Lífið

Keppandi númer 2 í Tinderlauginni svarar fyrir sig

Stefán Árni Pálsson skrifar
Keppandi 3, 2 og 1 má sjá hér frá vinstri til hægri. Arnar er í miðjunni. Hann mætti í viðtal hjá Útvarp 101 í gær.
Keppandi 3, 2 og 1 má sjá hér frá vinstri til hægri. Arnar er í miðjunni. Hann mætti í viðtal hjá Útvarp 101 í gær.

Arnar Hjaltested tók á dögunum þátt í stefnumótaþættinum Tinderlaugin og var hann keppandi númer 2. Töluverð umræða skapaðist á samfélagsmiðlum og hegðun hans í þættinum og mætti Arnar því í spjallþáttinn Tala Saman á Útvarp 101 og ræddi við þau Jóhann Kristófer og Lóu Björk um þátttöku sína í þættinum.

Hér fyrir neðan má lesa það helsta úr þættinum en hægt er að kynna sér málið enn nánar á vef Útvarps 101.

„Þetta var bara eitthvað leikrit en ég hefði verið til í að fá minna diss fyrir peysuna hennar mömmu,“ sagði Arnar í þættinum.

„Ég prjónaði aðeins yfir mig og viðurkenni það alveg,“ segir Arnar sem lét keppanda númer 3 heldur betur heyra það í þáttunum.

Klippa: Keppandi nr.2 í Tinderlauginni fær að svara fyrir sig

„Hann fékk afsökunarbeiðni frá mér strax eftir þátt,“ segir Arnar. Umræddur þáttur var í raun og veru skipt upp í tvennt, fyrri hluti og seinni. Athygli vakti að þegar seinni þátturinn fór í lofti var kominn inn nýr keppandi númer 1. Það var í raun og veru gert þar sem maðurinn sem sat í þeim stól í fyrri hlutanum var orðinn of drukkinn.

„Hann hvarf bara. Ég sá bara einhverja ælu fyrir utan hurðina þegar ég labbaði út. Þetta var eiginlega bara Sönn íslensk sakamál, þáttur 20.“

Hlustendur Tala Saman fengu að senda inn spurningar og svaraði Arnar þeim vel og vandlega. Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.

Hér að neðan má sjá þættina báða. 

 
 
 
View this post on Instagram

Sjötti þáttur af Tinder Lauginni er kominn út Þetta er framhald af síðasta þætti

A post shared by Tinder Laugin (@tinderlaugin) on Jan 10, 2020 at 10:25am PST






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.