Dómararnir í sjokki þegar Regína og Max voru send heim Sóley Guðmundsdóttir skrifar 10. janúar 2020 21:30 Úrslitin komu flestum á óvart Vísir/M. Flóvent Það mátti heyra saumnál detta þegar úrslitin réðust í Allir geta dansað í kvöld. Regína og Max voru send heim eftir glæsilega frammistöðu. Dómararnir voru orðlausir. Jóhann hafði þetta að segja um úrslitin: „Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja og finnst þetta ekki sanngjarnt. Það er búið að vera unun að fylgjast með Regínu í þessu ferli". Karen tók undir hans orð og bætti við: „Svona er keppnin og maður verður að takast á við það". Selma var algjörlega í sjokki. „Á dauða mínum átti ég von á en ekki þessu. Er eiginlega brjáluð, mér fannst þau vera á topp þremur en svona er þegar símakosning er annars vegar. Þið getið gengið hnarreist frá borði, glæsileg frammistaða! Fyrirkomulagið í þáttunum er þannig að einkunnir dómara gilda helming á móti símakosningu. Regína og Max fengu samtals 25 í einkunn frá dómurum. Þau fengu níu frá Selmu, átta frá Jóhanni og átta frá Karenu. Þessi einkunn gaf þeim 5 stig sem þau tóku með sér í símakosninguna. Eftir að símakosningu lauk var ljóst að þau voru með fæst stig og voru því send heim. Til viðmiðunar voru Eyfi og Telma neðst eftir einkunnir dómara með 3 stig og Haffi Haff og Sophie efst með 7 stig. Manuela og Jón Eyþór voru næst neðst í kvöld og má því búast við því að þau muni æfa vel alla vikuna. Kveðjustund hjá Regínu og MaxVísir/M. Flóvent Allur ágóði af símakosningunni í kvöld rann í Minningarsjóð Einars Darra. Minningarsjóður Einars Darra stendur fyrir þjóðarátakinu ÉG Á BARA EITT LÍF og fræðslu og forvarnar verkefninu EITT LÍF. Hægt er að lesa nánar um minningarsjóðinn á heimasíðunni www.eittlif.is. Næsti þáttur, sem fer fram þann 17. janúar, verður með örlítið breyttu sniði. Tvö neðstu pörin úr samanlagðri símakosningu og einkunnum dómara munu há danseinvígi. Dómararnir eiga svo lokaorðið um hvort parið verður sent heim. Vísir var á staðnum og fylgdist með gangi mála.
Það mátti heyra saumnál detta þegar úrslitin réðust í Allir geta dansað í kvöld. Regína og Max voru send heim eftir glæsilega frammistöðu. Dómararnir voru orðlausir. Jóhann hafði þetta að segja um úrslitin: „Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja og finnst þetta ekki sanngjarnt. Það er búið að vera unun að fylgjast með Regínu í þessu ferli". Karen tók undir hans orð og bætti við: „Svona er keppnin og maður verður að takast á við það". Selma var algjörlega í sjokki. „Á dauða mínum átti ég von á en ekki þessu. Er eiginlega brjáluð, mér fannst þau vera á topp þremur en svona er þegar símakosning er annars vegar. Þið getið gengið hnarreist frá borði, glæsileg frammistaða! Fyrirkomulagið í þáttunum er þannig að einkunnir dómara gilda helming á móti símakosningu. Regína og Max fengu samtals 25 í einkunn frá dómurum. Þau fengu níu frá Selmu, átta frá Jóhanni og átta frá Karenu. Þessi einkunn gaf þeim 5 stig sem þau tóku með sér í símakosninguna. Eftir að símakosningu lauk var ljóst að þau voru með fæst stig og voru því send heim. Til viðmiðunar voru Eyfi og Telma neðst eftir einkunnir dómara með 3 stig og Haffi Haff og Sophie efst með 7 stig. Manuela og Jón Eyþór voru næst neðst í kvöld og má því búast við því að þau muni æfa vel alla vikuna. Kveðjustund hjá Regínu og MaxVísir/M. Flóvent Allur ágóði af símakosningunni í kvöld rann í Minningarsjóð Einars Darra. Minningarsjóður Einars Darra stendur fyrir þjóðarátakinu ÉG Á BARA EITT LÍF og fræðslu og forvarnar verkefninu EITT LÍF. Hægt er að lesa nánar um minningarsjóðinn á heimasíðunni www.eittlif.is. Næsti þáttur, sem fer fram þann 17. janúar, verður með örlítið breyttu sniði. Tvö neðstu pörin úr samanlagðri símakosningu og einkunnum dómara munu há danseinvígi. Dómararnir eiga svo lokaorðið um hvort parið verður sent heim. Vísir var á staðnum og fylgdist með gangi mála.
Allir geta dansað Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Fleiri fréttir Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Sjá meira