Margrét Gnarr um ólögleg lyf: „Eiginlega bara normið, að fólk sé að nota eitthvað“ Stefán Árni Pálsson skrifar 31. júlí 2020 14:28 Margrét Gnarr er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar. Hún hefur náð lengst allra Íslendinga í fitness-heiminum og er eini Íslendingurinn hefur fengið þátttökurétt á Olympía, þar sem öflugustu keppendur heims mætast. Þar keppti hún í tvígang, áður en hún hætti í íþróttinni, þar sem hún var farin að ganga nærri heilsu sinni. Í viðtalinu ræða hún og Sölvi um fitness keppnirnar, en líka um samband Margrétar við Jón Gnarr pabba sinn, sem hún segir mjög gott, þó að það komi fyrir að athyglisbresturinn þvælist fyrir: „Pabbi minn er með mjög mikinn athyglisbrest og þegar ég var yngri gat þetta verið mjög erfitt, af því mér fannst eins og hann væri aldrei að hlusta á mig og oft þegar maður er að tala við hann og segja eitthvað of flókið, þá sér maður bara þegar hann er farinn,“ segir Margrét, sem segir að þau feðgin séu mjög líkir persónuleikar og að henni hafi þótt mjög vænt um hve margir voru ánægðir með hann þegar hann var borgarstjóri: „Fólk var mjög ánægt með hann…en fyrst þegar hann sagði mér frá þessu hugsaði ég: „ohh…þetta verður eitthvað fail” og það verður geðveikt leiðinlegt, en svo var þetta bara geggjað,” segir hún og bætir við að tími hans í stól borgarstjóra hafi sýnt að oft sé best að stjórnmálamenn þykist ekki vita allt sjálfir og láti sérfræðingana um stóran hluta ákvarðana. Hjartað var oft að stoppa Margrét náði sem fyrr segir lengra en nokkur Íslendingur í Fitness-heiminum, en hætti fyrir nokkrum árum, þegar hún var orðin mjög áhyggjufull um eigin heilsu: „Ég líka fékk hjartsláttartruflanir og það var í raun stærsta ástæðan fyrir því að ég ákvað að hætta. Ég fór í tékk af því að ég hélt að ég væri að fá hjartaáfall, hjartað var oft að stoppa og ég missti andann. Og það var eitt skiptið sem ég var á einhverju brennslutæki og allir litir urðu allt í einu skærir og ég hætti að skynja hvenær fæturnir mínir snertu jörðina og þá varð ég hrædd og fór beint upp á heilsugæslu og þá kom í ljós að ég var með hættulega lágt Kalíum og jafnvægi á steinefnum var komið í algjört rugl.” Hún segir að það hafi verið mjög góð lífsreynsla að keppa í fitness, en því miður sé margt sérstakt við þann heim, sérstaklega þegar komið er á hæsta level í alþjóðlegum keppnum. „Þá er þetta eiginlega bara normið, að fólk sé að nota eitthvað. Mér fannst ekki verið að ota þessu að mér, af því ég varð alltaf rosalega skorin, en ég vissi alveg að margar stelpur í mínum flokki voru að nota mikið, til dæmis „Klemma“, Anavar og Winstrol. Þetta var svona það þrennt sem stelpurnar voru mest að nota.” Í viðtalinu ræða hún og Sölvi um fitness-heiminn, átraskanir, samfélagsmiðla, skuggabönn, pabba hennar Jón Gnarr og margt margt fleira. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Margrét Gnarr er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar. Hún hefur náð lengst allra Íslendinga í fitness-heiminum og er eini Íslendingurinn hefur fengið þátttökurétt á Olympía, þar sem öflugustu keppendur heims mætast. Þar keppti hún í tvígang, áður en hún hætti í íþróttinni, þar sem hún var farin að ganga nærri heilsu sinni. Í viðtalinu ræða hún og Sölvi um fitness keppnirnar, en líka um samband Margrétar við Jón Gnarr pabba sinn, sem hún segir mjög gott, þó að það komi fyrir að athyglisbresturinn þvælist fyrir: „Pabbi minn er með mjög mikinn athyglisbrest og þegar ég var yngri gat þetta verið mjög erfitt, af því mér fannst eins og hann væri aldrei að hlusta á mig og oft þegar maður er að tala við hann og segja eitthvað of flókið, þá sér maður bara þegar hann er farinn,“ segir Margrét, sem segir að þau feðgin séu mjög líkir persónuleikar og að henni hafi þótt mjög vænt um hve margir voru ánægðir með hann þegar hann var borgarstjóri: „Fólk var mjög ánægt með hann…en fyrst þegar hann sagði mér frá þessu hugsaði ég: „ohh…þetta verður eitthvað fail” og það verður geðveikt leiðinlegt, en svo var þetta bara geggjað,” segir hún og bætir við að tími hans í stól borgarstjóra hafi sýnt að oft sé best að stjórnmálamenn þykist ekki vita allt sjálfir og láti sérfræðingana um stóran hluta ákvarðana. Hjartað var oft að stoppa Margrét náði sem fyrr segir lengra en nokkur Íslendingur í Fitness-heiminum, en hætti fyrir nokkrum árum, þegar hún var orðin mjög áhyggjufull um eigin heilsu: „Ég líka fékk hjartsláttartruflanir og það var í raun stærsta ástæðan fyrir því að ég ákvað að hætta. Ég fór í tékk af því að ég hélt að ég væri að fá hjartaáfall, hjartað var oft að stoppa og ég missti andann. Og það var eitt skiptið sem ég var á einhverju brennslutæki og allir litir urðu allt í einu skærir og ég hætti að skynja hvenær fæturnir mínir snertu jörðina og þá varð ég hrædd og fór beint upp á heilsugæslu og þá kom í ljós að ég var með hættulega lágt Kalíum og jafnvægi á steinefnum var komið í algjört rugl.” Hún segir að það hafi verið mjög góð lífsreynsla að keppa í fitness, en því miður sé margt sérstakt við þann heim, sérstaklega þegar komið er á hæsta level í alþjóðlegum keppnum. „Þá er þetta eiginlega bara normið, að fólk sé að nota eitthvað. Mér fannst ekki verið að ota þessu að mér, af því ég varð alltaf rosalega skorin, en ég vissi alveg að margar stelpur í mínum flokki voru að nota mikið, til dæmis „Klemma“, Anavar og Winstrol. Þetta var svona það þrennt sem stelpurnar voru mest að nota.” Í viðtalinu ræða hún og Sölvi um fitness-heiminn, átraskanir, samfélagsmiðla, skuggabönn, pabba hennar Jón Gnarr og margt margt fleira.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira