Héraðið keppir um stór peningaverðlaun í Svíþjóð Stefán Árni Pálsson skrifar 7. janúar 2020 14:45 Arndís Hrönn Egilsdóttir fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni. mynd/margrét seema Takyar Héraðið, kvikmynd Gríms Hákonarsonar, verður á meðal átta mynda sem keppa um Drekaverðlaunin. Um er að ræða peningaverðlaun sem svara til einnar milljónar sænskra króna, um þrettán milljón íslenskra króna. Verðlaunin verða veitt á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg sem fer fram dagana 24. janúar til 3. febrúar. Hátíðin er sú stærsta á norðurlöndunum og verður nú haldin í 43. skipti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá framleiðendum Héraðsins. Aðrar myndir í aðalkeppninni í ár eru Disco eftir Jorunn Myklebust Syversen, Beware of Children eftir Dag Johan Haugerud, A Perfectly Normal Family eftir Malou Reymann, Games People Play eftir Jenni Toivoniemi, Uje eftir Henrik Schyffert, Charter eftir Amanda Kernell og Psychosis in Stockholm eftir Maria Back. Nú þegar er ljóst að leikarinn Stellan Skarsgård, sem vann til Golden Globe verðlauna nýverið fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttaröðinni Chernobyl, hlýtur heiðursverðlaunin Nordic Honorary Dragon Award í ár. Tvisvar sinnum hefur íslensk mynd unnið verðlaunin en það voru myndir Dags Kára Péturssonar, Voksne Mennesker (2006) og Nói Albinói (2003). „Það er mikill heiður fyrir okkur að keppa um Drekaverðlaunin. Ég hef áður sýnt myndir á hátíðinni en þetta er í fyrsta skipti sem ég er með mynd í aðalkeppninni, þannig að maður er óneitanlega spenntur,” segir Grímur Hákonarson. Héraðið hefur verið á ferð og flugi frá því að hún var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto í september sl. Hún hefur verið sýnd á kvikmyndahátíðum í Evrópu, Bandaríkjunum, Indlandi, Kína og víðar. Héraðið gerist í litlu samfélagi og segir sögu Ingu (Arndís Hrönn Egilsdóttir), miðaldra kúabónda, sem gerir uppreisn gegn kaupfélaginu á staðnum. Hún reynir að fá aðra bændur í lið með sér en það gengur erfiðlega þar sem kaupfélagið hefur sterk ítök í sveitinni. Bíó og sjónvarp Mest lesið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Héraðið, kvikmynd Gríms Hákonarsonar, verður á meðal átta mynda sem keppa um Drekaverðlaunin. Um er að ræða peningaverðlaun sem svara til einnar milljónar sænskra króna, um þrettán milljón íslenskra króna. Verðlaunin verða veitt á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg sem fer fram dagana 24. janúar til 3. febrúar. Hátíðin er sú stærsta á norðurlöndunum og verður nú haldin í 43. skipti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá framleiðendum Héraðsins. Aðrar myndir í aðalkeppninni í ár eru Disco eftir Jorunn Myklebust Syversen, Beware of Children eftir Dag Johan Haugerud, A Perfectly Normal Family eftir Malou Reymann, Games People Play eftir Jenni Toivoniemi, Uje eftir Henrik Schyffert, Charter eftir Amanda Kernell og Psychosis in Stockholm eftir Maria Back. Nú þegar er ljóst að leikarinn Stellan Skarsgård, sem vann til Golden Globe verðlauna nýverið fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttaröðinni Chernobyl, hlýtur heiðursverðlaunin Nordic Honorary Dragon Award í ár. Tvisvar sinnum hefur íslensk mynd unnið verðlaunin en það voru myndir Dags Kára Péturssonar, Voksne Mennesker (2006) og Nói Albinói (2003). „Það er mikill heiður fyrir okkur að keppa um Drekaverðlaunin. Ég hef áður sýnt myndir á hátíðinni en þetta er í fyrsta skipti sem ég er með mynd í aðalkeppninni, þannig að maður er óneitanlega spenntur,” segir Grímur Hákonarson. Héraðið hefur verið á ferð og flugi frá því að hún var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto í september sl. Hún hefur verið sýnd á kvikmyndahátíðum í Evrópu, Bandaríkjunum, Indlandi, Kína og víðar. Héraðið gerist í litlu samfélagi og segir sögu Ingu (Arndís Hrönn Egilsdóttir), miðaldra kúabónda, sem gerir uppreisn gegn kaupfélaginu á staðnum. Hún reynir að fá aðra bændur í lið með sér en það gengur erfiðlega þar sem kaupfélagið hefur sterk ítök í sveitinni.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein