo“ Golden Globe verðlaunahafinn Hildur Guðnadóttir hlaut titilinn Tónlistarmaður ársins hjá tónlistartímaritinu The Reykjavík Grapevine sem kom út í dag. 10. janúar 2020 14:30 Balti um velgengni Hildar: Hún verður fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarinn Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker á sunnudagskvöldið. 8. janúar 2020 12:30 Mest lesið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Sjá meira
Hildur Guðnadóttir tónskáld segist varla hafa verið búin að ná andanum eftir Golden Globe-verðlaunahátíðina í síðustu viku þegar henni var tilkynnt um tilnefningu sína til Óskarsverðlaunana fyrr í dag. Hún segir í samtali við bandaríska dægurmiðilinn Rolling Stone að hún sé meðvituð um þá miklu þýðingu sem velgengni hennar gæti haft fyrir aðrar konur í faginu og vonast til þess að þetta verði til að fjölga tækifærum fyrir þær.Sjá einnig: Hollywood-tónskáldið úr Hafnarfirði: Tónlistaruppeldið, Rúnk og vinskapurinn við Jóhann JóhannssonÍ því samhengi lýsir Hildur því hvernig hún hafi fyrir tíu árum fundið fyrir ákveðinni tregðu innan Hollywood gagnvart því að treysta kvenkyns tónskáldum fyrir stórum verkefnum. Hún var stödd með eiginmanni sínum, bandaríska tónskáldinu Sam Slater, hjá lækni á dögunum þegar hjúkrunarfræðingur nálgaðist hana og óskaði henni til hamingju með Golden Globe-verðlaunin. „Fyrir stelpu frá litlum bæ á Íslandi, þá er það frekar óraunverulegt að vera sitjandi á læknastofu í Los Angeles og fá hamingjuóskir frá hjúkrunarfræðingnum.“ Hildur þakkaði fyrir alla ástina og heillaóskirnar sem hún hafi fengið síðastliðna viku á Twitter-síðu sinni í dag. THANK YOU for all the well wishing and love this last week! I haven't gotten my head around everything that's been happening, it was wonderful to celebrate so many of my colleagues work in person & it's wonderful to feel all this love from family and friends from afar! LOVE WINS!— Hildur Gudnadottir (@hildurness) January 13, 2020 Hún er sjöundi Íslendingurinn til þess að fá tilnefningu til Óskarsverðlauna en Jóhann Jóhannsson fékk til að mynda tilnefningar árin 2015 og 2016 fyrir tónlist sína í kvikmyndunum The Theory of Everything og Sicario. Jóhann og Hildur unnu mikið saman á sínum tíma. Rétt um vika er síðan Hildur vann Golden Globe verðlaunin fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker og þykir hún einnig líkleg til þess að hljóta Óskarinn. Hildur yrði þá fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarsverðlaun.
Bíó og sjónvarp Hildur Guðnadóttir Menning Óskarinn Tónlist Tengdar fréttir Hildur Guðnadóttir tilnefnd til Óskarsverðlauna Hildur Guðnadóttir var rétt í þessu tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni um Jókerinn. 13. janúar 2020 13:24 Sigurganga Hildar heldur áfram Hildur Guðnadóttir hreppti tvenn stór verðlaun á verðlaunahátíð Samtaka tónskálda og textahöfunda í Los Angeles, sem fram fóru á þriðjudag. 10. janúar 2020 08:02 Hildur Guðnadóttir vann Golden Globe Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut í nótt Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker. 6. janúar 2020 06:26 Hildur valin tónlistarmaður ársins: „Fann mikla breytingu eftir #metoo“ Golden Globe verðlaunahafinn Hildur Guðnadóttir hlaut titilinn Tónlistarmaður ársins hjá tónlistartímaritinu The Reykjavík Grapevine sem kom út í dag. 10. janúar 2020 14:30 Balti um velgengni Hildar: Hún verður fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarinn Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker á sunnudagskvöldið. 8. janúar 2020 12:30 Mest lesið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Sjá meira
Hildur Guðnadóttir tilnefnd til Óskarsverðlauna Hildur Guðnadóttir var rétt í þessu tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni um Jókerinn. 13. janúar 2020 13:24
Sigurganga Hildar heldur áfram Hildur Guðnadóttir hreppti tvenn stór verðlaun á verðlaunahátíð Samtaka tónskálda og textahöfunda í Los Angeles, sem fram fóru á þriðjudag. 10. janúar 2020 08:02
Hildur Guðnadóttir vann Golden Globe Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut í nótt Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker. 6. janúar 2020 06:26
Hildur valin tónlistarmaður ársins: „Fann mikla breytingu eftir #metoo“ Golden Globe verðlaunahafinn Hildur Guðnadóttir hlaut titilinn Tónlistarmaður ársins hjá tónlistartímaritinu The Reykjavík Grapevine sem kom út í dag. 10. janúar 2020 14:30
Balti um velgengni Hildar: Hún verður fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarinn Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker á sunnudagskvöldið. 8. janúar 2020 12:30