Fótbolti

Landsliðskona leitar að fyrirtæki sem vill samstarf við afreksíþróttakonu, móður og námsmann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sif Atladóttir með dóttur sinni Sólveigu eftir leik í úrslitakeppni EM 2017.
Sif Atladóttir með dóttur sinni Sólveigu eftir leik í úrslitakeppni EM 2017. Getty/Maja Hitij

Íslenska landsliðkonan Sif Atladóttir fer yfir tíu ára atvinnumannaferil sinn í færslu á Instagram en segir einnig frá leit sinni á nýju ári.

Sif Atladóttir hefur spilað sem atvinnumaður í Þýskalandi og Svíþjóð frá árinu 2010 og er búin að vera lykilmaður í íslenska landsliðinu í mörg ár.

Sif Atladóttir hefur alls spilað 82 landsleiki og 164 leiki með Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni en þar hefur hún spilað frá árinu 2011.

Sif hefur líka gert annað en að spila fótbolta á þessum tíma.

„Á síðastliðnum 10 árum hef ég klárað BS í Lýðheilsufræðum, byrjað á Mastersnámi í íþróttavísindum og það stærsta af öllu fætt hana Sólveigu. Eftir barnsburð var ég mætt á völlinn í Svíþjóð eftir 4 mánuði og ári eftir valin aftur í landsliðið,“ skrifar Sif og þakkar manni sínum Birni Sigurbjörnssyni fyrir stuðninginn.

„Síðastliðið ár hef ég fengið aðstoð frá ólíkum áttum við að viðhalda og styrkja líkamann minn í þessum átökum. Næsta skref er að finna samstarf með íþróttavörumerki sem er með knattspyrnuskó sem sér hag í því að vera í samstarfi við afreksíþróttakonu, móður og námsmann,“ skrifar Sif á Instagram síðu sína eins og sjá má hér fyrir neðan.



 
 
 
View this post on Instagram

Janúar 2010 hóf ég minn atvinnumannaferil í Þýskalandi og er ég að fara inn á mitt 10 ár með Kristianstad í Svíþjóð.  Ég fæ möguleika á að spila sem fulltrúi Íslands í knattspyrnu og er alltaf jafn stolt að vera valin í hóp þeirra bestu.  Á síðastliðnum 10 árum hef ég klárað BS í Lýðheilsufræðum, byrjað á Mastersnámi í íþróttavísindum og það stærsta af öllu fætt hana Sólveigu. Eftir barnsburð var ég mætt á völlinn í Svíþjóð eftir 4 mánuði og ári eftir valin aftur í landsliðið.  Ég hefði aldrei getað þetta án @bjossi_sigurbjorns míns og fjölskyldu okkar.  Síðastliðið ár hef ég fengið aðstoð frá ólíkum áttum við að viðhalda og styrkja líkamann minn í þessum átökum.  Næsta skref er að finna samstarf með íþróttavörumerki sem er með knattspyrnuskó sem sér hag í því að vera í samstarfi við afreksíþróttakonu, móður og námsmann.  Ég vil þakka öllum styrktaraðilum 2019 fyrir árið og hlakka til 2020: @eirberg @benectaiceland @baetiefnabullan @playericeland

A post shared by Sif Atladottir (@sifatla) on Jan 7, 2020 at 11:36am PST










Fleiri fréttir

Sjá meira


×