Öðru norsku skemmtiferðaskipi bannað að hleypa farþegum frá borði Andri Eysteinsson skrifar 5. ágúst 2020 12:36 Sea Dream 1 við höfn í Bodø AP/Sondre Skjelvik Farþegum hefur verið gert að halda sig um borð í norska skemmtiferðaskipinu SeaDream 1 eftir ferðamaður sem hafði verið um borð í skipinu greindist smitaður af kórónuveirunni við komuna heim til Danmerkur. Sá smitaði hafði farið frá borði í norður-norska bænum Tromsø og hélt þaðan til heimalandsins. Við komuna var honum gert að fara í sýnatöku þar sem hann greindist smitaður. Í ljósi þeirra upplýsinga var tekin ákvörðun um að SeaDream 1 skuli liggja við bryggju í Bodø og engum skuli hleypt frá borði. Allir áhafnarmeðlimir skipsins, 85 talsins, verða sendir í sýnatöku og segir Ida Pinnerød, borgarstjóri Bodø í samtali við NRK að til skoðunar sé hvort að farþegarnir 123 verði einnig sendir í skimun. Ný ferð skipsins milli Tromsø og Bodø hófst 2. Ágúst síðastliðinn og hafði hinn smitaði því ekki verið á meðal farþega í þessari ferð sem um ræðir. Farþegar í fyrri ferð skipsins hafa verið skipaðir í tíu daga sóttkví. „Við vonum svo sannarlega að enginn um borð sé smitaður af COVID-19. Við höfum ekki vitneskju um fleiri smit á meðal farþega eða áhafnarmeðlima og enginn sýnir einkenni,“ segir rekstraraðili skemmtiferðaskipsins í yfirlýsingu. Þá hafa 44 greinst smitaðir af veirunni um borð í skemmtiferðaskipinu MS Roald Amundsen sem liggur við bryggju í Tromsø. Níu farþegar, allir búsettir í Noregi, og 35 áhafnarmeðlimir hafa fengið staðfestingu á smiti. Ekki liggur fyrir hvernig smit barst í skipin tvö en eftir smitin í Roald Amundsen tók rekstraraðili þess ákvörðun um að hætta öllum siglingum í tvær vikur. Þá ákváðu norsk stjórnvöld að loka skuli höfnum landsins fyrir skemmtiferðaskipum yfir sama tímabil. Ekki liggur fyrir hvers vegna Sea Dream 1 fékk leyfi til þess að leggja að í Bodø. Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Fleiri fréttir Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Sjá meira
Farþegum hefur verið gert að halda sig um borð í norska skemmtiferðaskipinu SeaDream 1 eftir ferðamaður sem hafði verið um borð í skipinu greindist smitaður af kórónuveirunni við komuna heim til Danmerkur. Sá smitaði hafði farið frá borði í norður-norska bænum Tromsø og hélt þaðan til heimalandsins. Við komuna var honum gert að fara í sýnatöku þar sem hann greindist smitaður. Í ljósi þeirra upplýsinga var tekin ákvörðun um að SeaDream 1 skuli liggja við bryggju í Bodø og engum skuli hleypt frá borði. Allir áhafnarmeðlimir skipsins, 85 talsins, verða sendir í sýnatöku og segir Ida Pinnerød, borgarstjóri Bodø í samtali við NRK að til skoðunar sé hvort að farþegarnir 123 verði einnig sendir í skimun. Ný ferð skipsins milli Tromsø og Bodø hófst 2. Ágúst síðastliðinn og hafði hinn smitaði því ekki verið á meðal farþega í þessari ferð sem um ræðir. Farþegar í fyrri ferð skipsins hafa verið skipaðir í tíu daga sóttkví. „Við vonum svo sannarlega að enginn um borð sé smitaður af COVID-19. Við höfum ekki vitneskju um fleiri smit á meðal farþega eða áhafnarmeðlima og enginn sýnir einkenni,“ segir rekstraraðili skemmtiferðaskipsins í yfirlýsingu. Þá hafa 44 greinst smitaðir af veirunni um borð í skemmtiferðaskipinu MS Roald Amundsen sem liggur við bryggju í Tromsø. Níu farþegar, allir búsettir í Noregi, og 35 áhafnarmeðlimir hafa fengið staðfestingu á smiti. Ekki liggur fyrir hvernig smit barst í skipin tvö en eftir smitin í Roald Amundsen tók rekstraraðili þess ákvörðun um að hætta öllum siglingum í tvær vikur. Þá ákváðu norsk stjórnvöld að loka skuli höfnum landsins fyrir skemmtiferðaskipum yfir sama tímabil. Ekki liggur fyrir hvers vegna Sea Dream 1 fékk leyfi til þess að leggja að í Bodø.
Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Fleiri fréttir Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna