Magnaðar endurkomur á síðustu leiktíð í Meistaradeildinni | Tekst Chelsea hið ótrúlega í kvöld? Ísak Hallmundarson skrifar 8. ágúst 2020 10:45 Rashford fagnar eftir ævintýrið í París í fyrra. getty/Ian MacNicol Bayern Munchen og Chelsea mætast í Meistaradeild Evrópu í kvöld á heimavelli Bayern í Þýskalandi. Bayern er með 3-0 forystu eftir fyrri leikinn og eru flestir ef ekki allir búnir að bóka þá áfram í 8-liða úrslit. Það getur þó allt gerst í fótbolta og í tilefni dagsins er ekki úr vegi að rifja upp magnaðar endurkomur úr Meistaradeildinni frá því á síðustu leiktíð. Tottenham 3-3 Ajax Undanúrslitin í fyrra. Ajax vann fyrri leikinn 1-0 á heimavelli Tottenham í Lundúnum og versnaði staðan frekar fyrir Tottenham þegar Ajax var komið í 2-0 forystu í seinni leiknum og samanlagt 3-0. Þetta þýddi að Spurs þyrfti að skora þrjú mörk til að eiga einhvern möguleika á að komast í sjálfan úrslitaleikinn. Lucas Moura var ekki á því að detta út úr keppninni á móti hollenska liðinu. Hann skoraði tvö mörk með fjögurrra mínútna millibili snemma í síðari hálfleik, á 55. og 59. mínútu. Staðan 2-2 sem þýddi að Tottenham þyrfti eitt mark í viðbót ef liðið héldi hreinu út leikinn. Allt leit út fyrir að Ajax væri að fara í úrslitaleikinn þegar venjulegur leiktími var liðinn, en á sjöttu mínútu uppbótartíma skoraði Lucas sigurmark Tottenham og fullkomnaði þrennu sína. Ótrúleg endurkoma og sennilega eftirminnilegasti leikur Lucas Moura á ferli hans. Liverpool 4-3 Barcelona Eftir að hafa steinlegið 3-0 á Camp Nou í fyrri undanúrslitaleiknum við Barcelona bjóst líklega enginn Liverpool maður við því að sjá liðið sitt lyfta Meistaradeildartitlinum í fyrra. Allt kom fyrir ekki. Divock Origi kom Liverpool yfir á Anfield snemma í fyrri hálfleik í seinni leiknum. Liverpool tókst þó ekki að finna netið aftur fyrr en í síðari hálfleik. Georginio Wijnaldum skoraði síðan tvö mörk með 122 sekúndna millibili í seinni hálfleik sem breytti öllu. Nú var staðan jöfn og eitt mark í viðbót þýddi að Liverpool væri á leið í úrslitaleikinn. Origi skoraði annað mark sitt og fjórða mark Liverpool tíu mínútum fyrir leikslok. Lokatölur í leiknum 4-0 og Liverpool vann einvígið samanlagt 4-3. Þeir fóru síðan og unnu Tottenham í úrslitaleiknum og tryggðu sér sinn fyrsta Meistaradeildartitil í fjórtán ár. Manchester United 3-3 PSG Man Utd tapaði fyrri leiknum á Old Trafford 0-2, sem var fyrsta tap Ole Gunnar Solskjær sem þjálfara Manchester United. Það þurfti því kraftaverk til að liðið myndi snúa taflinu við, en United þurfti að vinna með að minnsta kosti tveggja marka mun í París í seinni leiknum. Það byrjaði vel fyrir Rauðu djöflanna, Romelu Lukaku kom þeim yfir strax á annarri mínútu leiksins. Hann bætti síðan við öðru marki í fyrri hálfleik áður en Parísarliðið minnkaði muninn. United þurfti því eitt mark til viðbótar og það kom á fjórðu mínútu uppbótartíma, þegar Marcus Rashford skoraði úr vítaspyrnu og tryggði United í 8-liða úrslit í fyrsta sinn í fimm ár. Það er spurning hvort Chelsea nái að feta í spor þessara liða í kvöld og snúa taflinu við gegn Bayern. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 18:50 í kvöld. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Freyr: Ódýrt hjá Milos og Dofri fleygði sér niður Íslenski boltinn Hefur skorað á 16 tímabilum í röð í efstu deild Íslenski boltinn Neymar skrópaði á æfingu Fótbolti Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Sjá meira
Bayern Munchen og Chelsea mætast í Meistaradeild Evrópu í kvöld á heimavelli Bayern í Þýskalandi. Bayern er með 3-0 forystu eftir fyrri leikinn og eru flestir ef ekki allir búnir að bóka þá áfram í 8-liða úrslit. Það getur þó allt gerst í fótbolta og í tilefni dagsins er ekki úr vegi að rifja upp magnaðar endurkomur úr Meistaradeildinni frá því á síðustu leiktíð. Tottenham 3-3 Ajax Undanúrslitin í fyrra. Ajax vann fyrri leikinn 1-0 á heimavelli Tottenham í Lundúnum og versnaði staðan frekar fyrir Tottenham þegar Ajax var komið í 2-0 forystu í seinni leiknum og samanlagt 3-0. Þetta þýddi að Spurs þyrfti að skora þrjú mörk til að eiga einhvern möguleika á að komast í sjálfan úrslitaleikinn. Lucas Moura var ekki á því að detta út úr keppninni á móti hollenska liðinu. Hann skoraði tvö mörk með fjögurrra mínútna millibili snemma í síðari hálfleik, á 55. og 59. mínútu. Staðan 2-2 sem þýddi að Tottenham þyrfti eitt mark í viðbót ef liðið héldi hreinu út leikinn. Allt leit út fyrir að Ajax væri að fara í úrslitaleikinn þegar venjulegur leiktími var liðinn, en á sjöttu mínútu uppbótartíma skoraði Lucas sigurmark Tottenham og fullkomnaði þrennu sína. Ótrúleg endurkoma og sennilega eftirminnilegasti leikur Lucas Moura á ferli hans. Liverpool 4-3 Barcelona Eftir að hafa steinlegið 3-0 á Camp Nou í fyrri undanúrslitaleiknum við Barcelona bjóst líklega enginn Liverpool maður við því að sjá liðið sitt lyfta Meistaradeildartitlinum í fyrra. Allt kom fyrir ekki. Divock Origi kom Liverpool yfir á Anfield snemma í fyrri hálfleik í seinni leiknum. Liverpool tókst þó ekki að finna netið aftur fyrr en í síðari hálfleik. Georginio Wijnaldum skoraði síðan tvö mörk með 122 sekúndna millibili í seinni hálfleik sem breytti öllu. Nú var staðan jöfn og eitt mark í viðbót þýddi að Liverpool væri á leið í úrslitaleikinn. Origi skoraði annað mark sitt og fjórða mark Liverpool tíu mínútum fyrir leikslok. Lokatölur í leiknum 4-0 og Liverpool vann einvígið samanlagt 4-3. Þeir fóru síðan og unnu Tottenham í úrslitaleiknum og tryggðu sér sinn fyrsta Meistaradeildartitil í fjórtán ár. Manchester United 3-3 PSG Man Utd tapaði fyrri leiknum á Old Trafford 0-2, sem var fyrsta tap Ole Gunnar Solskjær sem þjálfara Manchester United. Það þurfti því kraftaverk til að liðið myndi snúa taflinu við, en United þurfti að vinna með að minnsta kosti tveggja marka mun í París í seinni leiknum. Það byrjaði vel fyrir Rauðu djöflanna, Romelu Lukaku kom þeim yfir strax á annarri mínútu leiksins. Hann bætti síðan við öðru marki í fyrri hálfleik áður en Parísarliðið minnkaði muninn. United þurfti því eitt mark til viðbótar og það kom á fjórðu mínútu uppbótartíma, þegar Marcus Rashford skoraði úr vítaspyrnu og tryggði United í 8-liða úrslit í fyrsta sinn í fimm ár. Það er spurning hvort Chelsea nái að feta í spor þessara liða í kvöld og snúa taflinu við gegn Bayern. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 18:50 í kvöld.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Freyr: Ódýrt hjá Milos og Dofri fleygði sér niður Íslenski boltinn Hefur skorað á 16 tímabilum í röð í efstu deild Íslenski boltinn Neymar skrópaði á æfingu Fótbolti Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Sjá meira