Úrvalsdeildarlið vildu Björn en hann valdi Lilleström Sindri Sverrisson skrifar 14. ágúst 2020 16:45 Björn Bergmann Sigurðarson er orðinn leikmaður Lilleström á nýjan leik. mynd/lsk.no Björn Bergmann Sigurðarson var 17 ára gamall þegar hann skrifaði fyrst undir samning við norska knattspyrnufélagið Lilleström. Nú snýr hann aftur til félagsins, 29 ára gamall. Björn hefur skrifað undir samning við Lilleström sem gildir til loka þessa árs. Hann mun því leika með liðinu í næstefstu deild Noregs eftir að hafa spilað með því í úrvalsdeildinni árin 2009-2012, en Lilleström féll með óhemju naumum hætti niður um deild í fyrra. Velkommen tilbake, Björn Bergmann Sigurdarson! https://t.co/uIcisNikTn pic.twitter.com/CmLJQb6EfV— Lillestrøm SK (@LillestromSK) August 14, 2020 Samkvæmt heimasíðu Lilleström var hópur félaga úr norsku úrvalsdeildinni og víðar í Evrópu á eftir Birni en hann vildi snúa aftur til félagsins sem hann þekkir svo vel. Björn hefur verið á mála hjá Rostov í Rússlandi frá árinu 2018, sama ári og hann lék með Íslandi á HM, en hann var að láni hjá APOEL í Kýpur framan af þessu ári. Hann hefur einnig leikið með Molde, FC Köbenhavn og Wolves á sínum ferli, eftir að hafa byrjað hjá ÍA. „Það voru nokkuð mörg félög sem höfðu samband en ég var búinn að ákveða að koma hingað. Það skiptir ekki máli fyrir mig hvort það er í efstu eða næstefstu deild. Það sem skiptir máli fyrir mig er Lilleström. Hér vil ég vera,“ sagði Björn við heimasíðu Lilleström. Björn verður því liðsfélagi annars Skagamanns, Arnórs Smárasonar: „Það verður mjög gaman. Ég þekki jú Arnór vel. Við ólumst upp á Akranesi og höfum spilað samna í landsliðinu. Ég er búinn að æfa með ÍA í tvær vikur núna og finnst ég vera í fínu formi. Vonand get ég hjálpað liðinu sem mest.“ Norski boltinn Rússneski boltinn Tengdar fréttir Björn gæti farið í næstefstu deild Noregs Björn Bergmann Sigurðarson, landsliðsmaður í fótbolta, gæti verið á leið aftur til Lilleström í Noregi þar sem hann lék við góðan orðstír á árunum 2009-2012. 12. ágúst 2020 14:30 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira
Björn Bergmann Sigurðarson var 17 ára gamall þegar hann skrifaði fyrst undir samning við norska knattspyrnufélagið Lilleström. Nú snýr hann aftur til félagsins, 29 ára gamall. Björn hefur skrifað undir samning við Lilleström sem gildir til loka þessa árs. Hann mun því leika með liðinu í næstefstu deild Noregs eftir að hafa spilað með því í úrvalsdeildinni árin 2009-2012, en Lilleström féll með óhemju naumum hætti niður um deild í fyrra. Velkommen tilbake, Björn Bergmann Sigurdarson! https://t.co/uIcisNikTn pic.twitter.com/CmLJQb6EfV— Lillestrøm SK (@LillestromSK) August 14, 2020 Samkvæmt heimasíðu Lilleström var hópur félaga úr norsku úrvalsdeildinni og víðar í Evrópu á eftir Birni en hann vildi snúa aftur til félagsins sem hann þekkir svo vel. Björn hefur verið á mála hjá Rostov í Rússlandi frá árinu 2018, sama ári og hann lék með Íslandi á HM, en hann var að láni hjá APOEL í Kýpur framan af þessu ári. Hann hefur einnig leikið með Molde, FC Köbenhavn og Wolves á sínum ferli, eftir að hafa byrjað hjá ÍA. „Það voru nokkuð mörg félög sem höfðu samband en ég var búinn að ákveða að koma hingað. Það skiptir ekki máli fyrir mig hvort það er í efstu eða næstefstu deild. Það sem skiptir máli fyrir mig er Lilleström. Hér vil ég vera,“ sagði Björn við heimasíðu Lilleström. Björn verður því liðsfélagi annars Skagamanns, Arnórs Smárasonar: „Það verður mjög gaman. Ég þekki jú Arnór vel. Við ólumst upp á Akranesi og höfum spilað samna í landsliðinu. Ég er búinn að æfa með ÍA í tvær vikur núna og finnst ég vera í fínu formi. Vonand get ég hjálpað liðinu sem mest.“
Norski boltinn Rússneski boltinn Tengdar fréttir Björn gæti farið í næstefstu deild Noregs Björn Bergmann Sigurðarson, landsliðsmaður í fótbolta, gæti verið á leið aftur til Lilleström í Noregi þar sem hann lék við góðan orðstír á árunum 2009-2012. 12. ágúst 2020 14:30 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira
Björn gæti farið í næstefstu deild Noregs Björn Bergmann Sigurðarson, landsliðsmaður í fótbolta, gæti verið á leið aftur til Lilleström í Noregi þar sem hann lék við góðan orðstír á árunum 2009-2012. 12. ágúst 2020 14:30