Thomas Meunier, sem gekk í raðir Dortmund frá PSG í sumar, segir að leikmenn franska stórliðsins skemmti sér allt of mikið.
Samningur Meunier við PSG rann út í sumar og hann ákvað að færa sig um set; úr partí stemningunni í Frakklandi, í agann í Þýskalandi.
Leikmenn PSG eru þekktir fyrir að taka vel á því utan vallar einnig og Meunier segir að þeir skemmti sér allt of mikið.
„Ekkert nema partí - ótrúlegt,“ sagði Meunier í samtali við belgísku sjónvarpsstöðina RTBF en Meunier spilaði með Club Brugge áður en hann gekk í raðir PSG.
„Þegar ég var í Brugge þá fögnuðum við afmælum með að spila pílu eða fórum í snóker á bar en í PSG er þetta hrikalegt.“
„Það lýsir þó félaginu vel; finna höll eða flotta byggingu og halda partí með fleiri hundruðum.“
„Þá sérðu að þeir eru meira en fótboltamenn; þeir eru stjörnur. Ég skemmti mér vel en þetta var of mikið. Þetta er þó hluti af leiknum.“
Thomas Meunier criticises PSG's 'outrageous' party culture amid complaints over exithttps://t.co/tB6PNZ9hj4
— Mirror Football (@MirrorFootball) August 10, 2020