Kommúnisti á meðal ráðherra nýrrar ríkisstjórnar Spánar Kjartan Kjartansson skrifar 9. janúar 2020 11:03 Sánchez (t.h.) og Iglesias (t.v.) reyndu að mynda saman ríkisstjórn eftir þingkosningar í apríl í fyrra en þær viðræður leystust upp í skugga svikabrigsla. Þeir báru klæði á vopnin eftir að kosið var aftur í nóvember. AP/Paul White Vinstriflokkurinn Við Getum fær fjögur ráðuneyti og embætti varaforsætisráðherra í ríkisstjórn með Sósíalistaflokknum á Spáni. Búist er við því að Pedro Sánchez, forsætisráðherra, kynni ráðuneyti sitt í næstu viku. Á meðal ráðherra úr röðum Við getum er fyrsti liðsmaður Kommúnistaflokks Spánar sem tekur sæti í ríkisstjórn í átta áratugi. Minnihlutastjórn flokkanna tveggja hlaut blessun spænska þingsins með aðeins tveggja atkvæða mun í atkvæðagreiðslu á þriðjudag. Þetta er fyrsta samsteypustjórnin á Spáni frá því fyrir borgarastríðið þar á 4. áratug síðustu aldar. Enginn flokkur eða blokk fékk afgerandi meirihluta í þingkosningum sem fóru fram í nóvember. Það voru fjórðu þingskosningarnar frá árinu 2015 á Spáni. Sánchez, leiðtogi Sósíalistaflokksins, verður forsætisráðherra, og Pablo Iglesias, leiðtogi Við getum, varaforsætisráðherra. Af fjórum varaforsætisráðherrum verða þrír konur, að sögn spænska blaðsins El País. Talið er að ráðherrum verði fjölgað úr 17 í 20 í ríkisstjórn Sánchez. Iglesias stofnaði Við getum, sem breytti nafni sínu nýlega í Sameinaðar getum við, ásamt félögum sínum við Complutense-háskólann í Madrid árið 2014 til að mótmæla aðhaldsstefnu stjórnvalda í kjölfar fjármálakreppunnar. Hann er fertugur stjórnmálafræðingur. Alberto Garzón var leiðtogi Sameinaðs vinstri þar til flokkurinn rann inn í Sameinaðar getum við fyrir þingkosningarnar í apríl.Vísir/EPA Búist er við því að Irene Montero, eiginkona Iglesias, taki sæti í ríkisstjórninni sem jafnréttisráðherra. Hún er 31 árs sálfræðingur og kvennréttindasinni sem hefur setið á þingi fyrir flokkinn frá 2016.Reuters-fréttastofan segir að Alberto Garzón taki við nýju embætti neytendamálaráðherra. Hann er 34 ára gamall hagfræðingur sem hefur setið á þingi fyrir vinstriflokkinn Sameinað vinstri frá árinu 2011. Sá flokkur rann inn í Sameinaðar getum við fyrir þingkosningarnar í apríl í fyrra. Garzón er félagi í Kommúnistaflokki Spánar og verður fyrsti kommúnistinn til að taka sæti í ríkisstjórn á Spáni frá tíma annars lýðveldisins á 4. áratugnum. Hann gaf meðal annars út bók árið 2017 sem bar titilinn „Vegna þess er ég kommúnisti“. Spánn Tengdar fréttir Vinstristjórn komin til valda á Spáni Á meðal stefnumála nýrrar ríkisstjórnar Sósíalistaflokksins og Við getum er að hækka skatta á þá tekjuhæstu og stórfyrirtæki og hækka lágmarkslaun. 7. janúar 2020 13:54 Þingið hafnaði ríkisstjórn Sánchez í fyrstu atrennu Útlit er fyrir að ný minnihlutastjórn vinstri flokka á Spáni verði samþykkt á morgun með aðeins tveggja atkvæða mun. 6. janúar 2020 11:32 Hillir undir nýja ríkisstjórn á Spáni Flokkur katalónskra sjálfstæðissinna hefur samþykkt að verja minnihlutastjórn vinstriflokkanna falli. Atkvæði verða greidd um traust á slíkri stjórn á spænska þinginu á næstu dögum. 3. janúar 2020 12:05 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Vinstriflokkurinn Við Getum fær fjögur ráðuneyti og embætti varaforsætisráðherra í ríkisstjórn með Sósíalistaflokknum á Spáni. Búist er við því að Pedro Sánchez, forsætisráðherra, kynni ráðuneyti sitt í næstu viku. Á meðal ráðherra úr röðum Við getum er fyrsti liðsmaður Kommúnistaflokks Spánar sem tekur sæti í ríkisstjórn í átta áratugi. Minnihlutastjórn flokkanna tveggja hlaut blessun spænska þingsins með aðeins tveggja atkvæða mun í atkvæðagreiðslu á þriðjudag. Þetta er fyrsta samsteypustjórnin á Spáni frá því fyrir borgarastríðið þar á 4. áratug síðustu aldar. Enginn flokkur eða blokk fékk afgerandi meirihluta í þingkosningum sem fóru fram í nóvember. Það voru fjórðu þingskosningarnar frá árinu 2015 á Spáni. Sánchez, leiðtogi Sósíalistaflokksins, verður forsætisráðherra, og Pablo Iglesias, leiðtogi Við getum, varaforsætisráðherra. Af fjórum varaforsætisráðherrum verða þrír konur, að sögn spænska blaðsins El País. Talið er að ráðherrum verði fjölgað úr 17 í 20 í ríkisstjórn Sánchez. Iglesias stofnaði Við getum, sem breytti nafni sínu nýlega í Sameinaðar getum við, ásamt félögum sínum við Complutense-háskólann í Madrid árið 2014 til að mótmæla aðhaldsstefnu stjórnvalda í kjölfar fjármálakreppunnar. Hann er fertugur stjórnmálafræðingur. Alberto Garzón var leiðtogi Sameinaðs vinstri þar til flokkurinn rann inn í Sameinaðar getum við fyrir þingkosningarnar í apríl.Vísir/EPA Búist er við því að Irene Montero, eiginkona Iglesias, taki sæti í ríkisstjórninni sem jafnréttisráðherra. Hún er 31 árs sálfræðingur og kvennréttindasinni sem hefur setið á þingi fyrir flokkinn frá 2016.Reuters-fréttastofan segir að Alberto Garzón taki við nýju embætti neytendamálaráðherra. Hann er 34 ára gamall hagfræðingur sem hefur setið á þingi fyrir vinstriflokkinn Sameinað vinstri frá árinu 2011. Sá flokkur rann inn í Sameinaðar getum við fyrir þingkosningarnar í apríl í fyrra. Garzón er félagi í Kommúnistaflokki Spánar og verður fyrsti kommúnistinn til að taka sæti í ríkisstjórn á Spáni frá tíma annars lýðveldisins á 4. áratugnum. Hann gaf meðal annars út bók árið 2017 sem bar titilinn „Vegna þess er ég kommúnisti“.
Spánn Tengdar fréttir Vinstristjórn komin til valda á Spáni Á meðal stefnumála nýrrar ríkisstjórnar Sósíalistaflokksins og Við getum er að hækka skatta á þá tekjuhæstu og stórfyrirtæki og hækka lágmarkslaun. 7. janúar 2020 13:54 Þingið hafnaði ríkisstjórn Sánchez í fyrstu atrennu Útlit er fyrir að ný minnihlutastjórn vinstri flokka á Spáni verði samþykkt á morgun með aðeins tveggja atkvæða mun. 6. janúar 2020 11:32 Hillir undir nýja ríkisstjórn á Spáni Flokkur katalónskra sjálfstæðissinna hefur samþykkt að verja minnihlutastjórn vinstriflokkanna falli. Atkvæði verða greidd um traust á slíkri stjórn á spænska þinginu á næstu dögum. 3. janúar 2020 12:05 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Vinstristjórn komin til valda á Spáni Á meðal stefnumála nýrrar ríkisstjórnar Sósíalistaflokksins og Við getum er að hækka skatta á þá tekjuhæstu og stórfyrirtæki og hækka lágmarkslaun. 7. janúar 2020 13:54
Þingið hafnaði ríkisstjórn Sánchez í fyrstu atrennu Útlit er fyrir að ný minnihlutastjórn vinstri flokka á Spáni verði samþykkt á morgun með aðeins tveggja atkvæða mun. 6. janúar 2020 11:32
Hillir undir nýja ríkisstjórn á Spáni Flokkur katalónskra sjálfstæðissinna hefur samþykkt að verja minnihlutastjórn vinstriflokkanna falli. Atkvæði verða greidd um traust á slíkri stjórn á spænska þinginu á næstu dögum. 3. janúar 2020 12:05