Margrét Gnarr um ólögleg lyf: „Eiginlega bara normið, að fólk sé að nota eitthvað“ Stefán Árni Pálsson skrifar 31. júlí 2020 14:28 Margrét Gnarr er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar. Hún hefur náð lengst allra Íslendinga í fitness-heiminum og er eini Íslendingurinn hefur fengið þátttökurétt á Olympía, þar sem öflugustu keppendur heims mætast. Þar keppti hún í tvígang, áður en hún hætti í íþróttinni, þar sem hún var farin að ganga nærri heilsu sinni. Í viðtalinu ræða hún og Sölvi um fitness keppnirnar, en líka um samband Margrétar við Jón Gnarr pabba sinn, sem hún segir mjög gott, þó að það komi fyrir að athyglisbresturinn þvælist fyrir: „Pabbi minn er með mjög mikinn athyglisbrest og þegar ég var yngri gat þetta verið mjög erfitt, af því mér fannst eins og hann væri aldrei að hlusta á mig og oft þegar maður er að tala við hann og segja eitthvað of flókið, þá sér maður bara þegar hann er farinn,“ segir Margrét, sem segir að þau feðgin séu mjög líkir persónuleikar og að henni hafi þótt mjög vænt um hve margir voru ánægðir með hann þegar hann var borgarstjóri: „Fólk var mjög ánægt með hann…en fyrst þegar hann sagði mér frá þessu hugsaði ég: „ohh…þetta verður eitthvað fail” og það verður geðveikt leiðinlegt, en svo var þetta bara geggjað,” segir hún og bætir við að tími hans í stól borgarstjóra hafi sýnt að oft sé best að stjórnmálamenn þykist ekki vita allt sjálfir og láti sérfræðingana um stóran hluta ákvarðana. Hjartað var oft að stoppa Margrét náði sem fyrr segir lengra en nokkur Íslendingur í Fitness-heiminum, en hætti fyrir nokkrum árum, þegar hún var orðin mjög áhyggjufull um eigin heilsu: „Ég líka fékk hjartsláttartruflanir og það var í raun stærsta ástæðan fyrir því að ég ákvað að hætta. Ég fór í tékk af því að ég hélt að ég væri að fá hjartaáfall, hjartað var oft að stoppa og ég missti andann. Og það var eitt skiptið sem ég var á einhverju brennslutæki og allir litir urðu allt í einu skærir og ég hætti að skynja hvenær fæturnir mínir snertu jörðina og þá varð ég hrædd og fór beint upp á heilsugæslu og þá kom í ljós að ég var með hættulega lágt Kalíum og jafnvægi á steinefnum var komið í algjört rugl.” Hún segir að það hafi verið mjög góð lífsreynsla að keppa í fitness, en því miður sé margt sérstakt við þann heim, sérstaklega þegar komið er á hæsta level í alþjóðlegum keppnum. „Þá er þetta eiginlega bara normið, að fólk sé að nota eitthvað. Mér fannst ekki verið að ota þessu að mér, af því ég varð alltaf rosalega skorin, en ég vissi alveg að margar stelpur í mínum flokki voru að nota mikið, til dæmis „Klemma“, Anavar og Winstrol. Þetta var svona það þrennt sem stelpurnar voru mest að nota.” Í viðtalinu ræða hún og Sölvi um fitness-heiminn, átraskanir, samfélagsmiðla, skuggabönn, pabba hennar Jón Gnarr og margt margt fleira. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Fleiri fréttir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu Sjá meira
Margrét Gnarr er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar. Hún hefur náð lengst allra Íslendinga í fitness-heiminum og er eini Íslendingurinn hefur fengið þátttökurétt á Olympía, þar sem öflugustu keppendur heims mætast. Þar keppti hún í tvígang, áður en hún hætti í íþróttinni, þar sem hún var farin að ganga nærri heilsu sinni. Í viðtalinu ræða hún og Sölvi um fitness keppnirnar, en líka um samband Margrétar við Jón Gnarr pabba sinn, sem hún segir mjög gott, þó að það komi fyrir að athyglisbresturinn þvælist fyrir: „Pabbi minn er með mjög mikinn athyglisbrest og þegar ég var yngri gat þetta verið mjög erfitt, af því mér fannst eins og hann væri aldrei að hlusta á mig og oft þegar maður er að tala við hann og segja eitthvað of flókið, þá sér maður bara þegar hann er farinn,“ segir Margrét, sem segir að þau feðgin séu mjög líkir persónuleikar og að henni hafi þótt mjög vænt um hve margir voru ánægðir með hann þegar hann var borgarstjóri: „Fólk var mjög ánægt með hann…en fyrst þegar hann sagði mér frá þessu hugsaði ég: „ohh…þetta verður eitthvað fail” og það verður geðveikt leiðinlegt, en svo var þetta bara geggjað,” segir hún og bætir við að tími hans í stól borgarstjóra hafi sýnt að oft sé best að stjórnmálamenn þykist ekki vita allt sjálfir og láti sérfræðingana um stóran hluta ákvarðana. Hjartað var oft að stoppa Margrét náði sem fyrr segir lengra en nokkur Íslendingur í Fitness-heiminum, en hætti fyrir nokkrum árum, þegar hún var orðin mjög áhyggjufull um eigin heilsu: „Ég líka fékk hjartsláttartruflanir og það var í raun stærsta ástæðan fyrir því að ég ákvað að hætta. Ég fór í tékk af því að ég hélt að ég væri að fá hjartaáfall, hjartað var oft að stoppa og ég missti andann. Og það var eitt skiptið sem ég var á einhverju brennslutæki og allir litir urðu allt í einu skærir og ég hætti að skynja hvenær fæturnir mínir snertu jörðina og þá varð ég hrædd og fór beint upp á heilsugæslu og þá kom í ljós að ég var með hættulega lágt Kalíum og jafnvægi á steinefnum var komið í algjört rugl.” Hún segir að það hafi verið mjög góð lífsreynsla að keppa í fitness, en því miður sé margt sérstakt við þann heim, sérstaklega þegar komið er á hæsta level í alþjóðlegum keppnum. „Þá er þetta eiginlega bara normið, að fólk sé að nota eitthvað. Mér fannst ekki verið að ota þessu að mér, af því ég varð alltaf rosalega skorin, en ég vissi alveg að margar stelpur í mínum flokki voru að nota mikið, til dæmis „Klemma“, Anavar og Winstrol. Þetta var svona það þrennt sem stelpurnar voru mest að nota.” Í viðtalinu ræða hún og Sölvi um fitness-heiminn, átraskanir, samfélagsmiðla, skuggabönn, pabba hennar Jón Gnarr og margt margt fleira.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Fleiri fréttir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu Sjá meira