Rafbíllinn Peugeot e-2008 frumsýndur Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 5. ágúst 2020 07:00 Peugeot e-2008 Brimborg frumsýnir glænýjan, langdrægan Peugeot e-2008 100% hreinan rafbíl með góða veghæð og háa sætisstöðu. Peugeot e-2008 rafbíll er sjálfskiptur með 136 hestafla, hljóðlátri rafmagnsvél, varmadælu sem eykur orkunýtingu og drægni. Bíllinn er búinn 50 kWh drifrafhlöðu sem er snögg í hleðslu og skilar 320 km drægni og forhitara sem tryggir að bíllinn er alltaf heitur þegar þú leggur af stað. Peugeot e-2008 rafbíll er með fimm ára alhliða ábyrgð og 8 ára ábyrgð á rafhlöðu segir í fréttatilkynningu frá Brimborg, umboðsaðila Peugeot á Íslandi. Nýr Peugeot e-2008 SUV 100% hreinn rafbíll verður frumsýndur í Brimborg Reykjavík og Akureyri laugardaginn 8. ágúst frá 12-16. Sýningar- og reynsluakstursbílar verða á staðnum og eins verður í boði ráðgjöf varðandi hleðslu rafbíla og uppsetningu hleðslustöðva. 320 km drægni Peugeot e-2008 SUV 100% hreinn rafbíll er með 50 kWh drifrafhlöðu og varmadælu sem endurnýtir orku fyrir miðstöðina og því er drægni bílsins skv. WLTP mælingu 320 km. 30 mínútur í 80% drægni í 100 kW hraðhleðslustöð Það er einfalt og fljótlegt að hlaða nýjan Peugeot e-2008 rafbíl heima, í vinnu og á hraðhleðslustöðvum. Hægt er að fullhlaða á 7,5 klst í öflugri heimahleðslustöð og aðeins tekur 30 mínútur að hlaða tóma drifrafhlöðuna í 80% hleðslu í 100 kW hraðhleðslustöð. Fjarstýrður forhitari Peugeot e-2008 er með fjarstýrðum forhitara sem tryggir að bíll er heitur og þægilegur þegar lagt er af stað. Einfalt er að tímasetja, stöðva og virkja hleðslu í MyPeugeot® appinu ásamt því að stilla forhitarann. Einfalt er að vera með yfirsýn á bílnum í snjallsímanum með MyPeugeot® appinu. Hægt er að skoða upplýsingar um bílinn þ.á.m. stöðu á drægni, hleðslustöðu, þjónustuyfirlit og panta tíma á þjónustuverkstæði. Varmadæla Varmadæla er mikilvægur búnaður í rafbílum, sérstaklega á Íslandi því varmadælur virka best við -5 til 15°C og er hún staðalbúnaður í Peugeot e-2008 rafbíl. Hún endurnýtir orku fyrir miðstöð bílsins sem gerir það kleift að hafa miðstöðina í gangi og halda góðum hita í bílnum á köldum dögum án þess að það komi niður á drægni bílsins. Rafbílar án varmadælu þurfa annars að nota hluta af orku rafhlöðunnar fyrir miðstöðina. Veghæð Hönnun nýja Peugeot e-2008 SUV er alveg ný frá grunni og hefur hlotið einróma lof fyrir framsækið útlit sem er undirstrikað með LED fram- og afturljósunum sem setja sterkan svip á bílinn. Peugeot e-2008 er með mikla veghæð og háa sætisstöðu svo það er einstaklega þægilegt að ganga um hann. Innréttingin er nýjasta kynslóð af Peugeot 3D i-Cockpit sem er fullkominn stafrænn heimur þar sem mælaborð og stjórntæki eru í sjónlínu ökumanns og bæta þannig enn akstursgæði. Öryggi Glænýr Peugeot e-2008 SUV er með nýjustu aksturs- og öryggistækni sem aðstoða ökumanninn við aksturinn og tryggir örugga ökuferð. Veglínuskynjun, blindpunktsaðvörun, vegskiltalesari, aðlögunarhæfur hraðastillir, sjálfvirk neyðarhemlun (Active City Break) og ný gerð bakkmyndavélar eru dæmi einstakan öryggisbúnað í Peugeot e-2008 SUV. Ábyrgðir Gæði Peugeot eru einstök enda í boði með langri 5 ára alhliða ábyrgð á bílnum og sérstakri 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu. Forsalan á Peugeot e-2008 hófst í vor og hefur gengið gríðarlega vel. Peugeot e-2008 SUV kostar frá 4.650.000 kr. og er fáanlegur í fjórum búnaðarfærslum; Active, Allure, GT-line og GT. Vistvænir bílar Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent
Brimborg frumsýnir glænýjan, langdrægan Peugeot e-2008 100% hreinan rafbíl með góða veghæð og háa sætisstöðu. Peugeot e-2008 rafbíll er sjálfskiptur með 136 hestafla, hljóðlátri rafmagnsvél, varmadælu sem eykur orkunýtingu og drægni. Bíllinn er búinn 50 kWh drifrafhlöðu sem er snögg í hleðslu og skilar 320 km drægni og forhitara sem tryggir að bíllinn er alltaf heitur þegar þú leggur af stað. Peugeot e-2008 rafbíll er með fimm ára alhliða ábyrgð og 8 ára ábyrgð á rafhlöðu segir í fréttatilkynningu frá Brimborg, umboðsaðila Peugeot á Íslandi. Nýr Peugeot e-2008 SUV 100% hreinn rafbíll verður frumsýndur í Brimborg Reykjavík og Akureyri laugardaginn 8. ágúst frá 12-16. Sýningar- og reynsluakstursbílar verða á staðnum og eins verður í boði ráðgjöf varðandi hleðslu rafbíla og uppsetningu hleðslustöðva. 320 km drægni Peugeot e-2008 SUV 100% hreinn rafbíll er með 50 kWh drifrafhlöðu og varmadælu sem endurnýtir orku fyrir miðstöðina og því er drægni bílsins skv. WLTP mælingu 320 km. 30 mínútur í 80% drægni í 100 kW hraðhleðslustöð Það er einfalt og fljótlegt að hlaða nýjan Peugeot e-2008 rafbíl heima, í vinnu og á hraðhleðslustöðvum. Hægt er að fullhlaða á 7,5 klst í öflugri heimahleðslustöð og aðeins tekur 30 mínútur að hlaða tóma drifrafhlöðuna í 80% hleðslu í 100 kW hraðhleðslustöð. Fjarstýrður forhitari Peugeot e-2008 er með fjarstýrðum forhitara sem tryggir að bíll er heitur og þægilegur þegar lagt er af stað. Einfalt er að tímasetja, stöðva og virkja hleðslu í MyPeugeot® appinu ásamt því að stilla forhitarann. Einfalt er að vera með yfirsýn á bílnum í snjallsímanum með MyPeugeot® appinu. Hægt er að skoða upplýsingar um bílinn þ.á.m. stöðu á drægni, hleðslustöðu, þjónustuyfirlit og panta tíma á þjónustuverkstæði. Varmadæla Varmadæla er mikilvægur búnaður í rafbílum, sérstaklega á Íslandi því varmadælur virka best við -5 til 15°C og er hún staðalbúnaður í Peugeot e-2008 rafbíl. Hún endurnýtir orku fyrir miðstöð bílsins sem gerir það kleift að hafa miðstöðina í gangi og halda góðum hita í bílnum á köldum dögum án þess að það komi niður á drægni bílsins. Rafbílar án varmadælu þurfa annars að nota hluta af orku rafhlöðunnar fyrir miðstöðina. Veghæð Hönnun nýja Peugeot e-2008 SUV er alveg ný frá grunni og hefur hlotið einróma lof fyrir framsækið útlit sem er undirstrikað með LED fram- og afturljósunum sem setja sterkan svip á bílinn. Peugeot e-2008 er með mikla veghæð og háa sætisstöðu svo það er einstaklega þægilegt að ganga um hann. Innréttingin er nýjasta kynslóð af Peugeot 3D i-Cockpit sem er fullkominn stafrænn heimur þar sem mælaborð og stjórntæki eru í sjónlínu ökumanns og bæta þannig enn akstursgæði. Öryggi Glænýr Peugeot e-2008 SUV er með nýjustu aksturs- og öryggistækni sem aðstoða ökumanninn við aksturinn og tryggir örugga ökuferð. Veglínuskynjun, blindpunktsaðvörun, vegskiltalesari, aðlögunarhæfur hraðastillir, sjálfvirk neyðarhemlun (Active City Break) og ný gerð bakkmyndavélar eru dæmi einstakan öryggisbúnað í Peugeot e-2008 SUV. Ábyrgðir Gæði Peugeot eru einstök enda í boði með langri 5 ára alhliða ábyrgð á bílnum og sérstakri 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu. Forsalan á Peugeot e-2008 hófst í vor og hefur gengið gríðarlega vel. Peugeot e-2008 SUV kostar frá 4.650.000 kr. og er fáanlegur í fjórum búnaðarfærslum; Active, Allure, GT-line og GT.
Vistvænir bílar Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent