Ingibjörg Sigurðardóttir var hetja Vålerenga í 1-2 sigri á Røa í norsku úrvalsdeildinni í dag. Hún skoraði sigurmark Vålerenga á lokamínútunni.
Með sigrinum komst Vålerenga upp í 2. sæti deildarinnar. Liðið er með sextán stig, jafnmörg og topplið Lillestrøm sem á leik til góða.
Røa var 1-0 yfir í hálfleik þökk sé marki Linns Huseby úr vítaspyrnu á 22. mínútu. Rikke Madsen jafnaði fyrir Vålerenga á 52. mínútu.
Á lokamínútu leiksins skoraði Ingibjörg svo sigurmark gestanna. Þetta var annað mark hennar á tímabilinu.
90 min. MÅL! VI HAR SNUDD KAMPEN! Dølvik legger inn og Ingibjørg Sigurdardottir står på bakerste og feier ballen i nettaket. Deilig! 1-2
— Vålerenga Fotball Damer (@VIFDamer) August 12, 2020
Ingibjörg kom til Vålerenga frá sænska liðinu Djurgården fyrir þetta tímabil. Hún hefur leikið erlendis frá 2018.
Næsti leikur Vålerenga er gegn Rosenborg á sunnudaginn. Vålerenga hefur unnið síðustu þrjá leiki sína í norsku deildinni.