Inni á YouTube-síðunni Mr. Luxury má sjá innslag um lygilega þakíbúð í Mónakó og ótrúlega íbúð í New York með fallegu útsýni yfir Central Park. Sú eign kostar 250 milljónir dollara, eða 30 milljarðar.
Það sem vekur sérstaka athygli við myndbandið er þakíbúð í Mónakó. Sú íbúð kostar ekki nema 387 milljónir dollara eða því sem samsvarar tæplega 48 milljarðar íslenskra króna.
Íbúðin er á efstu hæð í háhýsi sem er 170 metra há og þar er heldur betur allt til alls.
Hér að neðan má sjá yfirferð Mr. Luxury um eignirnar tvær.