Hamrén: Mjög ánægður og gott að vinna fyrsta leikinn árið 2020 Anton Ingi Leifsson skrifar 16. janúar 2020 08:30 Hamrén í viðtalinu í nótt. mynd/skjáskot Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands, var nokkuð sáttur með 1-0 sigur Íslands gegn Kanada í nótt. Leikurinn var ekki hluti af alþjóðlegum leikdegi og því fengu margir leikmenn tækifærið í nótt. „Við bjuggumst við því að þetta yrði erfitt því þeir eru gott lið. Þeir eru með marga leikmenn úr sínu aðalliði og þeir hafa verið hérna í tólf daga,“ sagði Erik við heimasíðu KSÍ. „Þeir voru tilbúnari en við. Við höfðum tvær æfingar og á undirbúningstímabili en ég er samt mjög ánægður. Fyrri hálfleikurinn var mjög góður. Við spiluðum vel, vörðumst vel og sköpuðum færi til að skora fleiri mörk.“ „Í síðari hálfleik lentum við í vandræðum. Við vorum þreyttir í varnarleiknum svo við komum ekki í pressuna eins og við viljum. Við unnum ekki baráttuna og vorum einnig í vandræðum með boltann.“ „Á fyrstu 30 mínútum síðari hálfleiks vorum við að leggja mikið á okkur en ekki að spila eins vel og í fyrri hálfleiknum. Fyrir mig geturu ekki búist við að þetta verði 100% bæði varnar- og sóknarlega þegar þetta er fyrsti leikurinn saman.“ Nokkrar myndir úr vináttuleik Kanada og Íslands, sem fram fór í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Pictures from the Orange County, USA friendly between Canada and Iceland. pic.twitter.com/B8h2SlBPP9— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 16, 2020 „Ég er mjög ánægður og þar gott að vinna fyrsta leikinn árið 2020.“ Ísland mætir svo El Salvador á aðfaranótt mánudags og Erik segir að svipað verði upp á teningnum þar. „Á morgun munu þeir sem spiluðu meira en 60 mínútur fara í endurhæfingu. Aðrir fara á fótboltaæfingu og á föstudaginn höfum við hvíldardag. Enginn fótbolti en aðeins í líkamsræktarsalnum til að hvíla hausinn og lappirnar.“ „Svo æfum við á laugardaginn og spilum á sunnudaginn. Það verður sama staða uppi hjá El Salvador. Þeir vilja vinna leikinn til þess að fá stig á heimslista FIFA. Við höfum fleiri æfingar núna og það verður betra.“ „Við munum einnig prufa aðra leikmenn,“ sagði Svíinn að lokum. CAN vs ISL - Post-match interview with Iceland head coach Erik Hamrén https://t.co/EtK9ndSZ7I via @YouTube— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 16, 2020 EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Hólmar Örn tryggði íslenskan sigur er fimm léku sinn fyrsta landsleik Góður sigur hjá íslenska liðinu í Bandaríkjunum í nótt. 16. janúar 2020 07:30 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Sjá meira
Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands, var nokkuð sáttur með 1-0 sigur Íslands gegn Kanada í nótt. Leikurinn var ekki hluti af alþjóðlegum leikdegi og því fengu margir leikmenn tækifærið í nótt. „Við bjuggumst við því að þetta yrði erfitt því þeir eru gott lið. Þeir eru með marga leikmenn úr sínu aðalliði og þeir hafa verið hérna í tólf daga,“ sagði Erik við heimasíðu KSÍ. „Þeir voru tilbúnari en við. Við höfðum tvær æfingar og á undirbúningstímabili en ég er samt mjög ánægður. Fyrri hálfleikurinn var mjög góður. Við spiluðum vel, vörðumst vel og sköpuðum færi til að skora fleiri mörk.“ „Í síðari hálfleik lentum við í vandræðum. Við vorum þreyttir í varnarleiknum svo við komum ekki í pressuna eins og við viljum. Við unnum ekki baráttuna og vorum einnig í vandræðum með boltann.“ „Á fyrstu 30 mínútum síðari hálfleiks vorum við að leggja mikið á okkur en ekki að spila eins vel og í fyrri hálfleiknum. Fyrir mig geturu ekki búist við að þetta verði 100% bæði varnar- og sóknarlega þegar þetta er fyrsti leikurinn saman.“ Nokkrar myndir úr vináttuleik Kanada og Íslands, sem fram fór í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Pictures from the Orange County, USA friendly between Canada and Iceland. pic.twitter.com/B8h2SlBPP9— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 16, 2020 „Ég er mjög ánægður og þar gott að vinna fyrsta leikinn árið 2020.“ Ísland mætir svo El Salvador á aðfaranótt mánudags og Erik segir að svipað verði upp á teningnum þar. „Á morgun munu þeir sem spiluðu meira en 60 mínútur fara í endurhæfingu. Aðrir fara á fótboltaæfingu og á föstudaginn höfum við hvíldardag. Enginn fótbolti en aðeins í líkamsræktarsalnum til að hvíla hausinn og lappirnar.“ „Svo æfum við á laugardaginn og spilum á sunnudaginn. Það verður sama staða uppi hjá El Salvador. Þeir vilja vinna leikinn til þess að fá stig á heimslista FIFA. Við höfum fleiri æfingar núna og það verður betra.“ „Við munum einnig prufa aðra leikmenn,“ sagði Svíinn að lokum. CAN vs ISL - Post-match interview with Iceland head coach Erik Hamrén https://t.co/EtK9ndSZ7I via @YouTube— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 16, 2020
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Hólmar Örn tryggði íslenskan sigur er fimm léku sinn fyrsta landsleik Góður sigur hjá íslenska liðinu í Bandaríkjunum í nótt. 16. janúar 2020 07:30 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Sjá meira
Hólmar Örn tryggði íslenskan sigur er fimm léku sinn fyrsta landsleik Góður sigur hjá íslenska liðinu í Bandaríkjunum í nótt. 16. janúar 2020 07:30