„Var örugglega ekki að hugsa þetta þegar það rigndi og blés á hann í Stoke“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. ágúst 2020 07:00 Eric Maxim Choupo-Moting gleymir seint miðvikudagskvöldinu 12. ágúst. getty/David Ramos Það er ekki hægt að segja annað en að hetja Paris Saint-Germain í sigrinum á Atalanta, 1-2, hafi komið úr óvæntri átt. Atalanta komst yfir á 26. mínútu með marki Mario Pasalic en Marquinhos jafnaði fyrir PSG á lokamínútunni. Þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði svo Eric Maxim Choupo-Moting sigurmark PSG. Hann hafði komið inn á sem varamaður fyrir Mauro Icardi á 79. mínútu. Klippa: Atalanta 1-2 PSG Þetta var fyrsta Meistaradeildarmark Choupo-Motings í sex ár, eða síðan hann skoraði sigurmark Schalke í 4-3 sigri á Sporting 21. október 2014. Það mark kom, merkilegt nokk, líka á 93. mínútu. Ekki eru nema tvö ár síðan Choupo-Moting var í liði Stoke City sem féll úr ensku úrvalsdeildinni. Þaðan fór hann mjög óvænt til PSG. Choupo-Moting hefur tvisvar sinnum orðið franskur meistari með PSG og er nú búinn að koma liðinu í undanúrslit Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn síðan 1995. „Hann var örugglega ekki að hugsa þetta þegar það rigndi og blés á hann í Stoke,“ sagði Reynir Leósson í Meistaradeildarmörkunum í gær. „Þetta er fljótt að gerast og þetta er öskubuskuævintýri hjá þessum leikmanni. Hann er umkringdur stórstjörnum en það er hann, líklega langminnsta nafnið af framherjunum, sem skýtur þeim áfram.“ Innslagið, og viðtal við Choupo-Moting, má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Meistaradeildarmörkin - Umræða um Choupo-Moting Choupo-Moting skoraði aðeins fimm mörk í 32 leikjum með Stoke tímabilið 2017-18. Frá því hann kom til PSG hefur hann spilað 49 leiki fyrir liðið og skorað níu mörk. Choupo-Moting, sem er 31 árs, fæddist í Þýskalandi en hefur spilað fyrir kamerúnska landsliðið, alls 55 leiki og skorað fimmtán mörk. Í undanúrslitunum 18. ágúst mætir PSG annað hvort Atlético Madrid eða RB Leipzig. Þau mætast klukkan 19:00 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Sýnt verður beint frá öllum leikjunum sem eftir eru í Meistaradeild Evrópu á Stöð 2 Sport. Keppni lýkur með úrslitaleiknum í Lissabon 23. ágúst. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Neymar valinn maður leiksins en gaf hetju PSG verðlaunagripinn Neymar var örlátur eftir sigur Paris Saint-Germain á Atalanta og færði hetju franska liðsins verðlaunin sem hann fékk fyrir að vera valinn maður leiksins. 12. ágúst 2020 22:31 Sjáðu mörkin þegar PSG fór í undanúrslit á dramatískan hátt Paris Saint-Germain vann dramatískan sigur á Atalanta, 1-2, og er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í fyrsta sinn í 25 ár. 12. ágúst 2020 21:39 Afmælisbarnið í undanúrslit eftir ótrúlega endurkomu Eric Maxim Choupo-Moting tryggði Paris Saint-Germain sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Atalanta á 93. mínútu. 12. ágúst 2020 21:00 Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Fleiri fréttir Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Sjá meira
Það er ekki hægt að segja annað en að hetja Paris Saint-Germain í sigrinum á Atalanta, 1-2, hafi komið úr óvæntri átt. Atalanta komst yfir á 26. mínútu með marki Mario Pasalic en Marquinhos jafnaði fyrir PSG á lokamínútunni. Þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði svo Eric Maxim Choupo-Moting sigurmark PSG. Hann hafði komið inn á sem varamaður fyrir Mauro Icardi á 79. mínútu. Klippa: Atalanta 1-2 PSG Þetta var fyrsta Meistaradeildarmark Choupo-Motings í sex ár, eða síðan hann skoraði sigurmark Schalke í 4-3 sigri á Sporting 21. október 2014. Það mark kom, merkilegt nokk, líka á 93. mínútu. Ekki eru nema tvö ár síðan Choupo-Moting var í liði Stoke City sem féll úr ensku úrvalsdeildinni. Þaðan fór hann mjög óvænt til PSG. Choupo-Moting hefur tvisvar sinnum orðið franskur meistari með PSG og er nú búinn að koma liðinu í undanúrslit Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn síðan 1995. „Hann var örugglega ekki að hugsa þetta þegar það rigndi og blés á hann í Stoke,“ sagði Reynir Leósson í Meistaradeildarmörkunum í gær. „Þetta er fljótt að gerast og þetta er öskubuskuævintýri hjá þessum leikmanni. Hann er umkringdur stórstjörnum en það er hann, líklega langminnsta nafnið af framherjunum, sem skýtur þeim áfram.“ Innslagið, og viðtal við Choupo-Moting, má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Meistaradeildarmörkin - Umræða um Choupo-Moting Choupo-Moting skoraði aðeins fimm mörk í 32 leikjum með Stoke tímabilið 2017-18. Frá því hann kom til PSG hefur hann spilað 49 leiki fyrir liðið og skorað níu mörk. Choupo-Moting, sem er 31 árs, fæddist í Þýskalandi en hefur spilað fyrir kamerúnska landsliðið, alls 55 leiki og skorað fimmtán mörk. Í undanúrslitunum 18. ágúst mætir PSG annað hvort Atlético Madrid eða RB Leipzig. Þau mætast klukkan 19:00 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Sýnt verður beint frá öllum leikjunum sem eftir eru í Meistaradeild Evrópu á Stöð 2 Sport. Keppni lýkur með úrslitaleiknum í Lissabon 23. ágúst. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sýnt verður beint frá öllum leikjunum sem eftir eru í Meistaradeild Evrópu á Stöð 2 Sport. Keppni lýkur með úrslitaleiknum í Lissabon 23. ágúst. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Neymar valinn maður leiksins en gaf hetju PSG verðlaunagripinn Neymar var örlátur eftir sigur Paris Saint-Germain á Atalanta og færði hetju franska liðsins verðlaunin sem hann fékk fyrir að vera valinn maður leiksins. 12. ágúst 2020 22:31 Sjáðu mörkin þegar PSG fór í undanúrslit á dramatískan hátt Paris Saint-Germain vann dramatískan sigur á Atalanta, 1-2, og er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í fyrsta sinn í 25 ár. 12. ágúst 2020 21:39 Afmælisbarnið í undanúrslit eftir ótrúlega endurkomu Eric Maxim Choupo-Moting tryggði Paris Saint-Germain sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Atalanta á 93. mínútu. 12. ágúst 2020 21:00 Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Fleiri fréttir Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Sjá meira
Neymar valinn maður leiksins en gaf hetju PSG verðlaunagripinn Neymar var örlátur eftir sigur Paris Saint-Germain á Atalanta og færði hetju franska liðsins verðlaunin sem hann fékk fyrir að vera valinn maður leiksins. 12. ágúst 2020 22:31
Sjáðu mörkin þegar PSG fór í undanúrslit á dramatískan hátt Paris Saint-Germain vann dramatískan sigur á Atalanta, 1-2, og er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í fyrsta sinn í 25 ár. 12. ágúst 2020 21:39
Afmælisbarnið í undanúrslit eftir ótrúlega endurkomu Eric Maxim Choupo-Moting tryggði Paris Saint-Germain sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Atalanta á 93. mínútu. 12. ágúst 2020 21:00