Breski uppistandarinn Ricky Gervais lét sem fyrr allt flakka í upphafsræðu sinni á Golden Globe verðlaunahátíðinni sem fram fór í Los Angeles á sunnudagskvöldið.
Þetta var í fimmta sinn sem Gervais var kynnir hátíðarinnar en hann var áður kynnir árin 2010, 2011, 2012 og 2016.
Gervais er þekktur fyrir mjög grófa brandara í upphafsræðunum og má segja að hann verði bara grófari og grófari.
Á sunnudagskvöldið talaði Gervais um að þetta væri hans síðasta skipti en hann hefur svo sem sagt slíkt áður.
Hér að neðan má sjá allar fimm upphafsræðurnar Bretans á Golden Globe.
Sjáðu allar fimm upphafsræður Ricky Gervais á Golden Globe
