Réðst á lögreglukonu vegna spurningar um grímuleysi Samúel Karl Ólason og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 4. ágúst 2020 13:21 Gripið hefur verið til strangra aðgerða í Viktoríuríki. EPA/DAVID CROSLING Lögregluþjónar í Melbourne í Ástralíu, þar sem kórónuveiran hefur verið skæð undanfarið, segist hafa verulegar áhyggjur af því hversu margir borgarbúa fari á skjön við tilmæli yfirvalda um sóttvarnir og fjarlægðartakmörk. Einhverjir hafa jafnvel beitt lögregluþjóna ofbeldi og hefur atvikum sem þessum farið fjölgandi. Í einu tilviki sló kona höfði lögreglukonu ítrekaði í götuna. Þá höfðu tvær lögreglukonur gengið að 38 ára gamalli konu og spurt hana af hverju hún væri ekki með grímu eins og hún átti að vera með. Konan brást reið við. Hún sló aðra lögreglukonuna og reif hina niður í jörðina þar sem hún sló höfði hennar ítrekað í götuna. Lögreglukonan hlaut „talsverð“ meiðsli, samkvæmt frétt ABC í Ástralíu. Melbourne er höfuðborg Viktoríuríkis sem er fjölmennasta ríki Ástralíu. Rúmur helmingur allra smitaðra býr í Viktoríuríki en alls hafa tæplega nítjánþúsund manns smitast í landinu. 226 hafa dáið af völdum sjúkdómsins. Hér má sjá tíst um málið frá Samtökum lögregluþjóna í Viktoríuríkis. This 26-year-old Constable returned to the station concussed and missing a clump of hair.Because she asked someone to wear a mask.She and many others are sacrificing their safety for our safety.#protectourprotectors #springst #tpav #covid19 #covid19aus #COVID19Vic cases pic.twitter.com/Bdjve1YJWR— TPAV (@PoliceAssocVIC) August 4, 2020 Grímuskylda er í Melbourne og er fólki ráðlagt að vera eins mikið innandyra og mögulegt er. Lögreglan segir marga brjóta þessar reglur ítrekað og svo virðist sem ákveðin hreyfing sem kallar sig „fullvalda borgara“ sé að myndast, sem telja sig ekki þurfa að fara eftir reglunum. Þeir segjast ekki þurfa að fara eftir reglunum og hafa neitað að fylgja skipunum lögreglu. Shane Patton, yfirmaður lögreglunnar, sagði í morgun að það hefði nokkrum sinnum gerst að „fullvalda borgarar“ hafi læst sig inn í bílum sínum og neitað að gefa upp upplýsingar um sig. Lögregluþjónar hafi þurft að brjóta rúður í bílum til að ná þeim út. Ráðamenn í Viktoríu hafa lagt á háar sektir við því að brjóta gegn sóttvarnarreglum en við ítrekuð og alvarleg brot geta sektirnar margfaldast. „Fólk verður að átta sig á því að aðgerðir þeirra hafa afleiðingar og ef þú ert að brjóta af þér, munum við ekki hika við að handtaka þig,“ sagði Patton. Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Lögregluþjónar í Melbourne í Ástralíu, þar sem kórónuveiran hefur verið skæð undanfarið, segist hafa verulegar áhyggjur af því hversu margir borgarbúa fari á skjön við tilmæli yfirvalda um sóttvarnir og fjarlægðartakmörk. Einhverjir hafa jafnvel beitt lögregluþjóna ofbeldi og hefur atvikum sem þessum farið fjölgandi. Í einu tilviki sló kona höfði lögreglukonu ítrekaði í götuna. Þá höfðu tvær lögreglukonur gengið að 38 ára gamalli konu og spurt hana af hverju hún væri ekki með grímu eins og hún átti að vera með. Konan brást reið við. Hún sló aðra lögreglukonuna og reif hina niður í jörðina þar sem hún sló höfði hennar ítrekað í götuna. Lögreglukonan hlaut „talsverð“ meiðsli, samkvæmt frétt ABC í Ástralíu. Melbourne er höfuðborg Viktoríuríkis sem er fjölmennasta ríki Ástralíu. Rúmur helmingur allra smitaðra býr í Viktoríuríki en alls hafa tæplega nítjánþúsund manns smitast í landinu. 226 hafa dáið af völdum sjúkdómsins. Hér má sjá tíst um málið frá Samtökum lögregluþjóna í Viktoríuríkis. This 26-year-old Constable returned to the station concussed and missing a clump of hair.Because she asked someone to wear a mask.She and many others are sacrificing their safety for our safety.#protectourprotectors #springst #tpav #covid19 #covid19aus #COVID19Vic cases pic.twitter.com/Bdjve1YJWR— TPAV (@PoliceAssocVIC) August 4, 2020 Grímuskylda er í Melbourne og er fólki ráðlagt að vera eins mikið innandyra og mögulegt er. Lögreglan segir marga brjóta þessar reglur ítrekað og svo virðist sem ákveðin hreyfing sem kallar sig „fullvalda borgara“ sé að myndast, sem telja sig ekki þurfa að fara eftir reglunum. Þeir segjast ekki þurfa að fara eftir reglunum og hafa neitað að fylgja skipunum lögreglu. Shane Patton, yfirmaður lögreglunnar, sagði í morgun að það hefði nokkrum sinnum gerst að „fullvalda borgarar“ hafi læst sig inn í bílum sínum og neitað að gefa upp upplýsingar um sig. Lögregluþjónar hafi þurft að brjóta rúður í bílum til að ná þeim út. Ráðamenn í Viktoríu hafa lagt á háar sektir við því að brjóta gegn sóttvarnarreglum en við ítrekuð og alvarleg brot geta sektirnar margfaldast. „Fólk verður að átta sig á því að aðgerðir þeirra hafa afleiðingar og ef þú ert að brjóta af þér, munum við ekki hika við að handtaka þig,“ sagði Patton.
Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira